Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

566/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1155/2017, um innheimtu þinggjalda og jöfnunargjalds á árinu 2018.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "1. júlí, 1. ágúst og 1. september" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.
  2. Í stað "og ógreidds fjársýsluskatts" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ógreidds fjársýsluskatts og tryggingagjalds.
  3. Í stað "1. júlí" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 1. júní.
  4. Í stað "og ógreidds fjársýsluskatts" í 3. mgr. kemur: ógreidds fjársýsluskatts og trygg­inga­gjalds.
  5. Í stað "1. nóvember" í 3. mgr. kemur: 1. október.
  6. 4. mgr. fellur brott.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 112., 114. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekju­skatt, með síðari breytingum, og 22. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, með síð­ari breyt­ingum, öðlast gildi 1. júní 2018.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 29. maí 2018.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica