Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

381/2019

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.

1. gr.

Eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2018 frá 31. maí 2018 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 25. apríl 2019, bls. 1-7:

 1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 148/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um lágmarks­upplýsingar gagna sem tilkynna á um til afleiðuviðskiptaskráa. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 1-10.
 2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 149/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag, stöðustofnunarskyldu, opin­bera skrá, aðgang að viðskiptavettvangi, ófjárhagslega mótaðila og aðferðir til að draga úr áhættu fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili hefur ekki stöðustofnað. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 11-24.
 3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 150/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru upplýsingar er varða umsókn um skráningu sem afleiðuviðskiptaskrá. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 25-32.
 4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 151/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreind eru gögn sem afleiðuviðskiptaskrár eiga að birta og gera aðgengileg og rekstrar­staðla til að safna, bera saman og hafa aðgang að gögnum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 33-36.
 5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 152/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um eiginfjárkröfur fyrir miðlæga mótaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 37-40.
 6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 153/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um tæknilega eftirlitsstaðla um kröfur fyrir miðlæga mótaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 41-74.
 7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 876/2013 frá 28. maí 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um fagráð fyrir miðlæga mótaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 75-78.
 8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1002/2013 frá 12. júlí 2013 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, mið­læga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar skrána yfir aðila sem njóta undan­þágu. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 79-80.
 9. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1003/2013 frá 12. júlí 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af afleiðuviðskiptaskrám. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 81-86.
 10. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 285/2014 frá 13. febrúar 2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um bein, veruleg og fyrirsjáanleg áhrif samninga innan Sambandsins og til að koma í veg fyrir að reglur og skuldbindingar séu sniðgengnar. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 87-89.
 11. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 667/2014 frá 13. mars 2014 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar málsmeðferðarreglur um viðurlög sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin beitir afleiðuviðskiptaskrár, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og ákvæði um tímamörk. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 90-94.
 12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1247/2012 frá 19. desember 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar framsetningu og tíðni skýrslna um viðskipti til afleiðuviðskiptaskráa samkvæmt reglugerð þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 95-104.
 13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1248/2012 frá 19. desember 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar snið umsókna um skráningu á afleiðu­viðskiptaskrám samkvæmt reglugerð þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC‑afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 105-106.
 14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1249/2012 frá 19. desember 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar framsetningu á skrám sem mið­lægir mótaðilar skulu viðhalda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 107-114.
 15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 484/2014 frá 12. maí 2014 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar áætlað fjármagn miðlægs mótaðila sam­kvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 115-122.

Eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2018 frá 31. maí 2018 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 25. apríl 2019, bls. 8-14:

 1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1515 frá 5. júní 2015 um breyt­ingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar fram­lengingu umbreytingartímabilanna í tengslum við lífeyriskerfi. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 123-124.
 2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2205 frá 6. ágúst 2015 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um stöðustofnunarskylduna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 125-133.
 3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/592 frá 1. mars 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um stöðustofnunarskylduna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 134-140.
 4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1178 frá 10. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um stöðustofnunarskylduna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 141-148.
 5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/104 frá 19. október 2016 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 148/2013 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðu­viðskipta­skrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um lágmarksupplýsingar gagna sem tilkynna á um til afleiðuviðskiptaskráa. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 149-164.
 6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/751 frá 16. mars 2017 um breyt­ingu á framseldum reglugerðum (ESB) 2015/2205, (ESB) 2016/592 og (ESB) 2016/1178 að því er varðar frest til hlítingar stöðustofnunarskyldu vegna tiltekinna mótaðila sem versla með OTC-afleiður. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 165-167.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/105 frá 19. október 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1247/2012 um tæknilega fram­kvæmdar­staðla að því er varðar framsetningu og tíðni skýrslna um viðskipti til afleiðu­viðskipta­skráa samkvæmt reglugerð þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, mið­læga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25/2019 frá 28. mars 2019, bls. 168-192.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. gr. laga nr. 15/2018, um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 26. apríl 2019.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Guðmundur Kári Kárason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica