Fjármála- og efnahagsráðuneyti

904/2016

Reglugerð um auglýsingu innkaupa á útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup. - Brottfallin

1. gr.

Öll innkaup opinberra aðila á vörum, þjónustu og verkum yfir innlendum og erlendum viðmið­unar­fjárhæðum skulu auglýst opinberlega á útboðsvef sem er sameiginlegur auglýsinga­vettvangur fyrir opinber útboð, sbr. 55. gr. laga um opinber innkaup.

2. gr.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs innanlands, samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um opin­ber innkaup, eru fyrir vöru- og þjónustusamninga 15.500.000 kr. og fyrir verksamninga 49.000.000 kr.

3. gr.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup skulu vera sem hér segir:

Opinberir aðilar að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:

  Vörusamningar 20.811.600 kr.
  Þjónustusamningar 20.811.600 kr.
  Verksamningar 805.486.000 kr.

Sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum og samtök sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:

  Vörusamningar 32.219.440 kr.
  Þjónustusamningar 32.219.440 kr.
  Verksamningar 805.486.000 kr.

4. gr.

Viðmiðunarfjárhæð vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu samkvæmt VIII. kafla laga um opinber innkaup, sem gerðir eru af opinberum aðilum, er 115.620.000 kr.

5. gr.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna kostnaðarþátttöku opinberra aðila, sbr. 14. gr. laga um opinber inn­kaup, skulu vera 805.486.000 kr. vegna verksamninga og 33.322.856 kr. vegna þjónustu­samninga.

6. gr.

Viðmiðunarfjárhæðir skv. 3.-5. gr. reglugerðar þessarar gilda einnig um útboðsskyldu vegna inn­kaupa samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup sem Ísland er aðili að.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 23. og 55. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og tekur þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 223/2016 um viðmiðunarfjárhæðir vegna opin­berra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu og samkvæmt samningi Alþjóða­viðskiptastofn­unar­innar (WTO) um opinber innkaup.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember 2016.

F. h. r.

Guðmundur Árnason.

Hrafn Hlynsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica