Félagsmálaráðuneyti

1137/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við reglugerðina:

  1. Eftirfarandi breytingar verða á mengunarmarkaskrá:
EB-nr. CAS-nr. Efni Mengunarmörk Ath. Nr.
Fyrir 8 tíma Þakgildi
ppm mg/m³ ppm mg/m³
200-001-8 50-00-0 Formaldehýð 0,30 0,37 0,60 0,74 H, K  
200-849-9 75-21-8 Etýlenoxíð 1,0 1,8 - - H, K  
200-879-2 75-56-9 1,2-Epoxyprópan 1,0 2,4 - - K  
201-167-4 79-01-6 Trí-klóróetýlen 10,0 54,7 30,0 164,1 H, K  
202-974-4 101-77-9 4,4'-Metýlendíanilín - 0,08 - - H, K  
203-444-5 106-93-4 Etýlendíbrómíð 0,1 0,8 - - H, K  
231-152-8 7440-43-9 Kadmíum og ólífræn kadmíum efna­sambönd, reiknað sem kadmíum (Cd) - 0,001 - - K 35), 36)
231-250-7 7440-41-7 Beryllíum og ólífræn beryllíum efna­sambönd, reiknað sem beryllíum (Be) - 0,0002 - - H, K 35), 37), 38)
    Jarðefnaolíur, smurolíuúrgangur úr vélum með sprengi­hreyfli - - - - H, K  
    Blöndur fjölhringja arómatískra efna (PAH), sérstaklega ef þær innihalda bensópýren - - - - H, K  
    Reykur frá dísilvélum, reiknað sem kolefni (C) - 0,05 - - K 39)

 

  1. Í stað "Þræðir í rúmmetra (m³)." í 34. tölul. í lista yfir athugasemdir við meng­unar­marka­skrá og samantekt á efnum sem hafa mengunarmörk fyrir örfínt ryk kemur: Þræðir í rúm­sentimetra (sm³).
  2. Á eftir 34. tölul. í lista yfir athugasemdir við mengunarmarkaskrá og samantekt á efnum sem hafa mengunarmörk fyrir örfínt ryk og þræði koma fimm nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Örfínt ryk (e. inhalable fraction).
    2. Gildið 0,004 mg/m³ gildir til 11. júlí 2027.
    3. Ertir öndunarfæri.
    4. Gildið 0,0006 mg/m³ gildir til 11. júlí 2026.39. Tekur gildi 21. febrúar 2023, nema við jarðgangagerð þar sem mengunarmörkin taka gildi 21. febrúar 2026.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2019/130 frá 16. janúar 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökk­breyti­völdum á vinnustað og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/983 frá 5. júní 2019 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 110/2020, öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 20. nóvember 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica