Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1127/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 916/2009, um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. 3. gr. orðast svo:
    Stjórn lífeyrissjóðs skal móta og kunngera fjárfestingarstefnu fyrir sjóðinn og einstakar deildir hans og ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans í samræmi við reglur og innan þeirra marka sem tilgreind eru í VII. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
  2. Í stað "3. gr." í 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 4. gr.

2. gr.

2. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "1. mgr. 36. gr." í 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 36. gr. a.
  2. Í stað "7. gr." í 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 8. gr.

4. gr.

Í stað orðsins "lífeyrissjóður" í i-lið 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: vörsluaðili.

5. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fjárfestingarstefna skal dagsett og undirrituð af stjórn vörsluaðila lífeyrissparnaðar í séreign og framkvæmdastjóra.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 39. gr. a laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, tekur þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. nóvember 2018.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Anna V. Ólafsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.