1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi kveður á um skattafslátt vegna hlutabréfakaupa á grundvelli 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Reglugerðin byggir á viðmiðunum um ríkisaðstoð að því er varðar aðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja að áhættufjármagni, sem fram koma í reglugerð ESB nr. 651/2014, um almenna hópundanþágu, þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar ríkisaðstoðar sem samrýmast framkvæmd EES-samningsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2014. Skattafsláttur sem felst í 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, hefur verið felldur undir reglugerð ESB nr. 651/2014, sbr. yfirlýsingu sem send var til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til birtingar 1. júlí 2016.
2. gr.
Skilgreining á félagi í fjárhagsvanda.
Félag telst eiga í fjárhagsvanda ef a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum er uppfyllt:
3. gr.
Birting upplýsinga.
Ríkisskattstjóri skal birta á vefsvæði sínu upplýsingar um félag sem fellur undir 2. tölul. 3. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 og hlutafjáraukningu þess ef hlutafjáraukningin er yfir 60 millj. kr. Upplýsingarnar skulu vera í samræmi við III. viðauka reglugerðar ESB nr. 651/2014. Ríkisskattstjóri skal birta upplýsingarnar innan eins árs frá lokum þess frests sem félag hefur til að skila skattuppgjöri sínu á því ári sem hlutafjáraukningin átti sér stað og skulu upplýsingarnar vera tiltækar í a.m.k. 10 ár frá þeim degi sem hlutafjáraukningin átti sér stað. Ákvæði þetta á ekki við um félag skv. 2. tölul. 3. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, sem ekki hefur stundað sölu í viðskiptalegum tilgangi.
4. gr.
Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 5. september 2016.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Steinar Örn Steinarsson.