Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1064/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/7 frá 30. október 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 að því er varðar uppboð á 50 milljónum óúthlutaðra losunarheimilda úr markaðsstöðugleikavarasjóðnum fyrir nýsköpunarsjóðinn og um að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21ala, XX. viðauka eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 245/2019 sem birtist í EES-viðbæti, nr. 82 frá 10. október 2019, bls. 180-184.

2. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/7 frá 30. október 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 að því er varðar uppboð á 50 milljónum óúthlutaðra losunarheimilda úr markaðsstöðugleikavarasjóðnum fyrir nýsköpunarsjóðinn og um að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21ala, XX. viðauka eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 245/2019.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 28. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. nóvember 2019.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Kjartan Dige Baldursson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.