Leita
Hreinsa Um leit

Velferðarráðuneyti

1225/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um framkvæmd meðlagsgreiðslna og annarra framfærsluframlaga, nr. 945/2009. - Brottfallin

1. gr.

Við 6. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Óheimilt er að hefja greiðslur meðlags ef meðlagsmóttakandi og meðlagsgreiðandi eru í hjúskap, óvígðri sambúð eða eru skráð með sama lögheimili. Ennfremur er það skilyrði að barn sé búsett á heimili meðlags­móttakanda við upphaf greiðslna.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 6. mgr. 63. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica