Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

1063/2005

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 939/2003 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. - Brottfallin

1. gr.

5. og 6. gr. reglugerðarinnar, með breytingum sem voru gerðar með reglugerð nr. 916/2005, falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 10. gr., sbr. 66. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, 2. mgr. 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. desember 2005.

Jón Kristjánsson.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica