1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina, samanber bókun 47 við EES-samninginn.
2. gr.
Innleiðing reglugerðar.
Eftirfarandi reglugerð Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar:
3. gr.
Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 25. október 2018.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Steinar Örn Steinarsson.