Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

1100/2009

Reglugerð um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2010 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

1. gr.

Fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna skulu vera sem hér segir fyrir árið 2010:

  1. Hámarksfjárhæð skv. 3. mgr. 11. gr. laganna skal nema 587.127 kr. á mánuði.
  2. Greiðsla til foreldris í námi skv. 14. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. laganna skal nema 147.193 kr. á mánuði.
  3. Grunngreiðsla skv. 1. mgr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna skal nema 147.193 kr. á mánuði.
  4. Barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 21.657 kr. á mánuði.
  5. Sérstakar barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 6.269 kr. á mánuði vegna tveggja barna og 16.300 kr. á mánuði vegna þriggja barna.
  6. Frítekjumark skv. 2. mgr. 22. gr. laganna skal vera 58.965 kr. á mánuði.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 10. mgr. 11. gr., 3. mgr. 16. gr., 4. mgr. 20. gr., 4. mgr. 21. gr. og 2. mgr. 22. gr., sbr. 31. gr. laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. lög nr. 158/2007, öðlast gildi 1. janúar 2010.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 18. desember 2009.

Árni Páll Árnason.

Ágúst Þór Sigurðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.