1. gr.
Gildissvið.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XXVII. kafla II. viðauka samningsins (brenndir drykkir), gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
Innflutningur og markaðssetning á brenndum drykkjum er heimil eftir því sem tilgreint er í XXVII. kafla II. viðauka samningsins.
2. gr.
Innleiðing reglugerðar.
Eftirfarandi reglugerð Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu, kynningu, merkingu og vernd landfræðilegra merkinga á áfengum drykkjum skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar:
3. gr.
Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. maí 2018.
F. h. r.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Steinar Örn Steinarsson.