Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

492/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðanna "hefur óskað heimildar til að leita nauðasamninga" í 3. tölul. 4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: uppfyllir skilyrði um að vera tekið til gjaldþrotameðferðar að beiðni kröfuhafa.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 16. gr. laga nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. maí 2017.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Steinar Örn Steinarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.