Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

641/2017

Reglugerð­ um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skortsölu og skuldatryggingar.

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samninginn:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 919/2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga með tilliti til tæknilegra eftirlitsstaðla vegna aðferðarinnar við útreikning á lækkun á virði seljanlegra hlutabréfa og annarra fjármálagerninga. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57/2016 frá 13. október 2016, bls. 740-741.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 918/2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skulda­trygginga að því er varðar skilgreiningar, útreikninga á hreinum skortstöðum, varðar skuldatryggingar á ríki, tilkynningarmörk, seljanleikamörk vegna tímabundinna niðurfellinga, marktæka lækkun á virði fjármálagerninga og óhagstæða atburði. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57/2016 frá 13. október 2016, bls. 725-739.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 826/2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 að því er varðar tæknilega eftir­­lits­staðla um tilkynningar- og birtingarkröfur varðandi hreinar skortstöður, nánari lýsingu á upplýsingunum sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í tengslum við hreinar skortstöður og aðferðina við að reikna út veltu til að ákvarða hvaða hlutabréf skulu undanþegin. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57/2016 frá 13. október 2016, bls. 707-716.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 827/2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðferðir við opinbera birtingu á hreinum skortstöðum, snið upplýsinganna sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni um hreinar skortstöður, gerðir samninga, fyrirkomulags og ráðstafana til að tryggja með fullnægjandi hætti að hlutabréf eða ríkisskuldagerningar séu tiltækir vegna uppgjörs og dagsetningar og tímabil vegna ákvörðunar á meginvettvangi hlutabréfs samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57/2016 frá 13. október 2016, bls. 717-724.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/97 frá 17. október 2014 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 918/2012 að því er varðar tilkynningu um mikilvægar hreinar skortstöður í ríkisskuldum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 57/2016 frá 13. október 2016, bls. 812.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 204/2016 frá 30. september 2016 um upptöku reglu­gerða skv. 1. mgr. í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 13 frá 23. febrúar 2017, bls. 53-56.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 13. gr. laga nr. 55/2017, um skortsölu og skulda­tryggingar, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 30. júní 2017.

Benedikt Jóhannesson.

Guðmundur Kári Kárason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica