Fjármála- og efnahagsráðuneyti

555/2020

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambands­ins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samn­inginn.

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 um viðbætur við til­skipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrar­skilyrði, vörsluaðila, vogun, gagnsæi og eftirlit. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 437-531.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 um upplýsingar sem lög­bærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 535-542.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2013 um að koma á máls­meðferð fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem velja að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB taki til þeirra. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 543-544.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1618 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 231/2013 að því er varðar varðveisluskyldur vörsluaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 5 frá 30. janúar 2020, bls. 622-626.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2016 frá 30. september 2016 um upptöku reglu­gerða skv. a-c-lið 1. mgr. í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 13 frá 23. febrúar 2017, bls. 36.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 308/2019 frá 13. desember 2019 um upptöku reglu­gerðar skv. d-lið 1. mgr. í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 14 frá 5. mars 2020, bls. 67.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3., 6., 7., 15., 19., 22.-30., 32., 36.-39., 41.-43., 45., 47.-49., 62., 64., 110. og 117. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. júní 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Elísabet Júlíusdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica