Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

340/2020

Reglugerð um óhæði greiðslukortakerfa og vinnslueininga.

1. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/72 frá 4. október 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem koma á kröfunum sem greiðslukortakerfum og vinnslueiningum ber að hlíta til að tryggja beitingu óhæðis­krafnanna að því er varðar reikningsskil, skipulag og ákvarðanatökuferli, sem tekin var upp í samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 261/2019 frá 25. október 2019, með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993. Reglu­­gerðin er birt á bls. 137 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 12. mars 2020.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur, nr. 31/2019, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. mars 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica