Félags- og tryggingamálaráðuneyti

293/2008

Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. - Brottfallin

1. gr.

Upphæðir bóta skv. III. kafla og 8. mgr. 48. gr. og greiðslur skv. 63. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og upphæðir samkvæmt lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. febrúar 2008 að telja um 4,0% frá því sem þær voru í janúar 2008.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. mars 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Þór Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica