Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

447/2015

Reglugerð um endurúthlutun tollkvóta samkvæmt sérstökum samningi Íslands og Noregs um viðskipti milli ríkjanna.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um endurúthlutun fjármála- og efnahagsráðherra á tollkvóta samkvæmt sérstökum samningi Íslands og Noregs, dags. 22. mars 2000, um viðskipti milli ríkjanna og á grundvelli 13. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, sem ekki var nýttur innan frests sem tilgreindur var við úthlutun skv. reglugerð nr. 97/2014. Tollkvóti samkvæmt reglugerð þessari tekur til vara í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnar eru í Noregi og eru innfluttar þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um vörumagn, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Tollskrárnúmer: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
kg % kr./kg
2005.2003 Kartöflur: 01.01.15-31.12.15 6.124 0 0
Nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli

3. gr.

Tollkvóta er úthlutað samkvæmt auglýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem birt er á heimasíðu þess, þar sem tilgreindir eru skilmálar vegna úthlutunarinnar. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Berist umsóknir um meira magn en nemur auglýstum tollkvóta skv. 2. gr. verður úthlutun miðuð við hlutfall innflutnings hvers umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda af vörum í tollskrárnúmeri 2005.2003 á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014.

Umsækjanda er skylt að láta fjármála- og efnahagsráðuneytinu í té afrit af tollskjölum vegna vörusendinga í áðurnefndu tollskrárnúmeri sem hann flutti inn á árinu 2014 óski ráðuneytið eftir framlagningu þeirra.

4. gr.

Vörur sem fluttar eru inn samkvæmt úthlutuðum tollkvóta skulu hljóta tollafgreiðslu innan þess tímabils sem tilgreint er í 2. gr. Endurúthluta má tollkvóta sem ekki er nýttur innan þess frests.

5. gr.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðarinnar, viðurlög og málsmeðferð fer samkvæmt XXII. kafla tollalaga, nr. 88/2005.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 13. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2015.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 29. apríl 2015.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Benedikt S. Benediktsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.