I. HLUTI
Almenn ákvæði.
BÁLKUR I
Gildissvið, innleiðing og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið og innleiðing.
Reglugerð þessi gildir um eftirtalda aðila:
Þeir aðilar sem taldir eru upp í 1. mgr. nefnast fjármálafyrirtæki í reglugerðinni.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja með þeim breytingum sem kveðið er á um í 2. og 3. mgr. 92. gr. Skýra skal texta reglugerðar þessarar til samræmis við enska útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 1. mgr. 92. gr., sbr. ennfremur 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerðinni er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
Skilgreining eftirfarandi hugtaka á eingöngu við bálk II, III. hluta reglugerðarinnar:
Önnur hugtök hafa sömu merkingu og í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eða 4. og 5. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR II
3. gr.
Kröfur á samstæðugrunni.
Fjármálaeftirlitið ákvarðar á grundvelli 107. og 109. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, hvernig samstæðum fjármálafyrirtækja, sbr. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. þessarar reglugerðar, ber að uppfylla kröfur hennar og hvernig samstæðurnar skulu afmarkaðar. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal samræmast 6.-24. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
II. HLUTI
Eiginfjárgrunnur.
BÁLKUR I
Eiginfjárgrunnur og hæft fjármagn.
4. gr.
Útreikningur eiginfjárgrunns.
Fjármálafyrirtæki skal reikna eiginfjárgrunn, eða eftir atvikum hæft fjármagn, í samræmi við X. kafla laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Til viðbótar við kröfur 1. mgr. skulu útreikningar fjármálafyrirtækis á eiginfjárgrunni, eða eftir atvikum hæfu fjármagni, einnig samræmast ákvæðum 25.-80. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Fjármagnsgerningar, sem fjármálafyrirtæki getur ákveðið einhliða að greiða vexti eða arð af með öðru en reiðufé eða eiginfjárgrunnsgerningum, geta ekki talist til eiginfjárgrunnsgerninga nema með fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið skal veita slíkt samþykki uppfylli fjármagnsgerningarnir skilyrði skv. 2. mgr. 73. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Fjármálafyrirtæki þarf fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins til að gera annað eða hvort tveggja af eftirfarandi:
Fjármálaeftirlitið skal veita samþykki sitt skv. 4. mgr. ef annað hvort eftirtalinna skilyrða er uppfyllt:
Til viðbótar við frádráttarliði skv. 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, skulu fjármálafyrirtæki draga greiðsluflæðisvarnir (e. cash flow hedges) frá eiginfjárgrunni, skv. 33. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Fjármálafyrirtæki skal einnig draga leiðréttingar vegna varfærnismats frá eiginfjárgrunni, skv. 34. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR II
Hlutdeild minni hluta í almennu eigin fé þáttar 1, viðbótar eigin fé þáttar 1
eða í þætti 2 hjá dótturfélögum.
5. gr.
Útreikningur á hlutdeild minni hluta.
Við útreikning á hlutföllum skv. 1. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, skal taka tillit til hlutdeildar minni hluta í almennu eigin fé þáttar 1, viðbótar eigin fé þáttar 1 eða í þætti 2 hjá dótturfélögum.
Útreikningur á hlutdeild minni hluta í almennu eigin fé þáttar 1, viðbótar eigin fé þáttar 1 eða í þætti 2 hjá dótturfélögum skal samræmast ákvæðum 81.-88. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR III
Hámark virkra eignarhluta.
6. gr.
Útreikningur á hámarki virkra eignarhluta.
Fjármálafyrirtæki skal reikna hámark virkra eignarhluta í einstökum fyrirtækjum, sem ekki eru fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnanir í samræmi við 28. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Til viðbótar við kröfur 1. mgr. skulu útreikningar fjármálafyrirtækis á hámarki virkra eignarhluta í óskyldum rekstri einnig samræmast ákvæðum 89.-91. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
III. HLUTI
Eiginfjárkröfur.
BÁLKUR I
Almenn skilyrði, matsreglur og gagnaskil.
1. KAFLI
1. þáttur
Hlutfall eiginfjárgrunns.
7. gr.
Eiginfjárkröfur.
Eftirfarandi skilyrði gilda um einstaka þætti eiginfjárgrunns, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002:
8. gr.
Áhættugrunnur.
Áhættugrunnur er samtala eftirfarandi áhættuþátta:
9. gr.
Undanþága vegna veltubókar.
Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 8. gr. er þeim fyrirtækjum þar sem veltubók viðkomandi fyrirtækis fer ekki yfir viðmiðunarmörk skv. 2. mgr., heimilt að reikna út eigið fé í samræmi við ákvæði a-liðar 8. gr. fyrir eignir sem annars væru taldar sem hluti veltubókar fyrirtækisins.
Viðmiðunarmörk fyrir undanþágu frá ákvæðum um mat á áhættuvegnum skuldbindingum vegna liða í veltubók eru eftirfarandi:
Heildarstaða er samtala veltubókarstöðu og stöðu liða utan veltubókar. Við útreikning á heildarstöðu skal meta skuldaskjöl á markaðsvirði eða upprunalegu kaupverði, hlutabréf á markaðsvirði og afleiðusamninga skal meta miðað við markaðsvirði eða upprunalegt virði undirliggjandi fjármálagerninga. Við útreikning á veltubókarstöðu skal leggja saman gnóttstöður og skortstöður óháð formerkjum.
Fari fjármálafyrirtæki út fyrir önnur eða bæði þau viðmiðunarmörk sem tilgreind eru í 1. og 2. tl. 2. mgr. í lengri tíma ber því að meta veltubókarliði í samræmi við b-lið 8. gr. og tilkynna það Fjármálaeftirlitinu.
10. gr.
Eiginfjárkröfur verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur
og rekstrarfélags verðbréfasjóða.
Útreikninga á eiginfjárkröfum skv. 7. gr. skal aðlaga vegna starfsemi verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða.
Hæft fjármagn verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal, sbr. 84. gr. d laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, aldrei nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði síðasta reikningsárs.
Fjármálaeftirlitið getur heimilað undanþágu frá þessari kröfu ef grundvallarbreyting hefur orðið á starfsemi fyrirtækisins á milli ára. Á fyrsta starfsári verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal hæft fjármagn þess ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði samkvæmt rekstraráætlun starfsársins.
Áhættugrunnur verðbréfafyrirtækis sem ekki hefur starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki, verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og hefur starfsheimildir skv. b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal, sbr. 3. mgr. 84. gr. e sömu laga, reiknaður sem sú fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur töluliðum:
Ef hlutafé verðbréfafyrirtækis skal nema jafnvirði 730 þúsund evra í íslenskum krónum skv. 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki skal áhættugrunnur þess reiknast sem samtala a- og b-liðar 3. mgr.
Verðbréfafyrirtæki skulu, auk ákvæða þessarar greinar, uppfylla kröfur 95.-98. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., að teknu tilliti til starfsheimilda fyrirtækjanna.
2. þáttur
Gagnaskil.
11. gr.
Gagnaskil.
Fjármálafyrirtæki skulu senda til Fjármálaeftirlitsins eiginfjárskýrslu (COREP) auk skýrslna um fjárhagsupplýsingar (FINREP) og aðra efnisþætti í samræmi við 99.-101. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., til Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið ákveður tíðni og form þeirra gagnaskila.
3. þáttur
Veltubók.
12. gr.
Skilyrði og kröfur vegna veltubókar.
Stöður í veltubók fjármálafyrirtækis skulu annaðhvort vera lausar við kvaðir varðandi seljanleika eða unnt að verja þær gegn áhættu.
Áform um veltubókarviðskipti skal byggjast á áætlunum, stefnu og verklagsreglum sem fyrirtækið setur til að halda utan um stöðuna eða eignasafnið í samræmi við 103. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. þessarar reglugerðar.
Fyrirtæki skal koma á fót og viðhalda kerfum og stjórntækjum til að halda utan um veltubókina í samræmi við 104. og 105. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Allar stöður í veltubók skulu metnar með tilliti til varfærnisreglna sem tilgreindar eru í 105. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Samkvæmt reglunum ber fjármálafyrirtækjum að tryggja að það mat sem þau leggja á allar stöður í veltubók endurspegli markaðsvirðið á viðeigandi hátt. Matið skal byggt á viðeigandi vissu með tilliti til breytileika veltubókarstaða, kröfum um varfærni og traust auk starfsaðferða og eiginfjárkröfu vegna veltubókarliða. Endurmeta ber stöður í veltubók daglega. Ef markaðsverð er ekki tiltækt getur Fjármálaeftirlitið heimilað fjármálafyrirtækjum að nota aðrar matsaðferðir með því skilyrði að þær séu nægilega varfærnislegar og viðurkenndar af Fjármálaeftirlitinu.
Telja má innri baktryggingu/vörn til veltubókar í samræmi við 106. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR II
Eiginfjárkröfur vegna útlánaáhættu.
1. KAFLI
Almenn skilyrði.
13. gr.
Útreikningur á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu.
Við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu skal fjármálafyrirtæki annaðhvort nota staðalaðferð skv. 2. kafla þessa bálks eða, með leyfi Fjármálaeftirlitsins, innramatsaðferð skv. 3. kafla þessa bálks.
Fjármálafyrirtæki skal uppfylla kröfur 107.-110. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., þar með talið vegna sértækra og almennra leiðréttinga vegna útlánaáhættu.
Fjármálafyrirtæki sem notar staðalaðferð við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu skal, auk 2. kafla þessa bálks fylgja ákvæðum 111.-141. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Fjármálafyrirtæki sem fær heimild til að nota innramatsaðferð við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu skal, auk 3. kafla þessa bálks fylgja ákvæðum 142.-191. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
2. KAFLI
Staðalaðferð.
14. gr.
Fjárhæð áhættuskuldbindinga.
Miða skal virði áhættuskuldbindingar við bókfært verð eftir sértækar og almennar leiðréttingar vegna útlánaáhættu, nema annað sé tilgreint í þessum kafla. Vega skal sérhverja fjárhæð áhættuskuldbindingar með því að margfalda hana með áhættuvog sem ákvörðuð er eftir ákvæðum þessa kafla með hliðsjón af tegund áhættuskuldbindingarinnar sbr. 17. gr.
Reikna skal fjárhæð áhættuskuldbindinga utan efnahags skv. 15. gr. fyrir þá liði sem þar eru taldir upp.
Afleiður sem tilgreindar eru í 16. gr. skal meta eins og þar er lýst.
Fjárhæð áhættuskuldbindingar má endurmeta með hliðsjón af tryggingum og ábyrgðum skv. 4. kafla þessa bálks.
Verðbréfaðar stöður skal meta skv. 5. kafla þessa bálks.
Áhættuvog skal vera 100% nema annað leiði af ákvæðum þessa kafla.
Að undanskildum áhættuskuldbindingum sem fela í sér eignaliði sem teljast til eiginfjárgrunns mega áhættuskuldbindingar mótaðila innan sömu samstæðu og hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki hafa 0% áhættuvog, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Við mat Fjármálaeftirlitsins skal tekið tillit til eftirfarandi skilyrða:
15. gr.
Liðir utan efnahags, breytistuðlar.
Virði áhættuskuldbindinga utan efnahags sem taldar eru í þessari grein skal reikna með því að margfalda fjárhæðir þessara liða hvers um sig með breytistuðlum eins og greinir hér á eftir. Þessar áhættuskuldbindingar eru greindar eftir tegund og fær fjárhæð samkvæmt þessari grein áhættuvog eftir reglum um viðkomandi tegund.
1. Mikil áhætta, breytistuðull 1,0:
2. Miðlungsáhætta, breytistuðull 0,5:
3. Miðlungs/lítil áhætta, breytistuðull 0,2:
4. Lítil áhætta, breytistuðull 0,0:
16. gr.
Flokkun liða utan efnahags.
Liðir utan efnahagsreiknings skulu flokkast samkvæmt neðangreindu. Þeir skulu metnir með hliðsjón af þeim aðferðum sem lýst er í 6. kafla þessa bálks. Fjármálafyrirtæki skal lýsa því yfir við Fjármálaeftirlitið hvaða aðferð það hyggst nota en rökstyðja breytingar sem síðar kunna að verða á þeirri ákvörðun. Fyrirtæki geta þó sótt um sérstakt leyfi Fjármálaeftirlitsins til þess að nota matsaðferð byggða á eigin líkönum (IMM).
Meta skal áhrif skuldskeytingar og annarrar samningsbundinnar skuldajöfnunar eins og lýst er í 6. kafla þessa bálks. Afleiður sem tilgreindar eru í 3. tölulið er ekki heimilt að meta með hliðsjón af upprunalegri áhættu.
1. Vaxtasamningar:
2. Gjaldmiðlasamningar og samningar varðandi gull:
3. Samningar sem eru í eðli sínu svipaðir þeim sem um getur í stafliðum a. til e. í 1. tl. og stafliðum a. til d. í 2. tl., en miðast við aðra viðmiðunarliði eða vísitölur er varða:
Afleiðusamningar sem eru bæði með vaxta- og gjaldmiðlaviðmiðanir skulu flokkast sem gjaldmiðlasamningar við útreikning á áhættuvegnum áhættuskuldbindingum.
17. gr.
Flokkun áhættuskuldbindinga.
Sérhverja áhættuskuldbindingu skal flokka í einhverja af eftirfarandi tegundum áhættuskuldbindinga:
18. gr.
Ríki og seðlabankar.
Áhættuskuldbindingar ríkja og seðlabanka (tegund 1) hafa áhættuvog 100% nema kveðið sé á um annað í þessari grein.
Áhættuvog ríkja og seðlabanka sem hafa lánshæfismat frá tilnefndu lánshæfismatsfyrirtæki skal vera eins og sýnt er í eftirfarandi töflu:
Ríki og seðlabankar
Þrep útlánagæða | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 0% | 20% | 50% | 100% | 100% | 150% |
Áhættuskuldbindingar í íslenskum krónum gagnvart íslenska ríkinu og Seðlabanka Íslands hafa áhættuvogina 0%. Áhættuskuldbindingar annarra ríkja og seðlabanka annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, sem gefnar eru út og fjármagnaðar í heimamynt ríkisins, hafa, fram til 31. desember 2017 áhættuvogina 0%, en skulu eftir það fá áhættuvog í samræmi við 6. mgr. 114. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu. Heimili eftirlitsstjórnvöld í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins lægri áhættuvog en leiðir af 1. og 2. mgr. á áhættuskuldbindingar þess ríkis, getur Fjármálaeftirlitið ákveðið að nota megi þá áhættuvog, enda séu reglur og eftirlit í því ríki hliðstæð því sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins.
19. gr.
Héraðs- og sveitarstjórnir.
Áhættuskuldbindingar vegna héraðs- og sveitarstjórna (tegund 2) hafa sömu áhættuvog og áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja nema kveðið sé á um annað í þessari grein.
Áhættuskuldbindingar vegna héraðs- og sveitarstjórna hafa sömu áhættuvog og áhættuskuldbindingar ríkja viðkomandi héraðs- og sveitarstjórna, ef enginn munur er á áhættu ríkisins og héraðs- og sveitarstjórnanna vegna sjálfstæðra heimilda þeirra til öflunar skatttekna og sérstakra ráðstafana til að draga úr líkum á vanefndum.
Ákvæði 2. mgr. eiga við um héraðs- og sveitarstjórnir innan Evrópska efnahagssvæðisins og, eftir atvikum, utan þess, enda séu reglur og eftirlit í því ríki hliðstæð því sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Áhættuskuldbindingar héraðs- og sveitarstjórna, sem gefnar eru út og fjármagnaðar í heimamynt þeirra, hafa áhættuvogina 20%.
20. gr.
Opinberar stofnanir og fyrirtæki.
Áhættuskuldbindingar vegna opinberra stofnana og fyrirtækja sem ekki hafa fengið lánshæfismat, skulu hafa áhættuvog í samræmi við þrep útlánagæða í því ríki sem þau hafa staðfestu, eins og sýnt er í eftirfarandi töflu:
Opinberar stofnanir og fyrirtæki
Þrep útlánagæða ríkis | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 50% | 100% | 100% | 100% | 150% |
Opinberar stofnanir og fyrirtæki (tegund 3) í ríkjum sem ekki hafa lánshæfismat fá áhættuvog 100%.
Meta skal áhættuskuldbindingar opinberra stofnana og fyrirtækja á Íslandi sem hafa lánshæfismat eins og áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja sem hafa lánshæfismat, sbr. 1. og 2. mgr. 22. gr. Þó má ekki meta skammtímaskuldbindingar þessara fyrirtækja eins og skammtímaskuldbindingar fjármálafyrirtækja.
Áhættuskuldbindingar vegna opinberra stofnana og fyrirtækja með upphaflegan líftíma (e. original maturity) sem er þrír mánuðir eða skemmri hafa 20% áhættuvog.
Í undantekningartilvikum er hægt að meta áhættuskuldbindingar vegna opinberra stofnana og fyrirtækja í samræmi við áhættuskuldbindingar þess ríkis sem þau hafa staðfestu ef enginn munur er á áhættu ríkisins og áhættu viðkomandi opinberra stofnana og fyrirtækja vegna ábyrgðar ríkisins.
Heimili eftirlitsstjórnvöld í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að meta megi opinberar stofnanir og fyrirtæki með sama hætti og í 1. mgr. má áhættuvega áhættuskuldbindingar þessara stofnana á sama hátt, enda sé regluverk og fjármálaeftirlit með sambærilegum hætti og í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.
21. gr.
Fjölþjóða þróunarbankar og alþjóðastofnanir.
Áhættuskuldbindingar eftirtalinna fjölþjóða þróunarbanka (tegund 4) hafa áhættuvog 0%:
Aðrir fjölþjóða þróunarbankar, þar á meðal Fjárfestingalánastofnun Ameríkuríkja (the Inter-American Investment Corporation), Viðskipta- og þróunarbanki Svartahafsins (the Black Sea Trade and Development Bank), Þróunarbanki Mið-Ameríkuríkja (Central American Bank for Economic Integration) og CAF-Þróunarbanki Suður-Ameríku (CAF-Development Bank of Latin America), skulu metnir eins og fjármálafyrirtæki, sbr. 22. gr.
Skammtímaskuldbindingar fjölþjóða þróunarbanka, til skemmri tíma en þriggja mánaða, fá sömu áhættuvog og langtímaskuldbindingar.
Áhættuskuldbindingar Evrópusambandsins (the Union), Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (the International Monetary Fund) og Alþjóðagreiðslubankans (the Bank for International Settlements), Evrópska fjármálastöðugleikasjóðsins (the European Financial Stability Facility), Evrópska stöðugleikakerfisins (the European Stability Mechanism) og annarra alþjóðlegra stofnana sem komið er á fót af tveimur eða fleiri ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að veita aðilum innan þeirra vébanda fjárstuðning vegna verulegra fjárhagsvandræða (tegund 5) hafa áhættuvog 0%.
22. gr.
Fjármálafyrirtæki.
Áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja (tegund 6) sem hafa lánshæfismat fá áhættuvog samkvæmt eftirfarandi töflu, ef eftirstöðvatími er meiri en þrír mánuðir:
Áhættuskuldbindingar til lengri tíma en þriggja mánaða
Þrep útlánagæða fyrir heimaríki |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 50% | 50% | 100% | 100% | 150% |
Áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja sem hafa lánshæfismat fá áhættuvog samkvæmt eftirfarandi töflu, ef eftirstöðvatími er minni en þrír mánuðir:
Áhættuskuldbindingar til skemmri tíma en þriggja mánaða
Þrep útlánagæða fyrir heimaríki |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 20% | 20% | 50% | 50% | 150% |
Við útreikning á áhættuvog áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækja til skemmri tíma en þriggja mánaða samkvæmt ofangreindri töflu, skal tekið tillit til 31. gr. Sé misræmi á milli ofangreindrar töflu og töflu skv. 31. gr., skal við útreikning höfð hliðsjón af 3. mgr. 120. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja (tegund 7) sem ekki hafa lánshæfismat fá áhættuvog samkvæmt þrepi útlánagæða í heimaríki þeirra:
Áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja án lánshæfismats
Þrep útlánagæða fyrir heimaríki |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 50% | 100% | 100% | 100% | 150% |
Hafi heimaríkið ekki lánshæfismat skal áhættuvog fjármálafyrirtækisins vera 100%.
Skammtíma áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja án lánshæfismats með upphaflegan líftíma innan þriggja mánaða hafa áhættuvog 20%.
Hlutafé í fjármálafyrirtækjum hefur áhættuvog 100%, þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar, enda dregst það ekki frá eiginfjárgrunni.
23. gr.
Fyrirtæki.
Áhættuskuldbindingar fyrirtækja (tegund 8) sem ekki falla undir 22. gr. (um fjármálafyrirtæki) og ekki hafa lánshæfismat hafa áhættuvog 100%. Hafi heimaríki fyrirtækisins hærri áhættuvog (sbr. áhættutegund 1) skal hún þó einnig notuð fyrir fyrirtækið.
Hafi áhættuskuldbindingin lánshæfismat fær hún áhættuvog eins og eftirfarandi tafla sýnir:
Fyrirtæki
Þrep útlánagæða | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 50% | 100% | 100% | 150% | 150% |
24. gr.
Einstaklingar, lítil og meðalstór fyrirtæki.
Áhættuskuldbindingar einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja (tegund 9) mega hafa áhættuvog 75%, ef þær uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
Markaðsverðbréf (e. securities) geta ekki talist til þessarar tegundar.
25. gr.
Fasteignaveðlán.
Fasteignaveðlán hafa áhættuvog 100% nema kveðið sé á um annað í þessari grein.
Áhættuvog 35% má nota á lán tryggð að fullu með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði á Íslandi, sem er eða mun verða notað af eiganda húsnæðisins til íbúðar eða útleigu. Þetta á við um lán eða hluta láns sem er innan 80% af fasteignamati Fasteignamats ríkisins eða markaðsverði, eftir því hvort reynist lægra. Heimilt er með samþykki Fjármálaeftirlitsins að nota annað kerfisbundið mat en fasteignamat Fasteignamats ríkisins enda uppfylli það kröfur sem tilgreindar eru í 3. mgr. 125. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Þessa áhættuvog má einnig nota á lán tryggð með veði í íbúðarhúsnæði í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins ef reglur í viðkomandi aðildarríki leyfa.
Forsendur þess að nota megi 35% áhættuvog eru þessar:
Áhættuvog 50% má nota á lán tryggð að fullu með veði í viðskiptahúsnæði á Íslandi. Þetta á við um lán eða hluta láns sem er innan 50% af fasteignamati Fasteignamats ríkisins eða markaðsverði eftir því hvort reynist lægra. Heimilt er með samþykki Fjármálaeftirlitsins að nota annað kerfisbundið mat en fasteignamat Fasteignamats ríkisins enda uppfylli það kröfur sem tilgreindar eru í 3. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Það sem umfram er fær áhættuvog 100%. Þessa áhættuvog má einnig nota á lán tryggð með veði í viðskiptahúsnæði í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins ef reglur í viðkomandi aðildarríki leyfa.
Forsendur þess að nota megi 50% áhættuvog eru þessar:
Fjármálaeftirlitinu er heimilt, sbr. 6. mgr. 84. gr. e laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, að mæla fyrir hærri áhættuvogum en fram koma í 1.-5. mgr. Nýti Fjármálaeftirlitið sér þá heimild, skal ákvörðun stofnunarinnar samræmast 124.-126. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
26. gr.
Vanefndir vegna áhættuskuldbindinga.
Ótryggður hluti hverrar áhættuskuldbindingar gagnvart skuldara í vanefndum (e. default) skv. 178. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. eða ótryggður hluti lánafyrirgreiðslna (e. credit facility) gagnvart fyrirtækjum í vanefndum skv. 178. gr. sömu reglugerðar, skal hafa aðra hvora af eftirfarandi áhættuvogum:
Við mat á vanefndum skv. 1. mgr. skal m.a. tekið tillit til þess hvort krafa hafi verið lengur en 90 daga í vanskilum (e. past due), sbr. 178. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
Tryggður hluti kröfu í vanefndum er skilgreindur sem sá hluti sem tryggður er með viðurkenndum veðum og ábyrgðum samkvæmt ákvæðum 4. kafla þessa bálks, um mildun útlánaáhættu.
Lán með veði í íbúðarhúsnæði, sem uppfylla skilyrði 2. og 3. mgr. 25. gr., fá að frádreginni niðurfærslu 100% áhættuvog komi til vanefnda skv. 178. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Lán með veði í viðskiptahúsnæði, sem uppfylla skilyrði 4. og 5. mgr. 25. gr., fá að frádreginni niðurfærslu 100% áhættuvog komi til vanefnda skv. 178. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
27. gr.
Sérlega áhættusamar kröfur.
Sérlega áhættusamar kröfur, t.d. sprota- og framtaksfjárfestingar (e. venture capital and private equity investments), fá áhættuvog 150% í samræmi við 128. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
28. gr.
Sértryggð skuldabréf.
Sértryggð skuldabréf eru skuldabréf sem gefin eru út af fjármálafyrirtækjum á Íslandi, eða í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins og sem lögum samkvæmt eru háð sérstöku eftirliti með það að markmiði að vernda kaupendur bréfanna. Fé það sem fæst með útgáfu skuldabréfanna skal fjárfesta í eignum sem tryggt er að standi undir áhættuskuldbindingunni út líftíma skuldabréfsins, bæði eftirstöðvum og áföllnum vöxtum, ef greiðslufall verður hjá útgefanda.
Sértryggð skuldabréf skulu tryggð með veði í einhverjum eftirfarandi eigna:
Ef húsnæðisveðlán eru notuð til tryggingar ber útgefanda að fylgja ákvæðum í 208. gr. og 1. mgr. 229. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., um form og mat á veðinu.
Sértryggð skuldabréf sem hafa lánshæfismat fá áhættuvog eins og eftirfarandi tafla sýnir:
Sértryggð skuldabréf með lánshæfismat
Þrep útlánagæða | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 10% | 20% | 20% | 50% | 50% | 100% |
Sértryggð skuldabréf fá áhættuvog á grundvelli þeirra áhættuvoga sem ótryggðar forgangskröfur (e. senior unsecured exposures) á útgefandann hafa samkvæmt eftirfarandi:
29. gr.
Verðbréfaðar stöður.
Verðbréfaðar stöður fá áhættuvog samkvæmt ákvæðum 5. kafla þessa bálks.
30. gr.
Áhættuskuldbindingar gagnvart fjármálafyrirtækjum
og fyrirtækjum með skammtímalánshæfismat.
Hafi áhættuskuldbinding fjármálafyrirtækis eða annars fyrirtækis skammtímalánshæfismat fær hún áhættuvog eins og eftirfarandi tafla sýnir:
Fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki með skammtímalánshæfismat
Þrep útlánagæða | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 50% | 100% | 150% | 150% | 150% |
31. gr.
Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu.
Hlutdeildarskírteini eða hlutir í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu hafa áhættuvog 100% nema kveðið sé á um annað í þessari grein.
Hafi sjóðurinn lánshæfismat fær hann áhættuvog eins og eftirfarandi tafla sýnir:
Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu
Þrep útlánagæða | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Áhættuvog | 20% | 50% | 100% | 100% | 150% | 150% |
Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að hlutdeildarskírteini eða hlutir í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu fái áhættuvog 150% ef áhættuskuldbindingin er talin sérlega áhættusöm, sbr. 27. gr.
Hafi sjóður um sameiginlega fjárfestingu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins hlotið viðurkenningu eftirlitsaðila innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við skilyrði 5. mgr. getur Fjármálaeftirlitið ákveðið að viðurkenna sjóðinn án þess að framkvæma eigið mat.
Fjármálafyrirtæki mega ákveða áhættuvog fyrir sjóð um sameiginlega fjárfestingu skv. 6., 7. eða 8. mgr. ef hann uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Séu undirliggjandi eignir sjóðs um sameiginlega fjárfestingu þekktar má nota áhættuvog sem er meðaltal áhættuvoga eignanna reiknaðar samkvæmt staðalaðferð.
Séu undirliggjandi eignir sjóðs um sameiginlega fjárfestingu óþekktar má nota áhættuvog sem er meðaltal áhættuvoga eignanna reiknaðar samkvæmt staðalaðferð miðað við að sjóðurinn hafi fjárfest í samræmi við staðfesta fjárfestingarstefnu í eftirfarandi röð: að hámarki samkvæmt hæsta áhættuflokki og síðan í lækkandi áhættuflokkum.
Nota má áhættuvog sem metin er af þriðja aðila vegna 6. og 7. mgr., svo fremi að hægt sé að tryggja áreiðanleika þess mats í samræmi við 5. mgr. 132. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
32. gr.
Hlutabréf og önnur hlutdeild í félögum.
Hlutabréf og önnur hlutdeild í félögum fá að lágmarki 100% áhættuvog í samræmi við 133. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr, enda séu eignirnar ekki dregnar frá eiginfjárgrunni.
33. gr.
Aðrir liðir.
Efnislegar eignir fá áhættuvog 100%.
Fyrirframgreiðslur og fyrirfram innheimtar tekjur, þar sem ekki er hægt að ákveða hver mótaðilinn er, fá áhættuvog 100%.
Reiðufé sem er í innheimtuferli fær áhættuvog 20% en annað reiðufé fær áhættuvog 0%. Gullstengur í eigin vörslu eða eignir tryggðar með gullstöngum fá áhættuvog 0%. Þegar um er að ræða sölu- og endurkaupasamninga og bein framvirk kaup fá áhættuskuldbindingarnar áhættuvog viðkomandi eigna en ekki mótaðilans.
Þegar fjármálafyrirtæki veitir útlánavörn fyrir stöðu með þeim skilmálum að n-ta vanefndin meðal staðanna skapi greiðsluskyldu og jafnframt að þessi vanefnd bindi enda á samninginn, og svo framarlega sem afurðin hefur lánshæfismat, skal notast við ákvæði 5. kafla þessa bálks, um verðbréfaðar stöður. Hafi afurðin ekki lánshæfismat ber að leggja saman áhættuvogir staðanna í körfunni, að undanskildum n-1 stöðum, upp að hámarki 1250% og margfalda með nafnverði stöðunnar sem varin er til að finna áhættuvegna stöðufjárhæð. Þær n-1 stöður sem undanskilja skal úr samlagningunni skulu vera þær stöður sem hver um sig leiðir til lægri áhættuveginnar stöðu en nokkur áhættuvegin staða sem tekin er með í samlagninguna.
Virði áhættuskuldbindingar vegna eignarleigusamninga skal vera núvirði lágmarksleigugreiðslna. Með lágmarksleigugreiðslu er átt við greiðslur sem leigutaki ber eða getur verið krafinn um að greiða á leigutímanum ásamt vildarkjörum. Tryggt lokavirði, sem uppfyllir skilyrði 201. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., að því er varðar hæfi aðila sem veita útlánavörn, og lágmarkskröfur 213.-215. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., skal vera innifalið í lágmarksleigugreiðslum. Flokka skal áhættuskuldbindingar þessar í samræmi við 17. gr. Þegar virði áhættuskuldbindingar er lokavirði eignarleigusamnings skal reikna fjárhæð hinnar áhættuvegnu áhættuskuldbindingar með því að margfalda virði hennar með 100% og 1/t, þar sem t er annaðhvort jafnt og einn eða sá fjöldi ára sem næstur er heilum árum af eftirstöðvatíma eignarleigusamningsins.
34. gr.
Lánshæfismatsfyrirtæki.
Áhættuvogir samkvæmt þessum kafla má ákvarða út frá lánshæfismati frá lánshæfismatsfyrirtækjum sem lúta eftirliti Evrópsku verðbréfamarkaðsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, enda er matið talið óhlutdrægt, óháð, trúverðugt, gegnsætt og undir stöðugri endurskoðun, skv. 135. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 sbr. 92. gr.
Fjármálafyrirtæki sem kýs að nota lánshæfismat tiltekins lánshæfismatsfyrirtækis við ákvörðun á áhættuvog fyrir einhverja tegund áhættuskuldbindinga skal nota það fyrir allar áhættuskuldbindingar af þeirri tegund. Ef fjármálafyrirtæki kýs að nota lánshæfiseinkunnir frá tveimur lánshæfismatsfyrirtækjum skal nota þá sem gefur hærri áhættuvog á hverja áhættuskuldbindingu um sig. Ef notaðar eru lánshæfiseinkunnir frá fleiri en tveimur lánshæfismatsfyrirtækjum skal nota hærri áhættuvogina af tveimur lægstu áhættuvogunum. Ef tvær lægstu áhættuvogirnar eru samhljóða er sú áhættuvog notuð, sbr. 138.-139. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 sbr. 92. gr.
3. KAFLI
Innramatsaðferð.
35. gr.
Heimild til að nota innramatsaðferð (IRB).
Fjármálaeftirlitið getur heimilað fjármálafyrirtækjum að nota innramatsaðferð (IRB) til að meta áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir í samræmi við ákvæði þessa kafla. Veita skal sérhverju fjármálafyrirtæki sérstakt leyfi. Leyfi skal aðeins veitt ef Fjármálaeftirlitið telur að kerfi þau sem fjármálafyrirtækið notar til að stjórna og meta útlánaáhættu séu traust, framkvæmdin sé heildstæð og að kerfin uppfylli eftirfarandi skilyrði, líkt og þau eru nánar afmörkuð í 169.-190. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.:
Fjármálafyrirtæki, sem sækir um leyfi til að nota innramatsaðferðina, þarf að sýna fram á að það hafi notað kerfi til að meta áhættuflokkana og til áhættustýringar sem uppfyllir að mestu ofangreind skilyrði í 3 ár áður en leyfi er veitt.
Fjármálafyrirtæki sem sækir um leyfi til að nota eigið mat á tapi að gefnum vanefndum (LGD) og breytistuðlum, þarf að sýna fram á að það hafi notað eigið mat á tapi að gefnum vanefndum og breytistuðlum sem uppfyllir að mestu ofangreind skilyrði í 3 ár áður en leyfi er veitt.
Ef fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki lengur skilyrði þessa kafla þarf það að gera grein fyrir þeim ráðstöfunum sem það hyggst grípa til, endurbóta eða sýna fram á að áhrifin séu óveruleg.
Fjármálafyrirtæki skal nota innramatsaðferð á allar áhættuskuldbindingar/-kröfur, þ.m.t. hlutabréfaeign, nema kveðið sé á um annað í þessum kafla.
Fjármálaeftirlitið getur heimilað að innramatsaðferðin sé tekin upp í áföngum eftir áhættuflokkum.
Hafi fjármálafyrirtæki fengið leyfi til að nota eigið mat á tapi að gefnum vanefndum (LGD) og breytistuðlum, er því ekki heimilt að nota aðrar aðferðir við mat á áhættuskuldbindingum sínum.
36. gr.
Flokkun áhættuskuldbindinga.
Sérhverja áhættuskuldbindingu skal flokka í einhverja af eftirfarandi tegundum áhættuskuldbindinga og skal gæta samræmis og samkvæmni í þeirri flokkun:
Áhættuskuldbindingar héraðs- og sveitarstjórna og opinberra stofnana sem flokkast eins og áhættuskuldbindingar ríkja samkvæmt staðalaðferð skal flokka eins og áhættuskuldbindingar ríkja og seðlabanka. Áhættuskuldbindingar fjölþjóða þróunarbanka og alþjóðastofnana sem hafa áhættuvog 0% samkvæmt staðalaðferð skal einnig flokka á sama hátt.
Áhættuskuldbindingar héraðs- og sveitarstjórna sem ekki flokkast eins og áhættuskuldbindingar ríkja, opinberra stofnana sem flokkast eins og fjármálafyrirtæki og fjölþjóða þróunarbanka sem ekki hafa áhættuvog 0% samkvæmt staðalaðferð skal flokka með áhættuskuldbindingum fjármálafyrirtækja.
Áhættuskuldbindingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sbr. 4. tölul. 1. mgr., skulu uppfylla skilyrði 24. gr. Auk þess þarf áhættustýring þessara áhættuskuldbindinga sem heildar (e. retail portfolio) að vera stöðug yfir tíma og samræmd.
Áhættuskuldbindingar sem ekki teljast lán og eru víkjandi eftirstæðar kröfur á eignir eða tekjur útgefanda auk lána með slík einkenni skulu flokkast með hlutabréfastöðum.
Greina skal sérstaklega innan áhættuflokks fyrirtækja sértækar lánaáhættuskuldbindingar (e. specialised lending exposures) sem hafa eftirfarandi einkenni:
Lánaáhættuskuldbindingar sem ekki flokkast undir 1., 2. og 4. tölul. 1. mgr. skulu flokkast með áhættuskuldbindingum fyrirtækja (3. tölul.).
Flokka skal lokavirði samkvæmt eignarleigusamningum (e. leased property) undir 7. tölul. 1. mgr. séu þær ekki innifaldar í áhættuskuldbindingum vegna fyrrgreindra samninga eins og skilgreint er í 166. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
37. gr.
Mat áhættuveginna áhættuskuldbindinga.
Meta skal áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir vegna útlánaáhættu allra flokka áhættuskuldbindinga skv. 36. gr. nema þær séu dregnar frá eiginfjárgrunni.
Meta skal áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir vegna þynningaráhættu fyrir keyptar kröfur samkvæmt 157. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Hafi fjármálafyrirtæki fullan endurkröfurétt á seljanda krafnanna vegna hættu á vanefndum og þynningaráhættu má fara með þær sem veðtryggðar áhættuskuldbindingar (e. collateralised exposure).
Byggja skal útreikning áhættuveginna áhættuskuldbindingafjárhæða vegna útlána- og þynningaráhættu á viðeigandi breytum tengdum áhættuskuldbindingum, þ. á m. líkum á vanefndum (PD), tapi að gefnum vanefndum (LGD), eftirstöðvatíma og útlánagildi áhættuskuldbindingarinnar. Meta skal PD og LGD samkvæmt 160.-161. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal meta áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir vegna útlánaáhættu fyrir hlutabréfastöður í samræmi við 155. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Meta skal áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir vegna útlánaáhættu fyrir sértækar lánaáhættuskuldbindingar skv. 5. mgr. 153. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
Fjármálafyrirtæki skulu nota eigin líkur á vanefndum (PD) fyrir áhættuflokka 1. til 4. tölul. í 1. mgr. 36. gr. og eigið mat á tapi að gefnum vanefndum (LGD) fyrir áhættuflokka d. sömu málsgreinar. Fjármáleftirlitið getur veitt sérstakt leyfi til að nota eigin LGD og breytistuðla fyrir áhættuflokka 1. til 3. tölul. í samræmi við 35. gr.
Verðbréfaðar stöður skulu metnar samkvæmt ákvæðum 5. kafla þessa bálks.
Ef áhættuskuldbindingar í formi sjóða um sameiginlega fjárfestingu uppfylla skilyrði 5. mgr. 31. gr. skal meta áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir undirliggjandi eigna sjóðanna samkvæmt ákvæðum þessa kafla.
38. gr.
Vænt tap (EL).
Meta skal vænt tap (EL) vegna áhættuskuldbindinga í áhættuflokkum 1.-5. tölul. 1. mgr. 36. gr. í samræmi við 158.-159. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Nota skal sömu breytur fyrir PD, LGD og virði áhættuskuldbindingar og notaðar eru til að meta áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir samkvæmt 37. gr. Vænt tap vegna vanskila skal meta samkvæmt 5. mgr. 158. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Vænt tap af verðbréfuðum stöðum skal meta samkvæmt 5. kafla þessa bálks.
Vænt tap af áhættuskuldbindingum skv. 7. tölul. 1. mgr. 36. gr. skal vera 0.
Meta skal vænt tap vegna þynningaráhættu fyrir keyptar viðskiptakröfur samkvæmt 10. mgr. 158. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Meta skal vænt tap af sjóðum um sameiginlega fjárfestingu samkvæmt 4. mgr. 158. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
39. gr.
Undanþágur frá innramatsaðferð.
Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálafyrirtækjum, sem hafa leyfi til að nota innramatsaðferð, heimild til að nota staðalaðferð fyrir eftirfarandi áhættuskuldbindingar:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal Fjármálaeftirlitið leyfa notkun staðalaðferðar fyrir hlutabréfaeign hafi það verið leyft af öðrum eftirlitsaðilum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
4. KAFLI
Mildun útlánaáhættu.
40. gr.
Almenn ákvæði.
Fjármálafyrirtæki skal reikna mildun útlánaáhættu, eftir því sem við á, í samræmi við 192.-241. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
41. gr.
Fjármögnuð og ófjármögnuð útlánavörn.
Aðferðin sem notuð er til útlánavarnar skal vera í samræmi við lög í viðkomandi ríki.
Fjármálafyrirtæki skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja árangur og áreiðanleika útlánavarna og til að takast á við tengda áhættu.
Þegar um fjármagnaða útlánavörn er að ræða skulu eignir sem eru til tryggingar vera nægjanlega seljanlegar og virði þeirra stöðugt til að tryggja rétt mat á vörninni við útreikning á áhættuvegnum áhættuskuldbindingum. Hæfi (e. eligibility) til mildunar útlánaáhættu skal takmarkast við eignir sem skilgreindar eru í 2. þætti, kafla 4, bálks II, III. hluta í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Fjármálafyrirtæki hefur rétt til þess að selja eða halda eftir eignum sem eru til tryggingar vegna útlánavarnar ef til vanskila eða gjaldþrots kemur af hálfu skuldunauts eða af hálfu forráðaaðila eignarinnar. Gæta þarf að hversu mikil fylgni er milli virðis eignarinnar sem notuð er til varnar og lánshæfis skuldunautarins.
Þegar um ófjármagnaða útlánavörn er að ræða skulu þeir aðilar sem veita vörnina vera áreiðanlegir og samningar í samræmi við lög í viðkomandi ríki til að tryggja rétt mat á vörninni við útreikning á áhættuvegnum áhættuskuldbindingum. Eingöngu þeir aðilar sem veita útlánavörn og þær tegundir samninga sem skilgreindar eru í 2.-3. þætti kafla 4, bálks II, III. hluta í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 eru hæf til mildunar útlánaáhættu.
Einnig skal fara eftir þeim lágmarksskilyrðum sem tilgreind eru í 2.-3. þætti kafla 4, bálks II, III. hluta í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
42. gr.
Útreikningur áhættumildunar.
Séu skilyrði 41. gr. uppfyllt má reikna áhættuvegnar áhættuskuldbindingar og, eftir því sem við á, vænt tap í samræmi við 4.-6. þátt, kafla 4, bálks II, III. hluta í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Áhættuskuldbindingafjárhæð sem reiknuð er með tilliti til mildunar útlánaáhættu skal ekki vera hærri en fjárhæð áhættuveginnar áhættuskuldbindingar eða vænts taps sömu áhættuskuldbindingar þar sem mildun útlánaáhættu er ekki notuð.
Hafi þegar verið tekið tillit til útlánavarna við útreikning áhættuveginna áhættuskuldbindinga samkvæmt staðalaðferð eða innramatsaðferð skal ekki fara eftir greinum þessa kafla um útreikning á útlánavörn.
5. KAFLI
Verðbréfun.
43. gr.
Almenn ákvæði.
Reikna skal áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir í verðbréfuðum stöðum í samræmi við 242.-270. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Þegar veruleg útlánaáhætta tengd verðbréfuðum stöðum hefur verið flutt frá upphaflega fjármálafyrirtækinu til þriðja aðila í samræmi við 245. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, má fjármálafyrirtækið:
Upphaflega fjármálafyrirtækinu ber að meta áhættuvegnar áhættuskuldbindingar í verðbréfuðum stöðum skv. 2. mgr. í samræmi við ákvæði 242.-270. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Ef upphaflega fjármálafyrirtækinu tekst ekki að flytja verulegan hluta útlánaáhættunnar skv. 2. mgr. er því heimilt að sleppa að reikna áhættuvegnar áhættuskuldbindingar í þeim verðbréfuðu stöðum.
44. gr.
Áhættuvogir verðbréfaðra staða.
Verðbréfaðar stöður, þ.m.t. verðbréfaðar stöður byggðar á vaxta- eða gjaldmiðlaafleiðum, skulu fá áhættuvog í samræmi við 242.-270. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. byggða á útlánagæðum metnum af tilnefndu lánshæfismatsfyrirtæki eða á annan þann hátt sem tilgreindur er í áðurnefndum ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Þegar um er að ræða stöður í mismunandi áhættulögum (e. tranches) verðbréfunar skal líta á hvert lag sem sérstaka stöðu. Þeir aðilar sem selja útlánavörn vegna verðbréfaðra staða eru taldir vera með stöðu í þeirri verðbréfun.
Þegar verðbréfuð staða er háð fjármagnaðri eða ófjármagnaðri útlánavörn má breyta áhættuvoginni í samræmi við 40.-42. gr. og fyrrnefnd ákvæði 242.-270. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Áhættuvegnar áhættuskuldbindingafjárhæðir vegna verðbréfaðra staða skulu vera hluti af eiginfjárgrunni skv. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. Verðbréfaðar stöður með áhættuvog 1250% má draga frá eiginfjárgrunni enda hafa þær ekki verið teknar með í fyrrgreindan útreikning.
45. gr.
Notkun lánshæfismats vegna verðbréfunar.
Nota má lánshæfismat tilnefnds lánshæfismatsfyrirtækis til að ákvarða áhættuvog verðbréfaðra staða í samræmi við 251., 261., 264. og 267.-269. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Sérhver lánshæfiseinkunn lánshæfismatsfyrirtækis á sér samsvörun í þrepi útlánagæða vegna verðbréfaðra staða í samræmi við 251., 261. og 270. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. og reglur Fjármálaeftirlitsins um vörpun lánshæfismats í þrep útlánagæða.
46. gr.
Verðbréfun áhættuskuldbindinga vegna veltufjármögnunar.
Þegar um er að ræða verðbréfun áhættuskuldbindinga vegna veltufjármögnunar (e. securitisation of revolving exposures), með ákvæðum um að greiða megi afborganir fyrir gjalddaga, skal upphaflega fjármálafyrirtækið reikna viðbótar áhættuvegna áhættuskuldbindingafjárhæð með tilliti til þeirrar auknu útlánaáhættu sem getur átt sér stað í kjölfar þess að afborganir eru greiddar fyrir gjalddaga. Áhættuskuldbinding vegna veltufjármögnunar skal í þessu sambandi vera áhættuskuldbinding þar sem útistandandi krafa á viðskiptavin getur flökt innan fyrirfram ákveðinna marka eftir því hvort hann ákveður að fá lánað eða endurgreiða. Jafnframt skal ákvæði um að greiða fyrir gjalddaga vera samningsbundið, þar sem krafist er, að ef fyrirfram skilgreindir atburðir verða, beri að innleysa stöður fjárfesta fyrir þann gjalddaga sem upphaflega er tilgreindur í hinu útgefna verðbréfi.
47. gr.
Stuðningur við verðbréfun.
Upphaflegt fjármálafyrirtæki sem reiknar áhættuvegnar áhættuskuldbindingar skv. 43. gr., eða hefur selt gerninga úr veltubók sinni til rekstrareiningar um sérverkefni á sviði verðbréfunar (e. SSPE) þannig að hún er ekki skuldbundin til að hafa eigið fé til að mæta áhættu vegna þessara gerninga, má ekki veita frekari tryggingar (e. support) umfram samninga við verðbréfun með það að markmiði að draga úr hugsanlegu tapi fjárfesta.
Geti upphaflegt fjármálafyrirtæki ekki uppfyllt ákvæði 1. mgr. varðandi verðbréfun skal reikna viðbótar eiginfjárkröfu vegna allra verðbréfaðra staða eins og þær hafi ekki verið verðbréfaðar. Fjármálafyrirtækið skal birta opinberlega að það hafi veitt tryggingar umfram samninga við verðbréfunina, og áhrif þess á eiginfjárkröfu.
6. KAFLI
Mótaðilaáhætta.
48. gr.
Útreikningur á eiginfjárkröfum vegna mótaðilaáhættu.
Fjármálafyrirtæki skal reikna eiginfjárkröfur sínar vegna mótaðilaáhættu, eftir því sem við á, í samræmi við 271. gr.-311. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR III
Eiginfjárkröfur vegna rekstraráhættu.
1. KAFLI
Rekstraráhætta.
49. gr.
Almenn ákvæði.
Eiginfjárkröfu vegna rekstraráhættu skal reikna í samræmi við aðferðir sem tilgreindar eru í 50., 51.-54. og 55. gr. þessarar reglugerðar, með hliðsjón af ákvæðum bálks III í III. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Beiti fjármálafyrirtæki aðferð þeirri sem lýst er í 51.-54. gr. (staðalaðferð) er óheimilt að beita síðar grundvallaraðferð þeirri sem lýst er í 50. gr. nema að gefnu tilefni og með leyfi Fjármálaeftirlitsins. Sama gildir ef fjármálafyrirtæki beitir aðferð þeirri sem lýst er í 55. gr., en þá er óheimilt að beita síðar aðferðum 50. eða 51.-54. gr.
Fjármálaeftirlitið getur þó veitt leyfi til að beita samsettum aðferðum í samræmi við 314. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
50. gr.
Grundvallaraðferð (e. Basic Indicator Approach).
Eiginfjárkrafa vegna rekstraráhættu samkvæmt grundvallaraðferð (e. Basic Indicator Approach) skal reiknast sem tiltekið hlutfall af viðeigandi mælikvarða (e. indicator).
Eiginfjárkrafa vegna rekstraráhættu skal vera 15% af viðeigandi mælikvarða eins og tilgreint er í þessari grein.
Viðeigandi mælikvarði er meðaltal samtölu hreinna vaxtatekna og annarra rekstrartekna síðustu þriggja reikningsára (þrjú 12 mánaða tímabil). Séu endurskoðaðar tölur ekki tiltækar er heimilt að nota áætlun.
Sé samtalan eitthvert reikningsárið neikvæð eða jafnt og núll skal hún ekki talin með í þriggja ára meðaltalinu. Mælikvarðinn skal vera samtala jákvæðra stærða deilt með fjölda jákvæðra stærða.
Mælikvarðinn skal samanstanda af eftirfarandi rekstrarliðum, sem byggja á 27. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 86/635/EB:
1 Vaxtatekjur o.fl. 2 Vaxtagjöld o.fl. |
3 Tekjur af hlutabréfum o.fl. og öðrum eignarhlutum |
4 Þóknunartekjur o.fl. 5 Þóknunargjöld |
6 Gengishagnaður/-tap |
7 Aðrar rekstrartekjur |
Ekki skal draga frá afskriftir eða rekstrarkostnað þegar mælikvarðinn er reiknaður.
Eftirfarandi liðir skulu ekki teknir með í útreikninginn:
Séu matsverðsbreytingar af veltubókarliðum í rekstrarreikningi má taka þær með í útreikninginn.
51. gr.
Staðalaðferð (e. Standardised Approach).
Noti fjármálafyrirtæki staðalaðferð ber að skipta starfseminni í viðskiptasvið í samræmi við eftirfarandi töflu:
Viðskiptasvið | Starfsemi | Hlutfall |
Fyrirtækjaráðgjöf (e. Corporate finance) |
Sölutrygging í tengslum við útgáfu eins eða fleiri fjármálagerninga eða markaðssetning slíkrar útgáfu. Þjónusta tengd sölutryggingu. Fjárfestingaráðgjöf. Ráðgjöf til fyrirtækja um uppbyggingu höfuðstóls, áætlanagerð og skyld mál og ráðgjöf og þjónusta varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim. Greiningadeildir og aðrar tegundir ráðgjafar vegna viðskipta með fjármálagerninga. |
18% |
Markaðsviðskipti (e. Trading and sales) |
Eigin viðskipti. Peningamiðlun. Móttaka og miðlun fyrirmæla um einn eða fleiri fjármálagerninga. Framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina. Umsjón með útboði verðbréfa. Rekstur marghliða viðskiptakerfa. |
18% |
Verðbréfamiðlun (smásala) (Starfsemi sem snýr að einstaklingum eða litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði 24. gr.) |
Móttaka og miðlun fyrirmæla um einn eða fleiri fjármálagerninga. Framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina. Umsjón með útboði verðbréfa. |
12% |
Viðskiptabankastarfsemi (heildsala) | Móttaka innlána og endurgreiðanlegra fjármuna. Veiting útlána. Fjármögnunarleiga. Veita ábyrgðir og tryggingar. |
15% |
Viðskiptabankastarfsemi (smásala) (Starfsemi sem snýr að einstaklingum eða litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði 24. gr.) |
Móttaka innlána og endurgreiðanlegra fjármuna. Veiting útlána. Fjármögnunarleiga. Veita ábyrgðir og tryggingar. |
12% |
Greiðslu- og uppgjörsþjónusta | Þjónusta við millifærslu peninga. Útgáfa og umsýsla greiðslumiðla. |
18% |
Umboðsþjónusta | Varsla og umsýsla fjármálagerninga fyrir viðskiptavini þ.m.t. forræði og tengd þjónusta t.d. stýring lausafjár og trygginga/veða. | 15% |
Eignastýring | Stýring eignasafna. Stýring verðbréfasjóða (UCITS). Önnur eignastýring. |
12% |
Reikna skal eiginfjárkröfu vegna rekstraráhættu sem þriggja ára meðaltal árlegra samtala eiginfjárkrafna eftir viðskiptasviðum sem getið er í ofangreindri töflu. Á hverju ári er heimilt að jafna neikvæðar eiginfjárkröfur, á hvaða viðskiptasviði sem er, við jákvæðar eiginfjárkröfur á öðrum viðskiptasviðum án takmarkana. Sé samanlögð eiginfjárkrafa á öllum viðskiptasviðum innan ákveðins árs neikvæð skal virðið fyrir það ár sem notað er í útreikningunum vera jafnt og núll.
Hið þriggja ára meðaltal skal reiknað á grundvelli samtölu hreinna vaxtatekna og annarra rekstrartekna fyrir hvert viðskiptasvið og miðast við síðustu þrjú reikningsár (þrjú 12 mánaða tímabil). Séu endurskoðaðar tölur ekki tiltækar má nota áætlun.
52. gr.
Meginreglur kortlagningar viðskiptasviða.
Fjármálafyrirtæki þarf að uppfylla skilyrði um kortlagningu viðskiptasviða til að mega nota staðalaðferð við útreikning á eigin fé vegna rekstraráhættu.
Fjármálafyrirtæki þurfa að þróa og skjalfesta sértækar reglur og viðmið við kortlagningu viðeigandi mælikvarða fyrir núverandi viðskiptasvið og starfsemi innan ramma staðalaðferðar. Viðmið þessi þarf að endurskoða og aðlaga fyrir breytta og/eða nýja starfsemi og áhættur. Meginreglur fyrir kortlagningu viðskiptasviða eru eftirfarandi:
53. gr.
Aðrir mælikvarðar fyrir viðskiptabankastarfsemi.
Fjármálaeftirlitið getur heimilað að notaðir séu aðrir mælikvarðar en áður eru tilgreindir fyrir viðskiptabankastarfsemi.
Fyrir þessi viðskiptasvið skal viðkomandi mælikvarði vera samræmdur/staðlaður tekjukvarði sem jafngildir þriggja ára meðaltali heildarnafnverðs lána og fyrirframgreiðslna margfölduðu með 0,035.
Fyrir heildsölu- og/eða smásöluhluta viðskiptabankastarfseminnar skulu lán og fyrirframgreiðslur vera ádregnar fjárhæðir í viðkomandi lánasöfnum. Verðbréfastöður utan veltubókar skulu teknar með í heildsöluhluta viðskiptabankastarfsemi.
Skilyrði þess að nota megi aðra mælikvarða eru:
54. gr.
Skilyrði fyrir notkun staðalaðferðar vegna rekstraráhættu.
Fjármálafyrirtæki þurfa að uppfylla almenn skilyrði um áhættustýringu í samræmi við stærð og hlutfallslegt mikilvægi þess, en auk þess:
55. gr.
Þróuð mæliaðferð (e. Advanced Measurement Approach).
Fjármálaeftirlitið getur veitt leyfi til að nota þróaðar mæliaðferðir sem byggja á áhættumatskerfum fjármálafyrirtækis. Leyfið er þá veitt gagngert til að nota eigin líkön til að reikna eiginfjárkröfu vegna rekstraráhættu. Fjármálafyrirtæki þurfa þá að uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í 321.-324. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR IV
Eiginfjárkröfur vegna markaðsáhættu.
56. gr.
Útreikningur á eiginfjárkröfum vegna markaðsáhættu.
Fjármálafyrirtæki skal reikna eiginfjárkröfur sínar vegna markaðsáhættu, eftir því sem við á, í samræmi við 325.-377. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR V
Eiginfjárkröfur vegna uppgjörsáhættu.
57. gr.
Útreikningur á eiginfjárkröfum vegna uppgjörsáhættu.
Fjármálafyrirtæki skal reikna eiginfjárkröfur sínar vegna uppgjörsáhættu í samræmi við 378.-380. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
BÁLKUR VI
Eiginfjárkröfur vegna áhættu sem tengist aðlögun á útlánavirði.
58. gr.
Útreikningur á eiginfjárkröfum vegna áhættu sem tengist aðlögun á útlánavirði.
Fjármálafyrirtæki skal reikna eiginfjárkröfur sínar vegna áhættu sem tengist aðlögun á útlánavirði, eftir því sem við á, í samræmi við 381.-386. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
IV. HLUTI
Stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum.
59. gr.
Almenn ákvæði.
Þessi hluti reglugerðarinnar tekur til lánastofnana sem fengið hafa starfsleyfi skv. 1.-3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, þ.e. viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Þessi hluti tekur einnig til verðbréfafyrirtækja, að undanskildum verðbréfafyrirtækjum sem uppfylla eiginfjárkröfur á grundvelli 10. gr. þessarar reglugerðar, sbr. 84. gr. d og 3. og 4. mgr. 84. gr. e laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Fjármálafyrirtæki skal, auk ákvæða þessa hluta, fylgja ákvæðum 387.-403. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
60. gr.
Skilgreining á hugtakinu áhættuskuldbinding.
Í þessum hluta reglugerðarinnar merkir hugtakið áhættuskuldbinding: eignaliði og liði utan efnahagsreiknings sem tilgreindir eru í 2. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, án þeirra áhættuvoga sem þar er mælt fyrir um.
61. gr.
Útreikningur áhættuskuldbindinga.
Áhættuskuldbinding fjármálafyrirtækis, vegna einstakra viðskiptavina eða hóps tengdra viðskiptamanna, telst vera samtala lánveitinga, verðbréfaeignar, eignarhluta og veittra ábyrgða auk annarra skuldbindinga sömu aðila gagnvart fjármálafyrirtæki.
Til áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækis, vegna einstakra viðskiptavina eða hóps tengdra viðskiptamanna, teljast eignaliðir og liðir utan efnahagsreiknings sem tilgreindir eru í 2. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, án þeirra áhættuvoga sem þar er mælt fyrir um.
Áhættuskuldbindingar vegna afleiðusamninga sem tilgreindir eru í 16. gr., skal reikna með aðferðum skv. 6. kafla, bálki II, III. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
Eignaliðir sem dragast frá við útreikning á eiginfjárgrunni og hæfu fjármagni skv. 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eru undanskildir við útreikning skv. 1.-3. mgr. þessarar greinar.
Eftirfarandi liðir teljast ekki með við afmörkun á samtölu áhættuskuldbindinga, skv. 1. mgr. þessarar greinar:
62. gr.
Ákvörðun á hópi tengdra viðskiptamanna.
Við ákvörðun á hópi tengdra viðskiptamanna skal fjármálafyrirtæki meta áhættur vegna undirliggjandi eigna í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, sbr. 15. tölul. 17. gr., með því að athuga:
Fjármálafyrirtæki skal við ákvörðun á hópi tengdra viðskiptamanna meta áhættur vegna verðbréfunar, sbr. 13. tölul. 17. gr. eða annarra áhættuskuldbindinga, sbr. 16. tölul. 17. gr., með sama hætti.
Til að greina undirliggjandi áhættur skv. 1. mgr. skal fjármálafyrirtæki leggja mat á efnahagslegt inntak (e. economic substance) og áhættu sem felst í umgjörð fjármálagerninganna.
Leiki vafi á því hverjir teljast til hóps tengdra viðskiptamanna er fjármálafyrirtæki skylt að tengja aðila saman nema viðkomandi fjármálafyrirtæki geti sýnt fram á hið gagnstæða.
63. gr.
Innra eftirlit.
Fjármálafyrirtæki skal beita traustum stjórnunar- og reikningsskilaaðferðum (e. sound administrative and accounting procedures) og hafa yfir að ráða innra eftirlitskerfi þar sem allar stórar áhættuskuldbindingar og breytingar á þeim eru rekjanlegar.
Hjá fjármálafyrirtæki skulu vera til staðar fullnægjandi og skjalfestir innri ferlar til að greina og meta stórar áhættuskuldbindingar, þannig að unnt sé að hafa eftirlit með þeim. Innri ferlarnir skulu endurmetnir reglulega til að tryggja að þeir séu ávallt fullnægjandi.
64. gr.
Skýrslugjöf.
Fjármálafyrirtæki skal senda Fjármálaeftirlitinu skýrslu um stórar áhættuskuldbindingar einstakra viðskiptamanna eða hóps tengdra viðskiptamanna á því formi sem það ákveður.
Í skýrslum skal tilgreina eftirfarandi upplýsingar um allar stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækis:
Fjármálafyrirtæki skal greina verulega samþjöppunaráhættu í hlutfalli af hæfu fjármagni, sem tengist útgefanda trygginga eða ábyrgða, veitanda ófjármagnaðrar útlánavarnar eða undirliggjandi eignum skv. 1. og 2. mgr. 62. gr., og grípa til viðeigandi ráðstafana til að draga úr slíkri áhættu. Tilkynna skal Fjármálaeftirlitinu reglulega um niðurstöður slíkra greininga.
65. gr.
Takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum.
Áhættuskuldbindingar, að teknu tilliti til 70.-74. gr., vegna viðskiptavina eða hóps tengdra viðskiptamanna mega ekki fara fram yfir 25% af hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis.
Áhættuskuldbindingar vegna viðskiptavinar sem er fjármálafyrirtæki eða vegna hóps tengdra viðskiptavina, sem inniheldur eitt eða fleiri fjármálafyrirtæki, mega ekki fara yfir 25% af hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis eða 10 milljarða króna, hvort heldur sem er hærra. Þetta er þó háð því að samtala áhættuskuldbindinga þeirra aðila í viðkomandi hópi tengdra viðskiptamanna sem ekki eru fjármálafyrirtæki fari ekki yfir 25% af hæfu fjármagni fjármálafyrirtækisins, að teknu tilliti til mildunar áhættu skv. 70.-74. gr.
Þegar hlutfallið 25% af hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis nemur lægri fjárhæð en 10 milljörðum króna, skal áhættuskuldbinding, að teknu tilliti til mildunar áhættu skv. 70.-74. gr., ekki fara umfram hæfileg mörk með hliðsjón af hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis. Fjármálafyrirtæki skal ákveða hvað teljist hæfileg mörk í samræmi við stefnu og verklagsreglur um samþjöppunaráhættu sem kveðið er á um í 78. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, en þó mega umrædd mörk ekki vera hærri en 100% af hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis. Fjármálaeftirlitið getur heimilað fjármálafyrirtæki að setja mörk umfram 100% af hæfu fjármagni í einstökum tilvikum.
Fjármálafyrirtæki skal ávallt virða þau mörk sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. Fari áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækis yfir þau mörk, skal Fjármálaeftirlitinu tilkynnt án tafar um fjárhæð áhættuskuldbindinganna. Fjármálaeftirlitið getur veitt fyrirtækinu frest til að koma skuldbindingum sínum í lögmætt horf.
66. gr.
Eiginfjárkrafa vegna umframáhættu stórra áhættuskuldbindinga.
Þeim fyrirtækjum sem fengið hafa til þess skriflegt leyfi Fjármálaeftirlitsins er heimilt að fara yfir þau mörk sem tilgreind eru í 65. gr., enda sé umframáhættan í samræmi við 67.-69. gr.
Sá hluti áhættuskuldbindinga sem er umfram 25% af hæfu fjármagni og sem er tilkominn vegna þessa heimildarákvæðis nefnist umframáhætta í eftirfarandi greinum.
Forsendur fyrir umframáhættu fyrirtækis eru eftirfarandi:
67. gr.
Eiginfjárkrafa vegna umframáhættu einstaks viðskiptavinar eða hóps tengdra viðskiptamanna skal fundin út með því að bæta við áhættugrunn fyrirtækis fjárhæð sem reiknuð er út í samræmi við ákvæði 68. gr. og 69. gr.
Eiginfjárkrafa vegna umframáhættu skal koma til viðbótar eiginfjárkröfu sem reiknuð er vegna sömu liða samkvæmt ákvæðum annarra hluta þessarar reglugerðar.
Við mat á áhættuskuldbindingum einstaks viðskiptavinar eða hóps tengdra viðskiptamanna skal miða við heildaráhættuskuldbindingu í hlutfalli af hæfu fjármagni.
68. gr.
Áhættugrunnur umframáhættu sem varað hefur 10 daga eða skemur skal reiknast út með því að margfalda áhættugrunn vegna sérstakrar stöðuáhættu viðkomandi veltubókarliðar, sbr. ákvæði 56. gr., og/eða áhættugrunn vegna uppgjörs- og mótaðilaáhættu, sbr. ákvæði 48. og 57. gr., með stuðlinum 2,00.
Ekki skal taka tillit til almennrar stöðuáhættu liða í veltubók við útreikning á áhættugrunni vegna umframáhættu stórra áhættuskuldbindinga.
69. gr.
Hafi umframáhættan varað lengur en 10 daga skal, áður en frekari útreikningur á sér stað, flokka umframáhættur með hliðsjón af vægi einstakra liða við útreikning á áhættugrunni fyrirtækis. Með vægi liða í þessu samhengi er átt við vægi einstakra liða í áhættugrunni vegna sömu áhættuþátta og vitnað er til í 68. gr. Sá hluti umframáhættu sem hefur mest vægi skal koma síðast í áframhaldandi útreikningum.
Áhættugrunnur umframáhættu sem hefur varað lengur en 10 daga skal síðan reiknaður út með því að margfalda áhættugrunn vegna sérstakrar stöðuáhættu veltubókarliðar, sbr. ákvæði 56. gr., og/eða áhættugrunn vegna uppgjörs- og mótaðilaáhættu, sbr. ákvæði 48. og 57. gr., með viðeigandi stuðli samkvæmt eftirfarandi töflu:
Áhættuskuldbindingar umfram 25% af hæfu fjármagni | Stuðull |
Allt að 40%, þ.e. 25%-40% | 2,00 |
Umframáhætta 40%-60% | 3,00 |
Umframáhætta 60%-80% | 4,00 |
Umframáhætta 80%-100% | 5,00 |
Umframáhætta 100%-250% | 6,00 |
Yfir 250% | 9,00 |
Hafi umframáhætta vegna einstakra viðskiptamanna eða hóps tengdra viðskiptamanna varað 10 daga eða skemur, má umframáhætta fyrirtækis vegna einstaks viðskiptamanns eða hóps tengdra viðskiptamanna eigi fara yfir 500% af hæfu fjármagni fyrirtækisins.
Hafi umframáhættan varað lengur en 10 daga má umframáhætta vegna einstaks viðskiptamanns eða hóps tengdra viðskiptamanna eigi fara yfir 600% af hæfu fjármagni fyrirtækisins.
Fyrirtæki skulu þriðja hvern mánuð tilkynna Fjármálaeftirlitinu öll tilvik þar sem um umframáhættu hefur verið að ræða á næstliðnum þremur mánuðum. Tilgreina skal nafn viðkomandi viðskiptamanns, eða eftir atvikum hóp tengdra viðskiptamanna, og fjárhæð umframáhættu.
70. gr.
Heimilar aðferðir við mildun útlánaáhættu.
Hugtakið "ábyrgð" skv. 71.-74. gr. tekur einnig til lánaafleiða (e. credit derivatives), skv. 4. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, að undanskildum lánshæfistengdum skuldabréfum (e. credit linked notes).
Þær aðferðir sem fjármálafyrirtæki er heimilt að nota við mildun útlánaáhættu vegna 71.-74. gr., skulu uppfylla skilyrði skv. 4. kafla, bálks II, III. hluta þessarar reglugerðar, sbr. 92. gr.
Fjármálafyrirtæki skal ekki taka tillit til þeirra trygginga sem um getur í 5.-7. mgr. 199. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., nema það sé heimilt skv. 73. gr.
71. gr.
Frádráttur vegna öruggra eignaliða.
Við útreikning fjárhæðar áhættuskuldbindinga skv. 65. gr. er fjármálafyrirtæki heimilt að undanskilja eftirtalda liði:
72. gr.
Útreikningur og álagspróf vegna mildunar útlánaáhættu.
Við útreikning fjárhæðar áhættuskuldbindinga skv. 65. gr. er fjármálafyrirtæki heimilt að nota leiðrétt virði áhættuskuldbindinga (e. fully adjusted exposure value), sbr. 1. mgr. 42. gr., ef skilyrði þess eru uppfyllt.
Fjármálafyrirtæki sem hefur leyfi til að nota eigið mat á tapi að gefnum vanefndum (LGD) og breytistuðlum skv. 3. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, sbr. 92. gr., er heimilt að nýta heildaraðferðina (e. financial collateral comprehensive method) skv. ákvæðum 208. og 229. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., við útreikning á fjárhæð áhættuskuldbindingar skv. 65. gr. Fjármálafyrirtæki sem nýtir heildaraðferðina skal framkvæma reglubundin álagspróf vegna samþjöppunar á útlánaáhættu. Slík álagspróf skulu taka mið af áhættu sem stafar af mögulegum breytingum á markaðsaðstæðum og gætu haft neikvæð áhrif á hæft fjármagn fjármálafyrirtækis og áhættu sem stafar af innlausn veðs við álagsaðstæður. Fjármálafyrirtæki skal sýna Fjármálaeftirlitinu fram á að álagsprófin sem hafa verið framkvæmd séu fullnægjandi fyrir mat á slíkri áhættu.
Þegar álagspróf bendir til lægra söluvirðis tryggingar skal virði hennar lækkað í samræmi við það.
Fjármálafyrirtæki, sem nýtir ofangreinda heimild, skal setja sér stefnu og verklagsreglur vegna samþjöppunaráhættu sem fela í sér eftirfarandi:
73. gr.
Áhættuskuldbindingar vegna fasteignaveðlána.
Fjármálafyrirtæki er heimilt að lækka virði áhættuskuldbindingar um allt að 50% af virði íbúðarhúsnæðis ef annaðhvort eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:
Kröfunum sem settar eru fram í ákvæðum 208. og 229. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., skal beitt að því er varðar 1. mgr.
Fjármálafyrirtæki er heimilt að lækka virði áhættuskuldbindingar um allt að 50% af virði viðskiptahúsnæðis enda fái áhættuskuldbindingin 50% áhættuvog skv. 2. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, sbr. 92. gr., og uppfylli annaðhvort eftirfarandi skilyrða:
Virði íbúðarhúsnæðisins eða viðskiptahúsnæðis skal reiknað samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár Íslands eða öðru kerfisbundnu mati sem Fjármálaeftirlitið telur fullnægjandi, á grundvelli varfærinna matsreglna sem mælt er fyrir um í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum. Slíkt mat skal framkvæmt að minnsta kosti einu sinni á þriggja ára fresti.
74. gr.
Tryggingar frá þriðja aðila.
Ef þriðji aðili ábyrgist áhættuskuldbindingu fjármálafyrirtækis gagnvart viðskiptavini er fjármálafyrirtæki heimilt að líta á tryggðan hluta áhættuskuldbindingarinnar sem áhættuskuldbindingu gagnvart ábyrgðarveitanda fremur en gagnvart viðskiptavini. Skilyrði er að ótryggð áhættuskuldbinding gagnvart ábyrgðarveitanda fengi sömu eða lægri áhættuvog en áhættuvog hins ótryggða hluta áhættuskuldbindingarinnar gagnvart viðskiptavininum.
Ef ábyrgð skv. 1. mgr. er í öðrum gjaldmiðli en áhættuskuldbindingin skal reikna út fjárhæð áhættuskuldbindingarinnar, sem telst vera tryggð, í samræmi við ákvæðin um meðferð gjaldmiðilsmisræmis vegna ófjármagnaðrar útlánavarnar í 4. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, sbr. 92. gr. Misræmi milli gjalddaga áhættuskuldbindingarinnar og gjalddaga varnarinnar skal farið með í samræmi við ákvæðin um meðferð gjalddagamisræmis í 4. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, sbr. 92. gr.
Viðurkenna má vörn að hluta í samræmi við meðferðina sem er sett fram í 4. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar, sbr. 92. gr.
Ef þriðji aðili tryggir áhættuskuldbindingu fjármálafyrirtækis gagnvart viðskiptavini með veitingu veðs er fjármálafyrirtæki heimilt að líta á þann hluta áhættuskuldbindingarinnar sem áhættuskuldbindingu gagnvart veðveitanda fremur en gagnvart viðskiptavini. Skilyrði er að veðtryggður hluti áhættuskuldbindingarinnar fengi sömu eða lægri áhættuvog en áhættuvog hins ótryggða hluta áhættuskuldbindingarinnar gagnvart viðskiptavininum.
Fjármálafyrirtæki er óheimilt að nota þá aðferð sem um getur í 4. mgr. ef um er að ræða misræmi milli líftíma áhættuskuldbindingar og líftíma áhættuvarnar.
Fjármálafyrirtæki er óheimilt að nota bæði heildaraðferðina (e. financial collateral comprehensive method) og þá meðferð sem getið er í 4. mgr.
V. HLUTI
Áhættuskuldbindingar vegna yfirfærðrar útlánaáhættu.
75. gr.
Gildissvið.
Þessi hluti reglugerðarinnar gildir um verðbréfaðar stöður skv. 29. gr. b, c og d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. ákvæði 5. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar.
Ef fjármálafyrirtæki eða dótturfélög þess verðbréfa áhættuskuldbindingar frá öðrum fjármálafyrirtækjum eða fjármálastofnunum, er fyrirtækinu heimilt að uppfylla kröfur 76. gr. á samstæðugrunni.
Skilyrði fyrir heimild skv. 2. mgr. þessarar greinar er að viðkomandi fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnanir fylgi ákvæðum 80. og 81. gr.
Í þessum hluta reglugerðarinnar hefur hugtakið útgefandi (e. originator) aðra merkingu en í lögum um verðbréfaviðskipti og merkir:
Fjármálafyrirtæki skal, auk ákvæða þessa hluta, fylgja ákvæðum 404.-410. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr.
76. gr.
Færsla á útlánaáhættu.
Fjármálafyrirtæki sem ekki er útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi skal því aðeins bera útlánaáhættu verðbréfaðrar stöðu í veltubók sinni, eða utan veltubókar, að útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi hafi greint fjármálafyrirtækinu sérstaklega frá því að hann muni með viðvarandi hætti halda eftir að lágmarki 5% af hreinni fjárhagslegri hlutdeild (e. net economic interest).
Til að uppfylla skilyrði um eftirhald (e. retention) hreinnar fjárhagslegrar hlutdeildar skv. 1. mgr. skal að lágmarki uppfylla eitt eftirtalinna atriða:
Hrein fjárhagsleg hlutdeild er metin í upphafi og skal henni haldið eftir með viðvarandi hætti. Óheimilt er að beita áhættumildun, skortstöðu eða annars konar áhættuvörn til lækkunar vegna eftirhalds á hreinni fjárhagslegri hlutdeild, sbr. 1.-5. tölul. 2. mgr. Hrein fjárhagsleg hlutdeild skal ákvarðast af grundvallarfjárhæð (e. notional value) liða utan efnahagsreiknings.
Ekki skal beita kröfum um eftirhald oftar en einu sinni á sömu verðbréfun.
77. gr.
Undanþágur frá skilyrðum 76. gr.
Ákvæði 76. gr. eiga ekki við ef verðbréfuðu áhættuskuldbindingarnar eru með beinni eða óbeinni ábyrgð eftirfarandi aðila:
Þá gilda ákvæði 76. gr. ekki um viðskipti sem byggð eru á skýrri, gagnsærri og aðgengilegri vísitölu, þar sem undirliggjandi viðmiðunareiningar eru eins og þær einingar sem mynda vísitölu eininga og víða eru til viðskipta (e. widely traded), eða eru framseljanleg verðbréf af öðrum toga en verðbréfaðar stöður.
78. gr.
Áreiðanleikakönnun.
Fjármálafyrirtæki skulu geta sýnt fram á að þau hafi yfirgripsmikla þekkingu á og hafi framkvæmt vandaða og ítarlega könnun á fjárfestingum í öllum verðbréfuðum stöðum, áður en þau fjárfestu. Þau skulu innleiða viðmið og verklagsreglur sem ná til veltubókar og viðskipta utan veltubókar sem samræmast áhættusniði þeirra vegna fjárfestinga í verðbréfuðum stöðum.
Fjármálafyrirtæki skulu jafnframt, svo oft sem þurfa þykir, endurmeta fjárfestingar sínar í öllum verðbréfuðum stöðum. Til að svo megi verða skulu fjármálafyrirtæki greina og skrásetja:
Fjármálafyrirtæki skulu reglulega framkvæma eigin álagspróf sem taka mið af verðbréfuðum stöðum þeirra. Í því skyni geta fjármálafyrirtæki stuðst við fjárhagslíkön sem lánshæfismatsfyrirtæki (e. ECAI) hafa þróað, að því tilskildu að fjármálafyrirtæki geti sýnt fram á að þau hafi gætt þess, að staðfesta þær forsendur sem við áttu, athugað uppbyggingu líkananna og skilið aðferðafræði, forsendur og niðurstöður líkananna.
79. gr.
Umgjörð áhættustýringar vegna áreiðanleikakönnunar.
Fjármálafyrirtæki, önnur en útgefendur eða umsýsluaðilar, skulu til viðbótar við skyldur skv. 78. gr. koma á viðeigandi formlegu ferli til að fylgjast tímanlega og með viðvarandi hætti með upplýsingum um þróun áhættuskuldbindinga sem liggja til grundvallar verðbréfuðum stöðum.
Í skyldum skv. 1. mgr. felst m.a. að greina, eftir því sem við á:
Ef undirliggjandi áhættuskuldbindingar eru verðbréfaðar stöður skulu fjármálafyrirtæki ekki aðeins hafa upplýsingar, sem settar eru fram í 2. mgr. þessarar greinar, um þá hluta undirliggjandi verðbréfunar, svo sem nafn útgefanda og lánshæfisgæði, heldur einnig um einkenni og afkomu af þeim söfnum sem eru til grundvallar þessum hlutum verðbréfunar.
Fjármálafyrirtæki skulu framkvæma greiningu skv. 1.-3. mgr. þessarar greinar vegna þátttöku í útgáfu, eða sölutryggingar útgáfu, þriðju aðila hvort sem skuldbindingu, sem myndast vegna þessarar þátttöku eða sölutryggingar, skal haldið á veltubók eða utan hennar.
80. gr.
Viðmið vegna undirliggjandi lánveitinga umsýsluaðila og útgefenda.
Fjármálafyrirtæki sem eru umsýsluaðilar og útgefendur skulu beita sömu viðmiðum vegna lánveitinga sem krafist er skv. 1. mgr. 78. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, á verðbréfaðar áhættuskuldbindingar, eins og þeim sem beitt er vegna áhættuskuldbindinga á efnahagsreikningi. Fjármálafyrirtæki sem eru umsýsluaðilar og útgefendur, skulu einnig nota sama verklag vegna verðbréfaðra áhættuskuldbindinga og vegna samþykkis, breytinga, endurnýjunar og endurfjármögnunar útlána.
Fjármálafyrirtæki sem er útgefandi og ekki uppfyllir kröfur 1. mgr. þessarar greinar er óheimilt að beita 2. mgr. 43. gr. þessarar reglugerðar. Við útreikning á eiginfjárkröfum samkvæmt 5. kafla, bálki II, III. hluta þessarar reglugerðar er slíku fjármálafyrirtæki enn fremur óheimilt að undanskilja verðbréfaðar áhættuskuldbindingar.
81. gr.
Upplýsingaskylda til fjárfesta.
Umsýsluaðilar, útgefendur og upphaflegir lánveitendur skulu greina fjárfestum frá hlutfalli útgáfunnar sem haldið er eftir á grundvelli 76. gr., þar með talið sundurliðuðum upplýsingum skv. 1.-5. tölul. 2. mgr. sömu greinar.
Umsýsluaðilar, útgefendur og upphaflegir lánveitendur skulu tryggja að mögulegir framtíðarfjárfestar hafi greiðan aðgang að öllum viðeigandi upplýsingum að því er varðar:
Viðeigandi upplýsingar skv. 2. mgr. þessarar greinar skulu miðast við þann dag sem stofnað er til verðbréfunar og síðar, eftir því sem við á, í samræmi við eðli verðbréfunarinnar.
VI. HLUTI
Lausafjárhlutfall.
82. gr.
Útreikningur lausafjárhlutfalls.
Lausafjárhlutfall skal vera hlutfall lausafjáreigna lánastofnunar og nettó útflæðis lausafjár hennar næstu 30 daga á álagstímabili, tilgreint sem prósenta. Nettó útflæði er samtala útflæðis skv. 84. gr. að frádreginni samtölu innflæðis skv. 85. gr.
Lausafjárhlutfall lánastofnana skal á hverjum tíma vera a.m.k. 100%.
Þrátt fyrir 2. mgr. er lánastofnunum heimilt að breyta lausafjáreignum í reiðufé til að standa straum af nettó útflæði lausafjár á álagstímum, þótt slík notkun lausafjáreigna geti tímabundið á álagstíma leitt til þess að lausafjárhlutfall fari undir 100%.
Falli lausafjárhlutfall lánastofnunar niður fyrir það lágmark sem sett er í 2. mgr., hvort heldur það gerist á álagstíma eða ekki eða ástæða er til að ætla að það gerist skal lánastofnun tafarlaust tilkynna Seðlabanka Íslands um það með skriflegum hætti þar sem ástæður þess eru tilgreindar með fullnægjandi hætti. Viðkomandi lánastofnun skal enn fremur leggja fram tímasetta áætlun um hvernig hún hyggst ná lágmarki lausafjárhlutfalls.
83. gr.
Lausafjáreignir.
Lausafjáreignir skulu uppfylla eftirfarandi:
84. gr.
Útflæði.
Til útflæðis skal telja eftirfarandi:
Með samtölu útflæðis er átt við samtölu alls útflæðis með vægi sem Seðlabanki Íslands ákveður.
85. gr.
Innflæði.
Til innflæðis skal telja eftirfarandi:
Með samtölu innflæðis er átt við samtölu alls innflæðis með vægi sem Seðlabanki Íslands ákveður. Samtala innflæðis getur að hámarki talist 75% af samtölu útflæðis.
86. gr.
Gagnaskil.
Skýrslum skal skilað til Seðlabanka Íslands á því formi og tíðni sem Seðlabankinn ákveður í reglum um lausafjárhlutfall lánastofnana.
VII. HLUTI
Vogunarhlutfall.
87. gr.
Útreikningur vogunarhlutfalls og gagnaskil.
Fjármálafyrirtæki skal uppfylla kröfur um hlutfall vogunar hverju sinni, að teknu tilliti til 429.-430. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., og reglna um nánari afmörkun á útreikningum varðandi vogunarhlutfall fjármálafyrirtækja.
Vogunarhlutfallið skal reiknað sem þáttur 1 skv. 84. gr. a og 84. gr. b, sbr. 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, deilt með heildaráhættuskuldbindingum, þ.e. eignum og liðum utan efnahags að teknu tilliti til viðeigandi breytistuðla. Eignaliðir og liðir utan efnahags sem dregnir eru frá við ákvörðun þáttar 1 eru undanskildir við útreikning heildaráhættuskuldbindinga. Vogunarhlutfall skal reiknað sem einföld staða í lok hvers ársfjórðungs.
Fjármálafyrirtæki skal senda Fjármálaeftirlitinu skýrslu um vogunarhlutfall á því formi og með þeirri tíðni sem stofnunin ákveður.
88. gr.
Lágmark vogunarhlutfalls.
Vogunarhlutfall fjármálafyrirtækis skal ekki fara undir 3%, sbr. 30. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
VIII. HLUTI
Gagnsæiskröfur.
89. gr.
Upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtækjum ber að birta opinberlega þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 431.-455. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr. Heimilt er að undanskilja upplýsingar sem ekki eru taldar mikilvægar eða geta talist trúnaðarupplýsingar skv. 432. gr. ofangreindrar reglugerðar. Fjármálafyrirtækjum ber þó að upplýsa hvort viðkomandi upplýsingar hafi verið birtar og ástæður ef svo er ekki.
Fjármálafyrirtæki skulu samþykkja formlega stefnu til að fullnægja kröfum um upplýsingagjöf skv. 1. mgr. Í stefnunni skal koma fram með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meta, að meðtalinni sannprófun og tíðni birtinga, hvaða upplýsingar eru viðeigandi og gefa markaðsaðilum glögga mynd af áhættusniði (e. risk profile) þeirra.
IX. HLUTI
Aðlögunarákvæði.
90. gr.
Aðlögun.
Fjármálafyrirtæki skulu einungis taka tillit til þeirra aðlögunarákvæða skv. 465.-499. gr. í X. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 92. gr., sem þeim er samkvæmt orðalagi reglugerðarinnar skylt að fara eftir.
X. HLUTI
Eftirlit, innleiðing og gildistaka.
91. gr.
Eftirlit.
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að fjármálafyrirtæki fari að kröfum þessarar reglugerðar, að undanskildum VI. hluta hennar. Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með VI. hluta reglugerðarinnar, um lausafjárhlutfall, þar með talið vegna gagnaskila.
92. gr.
Birting og aðlögun reglugerðar (ESB) nr. 575/2013
um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja.
Með heimild í ákvæði til bráðabirgða I í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. lög nr. 57/2015, vísast til enskrar útgáfu af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1464730323748&uri=CELEX:32013R0575.
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu þau ákvæði enskrar útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, eins og hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins sem vísa til 17.-19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010 um Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina (EBA) ekki taka gildi hér á landi fyrr en reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 hefur verið lögfest.
Ákvæði 500. og 501. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skulu ekki taka gildi hér á landi fyrr en reglugerð (ESB) nr. 575/2013 hefur verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
93. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild skv. 117. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 6. mars 2017.
Benedikt Jóhannesson.
Leifur Arnkell Skarphéðinsson.