Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

161/1999

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 595/1997 um heimilisuppbót, sérstaka heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt 9. og 10. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. - Brottfallin

1. gr.

8. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Frekari uppbætur.

8. gr.

Heimilt er að greiða frekri uppbætur til elli- og örorkulífeyrisþega ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án þess. Við mat á því hvort lífeyrisþegi geti framfleytt sér skal taka tillit til eigna og tekna bótaþega, þar á meðal bóta almannatrygginga og kostnaðar sbr. 2. mgr. Frekari uppbætur skulu þó aldrei greiddar til lífeyrisþega sem á eignir í peningum eða verðbréfum yfir 4.000.000 kr., eða hefur heildartekjur, að meðtöldum bótum almannatrygginga yfir 96.230 kr. á mánuði. Viðmiðunarmörk hjóna miðast við tvöfaldar þessar upphæðir.

Frekari uppbætur er heimilt að greiða vegna:

1. Umönnunarkostnaðar, sem heimilishjálp eða aðrir opinberir aðilar greiða ekki.

2. Sjúkra- eða lyfjakostnaður, sem sjúkratryggingar greiða ekki.

3. Húsaleigu, sem fellur utan húsaleigubóta.

4. Vistunarkostnaðar á dvalarheimilum, stofnunum svo og sambýlum og áfangastöðum, sem fengið hafa starfsleyfi frá ráðuneyti eða reka sambærilega starfsemi að mati samráðsnefndar sbr. 3. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð og öðlast gildi nú þegar.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 11. mars 1999.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Jón Sæmundur Sigurjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica