Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

261/2014

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (III).

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á EES-svæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina, samanber bókun 47 við EES-samninginn.

2. gr.

Innleiðing reglugerða.

Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörð­unum sameiginlegu EES-nefndarinnar:

 1. Hálffreyðandi vín, loftblandað, hálffreyðandi vín og hreinsað þrúgumustsþykkni:
  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 52/2013, frá 22. janúar 2013 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 37/2013, 27. júní 2013, bls. 182), um breytingu á XI. viðauka b við reglu­gerð ráðsins (EB) nr. 1234/2007, frá 22. október 2007, um sameigin­legt markaðskerfi í landbúnaði og um sértæk ákvæði varðandi tilteknar land­bún­aðar­vörur, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 132/2013, frá 14. júní 2013, um breytingu á bókun 47 við EES-samning­inn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
 2. Skilgreining, lýsing, kynning, merking og vernd landfræðilegra merkinga á brenndum drykkjum:
  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 164/2012, frá 24. febrúar 2012 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 64/2013, 14. nóvember 2013, bls. 128), um breytingu á III. viðauka við reglu­gerð Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 110/2008, um skilgreiningu, lýsingu, kynningu, merkingu og vernd landfræðilegra merkinga á brenndum drykkjum, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 198/2013, frá 8. nóvember 2013, um breytingu á II. viðauka.
 3. Verndaðar upprunatáknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merking og framsetning tiltekinna vínafurða:
  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1185/2012, frá 11. desember 2012 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 64/2013, 14. nóvember 2013, bls. 149), um breytingu á reglugerð (EB) nr. 607/2009, þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðs­ins nr. 479/2008, um verndaðar uppruna­tákn­anir, verndaðar, landfræðilegar merk­ingar, hefðbundin heiti, merk­ingu og framsetningu tiltekinna vínafurða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 212/2013, frá 8. nóvember 2013, um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í við­skiptum með vín.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 579/2012, frá 29. júní 2013 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 64/2013, 14. nóvember 2013, bls. 338), um breytingu á reglugerð (EB) nr. 607/2009, þar sem mælt er fyrir um tilteknar, ítarlegar reglur um fram­kvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 479/2008, um verndaðar uppruna­táknanir, verndaðar, landfræðilegar merkingar, hefðbundin heiti, merk­ingu og framsetningu tiltekinna vínafurða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 212/2013, frá 8. nóvember 2013, um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í við­skiptum með vín.
 4. Vínfræðilegar vinnsluaðferðir, takmarkanir, skráning á vinnsluaðferðum í fylgiskjöl með sendingum vínafurða og skrár sem halda skal fyrir víngeirann:
  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 144/2013, frá 19. febrúar 2013 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 64/2013, 14. nóvember 2013, bls. 137), um breytingu á reglugerð (EB) nr. 606/2009, að því er varðar tilteknar vínfræðilegar vinnsluaðferðir og tak­markanir þar að lútandi og á reglugerð (EB) nr. 436/2009 að því er varðar skráningu á þessum vinnslu­aðferðum í fylgiskjöl með sendingum vín­afurða og skrár sem halda skal fyrir víngeirann, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 211/2013, frá 8. nóvember 2013, um breyt­ingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tækni­legra hindrana í við­skiptum með vín.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 172/2013, frá 26. febrúar 2013 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 64/2013, 14. nóvember 2013, bls. 144), um að taka tiltekin fyrirliggjandi vínheiti af skránni sem kveðið er á um í reglugerð ráðsins (EB) nr. 1234/2007, frá 22. október 2007, um sameiginlegt markaðskerfi í land­búnaði, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 211/2013, frá 8. nóvember 2013, um breytingu á bókun 47 við EES-samn­inginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.

3. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 26. febrúar 2014.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica