Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

644/2018

Reglugerð um birtingu tilkynningar um álagningu bifreiðagjalds.

1. gr.

Tilkynning um álagningu bifreiðagjalds telst birt skráðum eiganda ökutækis þegar hann getur nálgast hana í pósthólfi á vefsvæðinu Ísland.is sem rekið er af Þjóðskrá Íslands. Álagningin er bindandi frá og með þeim degi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 9. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. júní 2018.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Benedikt S. Benediktsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.