Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

95/2006

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 595/1997 um heimilisuppbótog frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 8. gr. bætist nýr töluliður sem verður 5. töluliður og orðast svo:

5. Rafmagnskostnaðar vegna súrefnissíunotkunar.

2. gr.

Í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. kemur á eftir orðunum "sjúkra- eða lyfjakostnað" orðin "rafmagnskostnað vegna súrefnissíunotkunar".

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda frá 1. janúar 2006.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 27. janúar 2006.

Jón Kristjánsson.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica