Félagsmálaráðuneyti

856/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fatlaðra, nr. 296/2002, sbr. reglugerð nr. 685/2002. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 4.-7. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar koma 4.-6. mgr., svohljóðandi:

Gerður skal húsaleigusamningur við hvern og einn íbúa sambýlisins um þann hluta sambýlisins sem hann hefur afnot af. Eigi íbúi óhægt með að undirrita leigusamning og gera sér grein fyrir þýðingu hans, skal forsvarsmaður svæðisskrifstofu eða þjónustu við fatlaða á viðkomandi svæði, staðfesta yfirlýsingu þar sem lýst er því húsnæði sem íbúinn hefur afnot af.

Um leigufjárhæð fer sem hér segir:

Leiga á mánuði:
Herbergi minna en 10 m² kr. 11.000
Herbergi 10–14 m² kr. 13.000
Herbergi stærra en 14 m² kr. 15.000
Herbergi með snyrtingu kr. 18.000
Ígildi 2ja herbergja íbúðar kr. 23.000


Fjárhæð húsaleigu er endurskoðuð í janúarmánuði ár hvert og tekið mið af bótum almannatrygginga eða vísitölu neysluverðs eftir því sem er fötluðum hagstæðara.

Samanlagt framlag íbúa til heimilissjóðs og húsaleigu, að teknu tilliti til húsaleigubóta, nemi þó ekki hærri fjárhæð en 80% af örorkulífeyri, tekjutryggingu og tekjutryggingarauka eða jafngildi þess.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, og með stoð í 3. gr. laga nr. 52/2001, um breytingu á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, öðlast gildi 1. janúar 2003.


Félagsmálaráðuneytinu, 10. desember 2002.

Páll Pétursson.
Þorgerður Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica