Velferðarráðuneyti

1231/2011

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1052/2009 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Við útreikning sérstakrar uppbótar skv. IV. kafla skal ekki taka tillit til uppbóta á lífeyri, skv. 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 10. gr. laga um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga og eingreiðslna (orlofs- og desemberuppbóta) frá Tryggingastofnun ríkisins.

2. gr.

Í stað "353.383 kr." í 2. mgr. 7. gr. kemur: 365.760 kr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr.:

  1. Í stað "196.140 kr." í 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. kemur: 203.005 kr.
  2. Í stað "169.030 kr." í 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. kemur: 174.946 kr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 9. gr., sbr. 14. gr., laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, sbr. einnig 70. gr. og 17. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2012.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica