Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

888/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála.

1. gr.

2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þrátt fyrir að heildarvirði samninga sem greinir í 1. mgr. sé yfir viðmiðunarfjárhæðum er heimilt að gera einstaka samninga án útboðs fyrir allt að 20% af samanlagðri heildarfjárhæð allra samningshluta ef áætlað verðmæti viðkomandi samningshluta, án virðisaukaskatts, er lægra en 10.408.000 kr. vegna vöru eða þjónustu og 130.100.000 kr. vegna verks.

2. gr.

Reglugerðin er sett með heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. september 2019.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Hrafn Hlynsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.