Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

525/2013

Reglugerð um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda.

1. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmda­stjórnar­innar:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 frá 12. nóvember 2010 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 frá 26. júlí 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, bls. 812, og verður hluti reglugerðar þessarar.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1210/2011 frá 23. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010, einkum í því skyni að ákvarða fjölda heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda sem verða boðnar upp fyrir 2013, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 frá 26. júlí 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1210/2011 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, bls. 296, og verður hluti af reglugerð þessari.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 784/2012 frá 30. ágúst 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir og leiðrétta 7. mgr. 59. gr., sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2012 frá 31. desember 2012. Reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 784/2012 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 16 frá 14. mars 2013, bls. 180, og verður hluti af reglugerð þessari.

2. gr.

Uppboðsvettvangur.

Losunarheimildum sem Íslandi er úthlutað án endurgjalds verður ráðstafað til uppboðs á uppboðsvettvangi, tilnefndum af hálfu þeirra aðildarríkja Evrópusambandsins, sem taka þátt í sameiginlegri aðgerð með framkvæmdastjórninni eins og tilgreint er í VII. kafla reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010.

3. gr.

Uppboðshaldari.

Ríkiskaup hafa verið tilnefnd sem uppboðshaldari fyrir hönd Íslands, sbr. V. kafla reglu­gerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál, kemur í stað reglugerðar nr. 1066/2012, um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda (I) og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 24. maí 2013.

F. h. r.

Angantýr Einarsson.

Guðrún Ögmundsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica