Félags- og tryggingamálaráðuneyti

402/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Lán til byggingaraðila.

Lánveiting til byggingaraðila er háð því skilyrði að hann leggi fram ábyrgð frá viður­kenndri fjármálastofnun. Ábyrgðin verður að gilda þar til væntanlegur íbúðar­kaupandi, sem Íbúðalánasjóður samþykkir, yfirtekur ÍLS-veðbréfið. Falli ábyrgð niður er heimilt að gjaldfella lánið.

Byggingaraðila er heimilt að yfirtaka tímabundið lán frá Íbúðalánasjóði sem hvílir á íbúð sem byggingaraðilinn tekur upp í íbúð sem hann er að selja. Jafnframt getur Íbúða­lána­sjóður heimilað veðlánaflutning lána Íbúðalánasjóðs yfir á íbúð í eigu byggingar­aðila að fullnægðum skilyrðum 32. gr. um veðlánaflutning.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglugerðarinnar:

 1. Við 1. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi:
  Einnig er heimilt að kaupa ÍLS-veðbréf sem gefið er út vegna lóðaframkvæmda, svo sem vegna hellulagnar og smíði sólpalla.
 2. Í stað orðanna "15 ár" í 2. mgr. kemur: 10 ár.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna "sex mánuðir" í 1. mgr. kemur: tólf mánuðir.
 2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
  Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. er heimilt að afgreiða ÍLS-veðbréf áður en framkvæmdir hefjast, eða meðan á þeim stendur, og þá gegn áætlun skv. 2. mgr. Heimild Íbúðalánasjóðs til að afgreiða ÍLS-veðbréf áður en framkvæmdum er lokið er háð veðhæfni íbúðar samkvæmt almennum reglum sjóðsins, að teknu tilliti til framkvæmdanna, svo og að fyrir liggi gild ábyrgð fjármálastofnunar á láninu þar til Íbúðalánasjóður samþykkir lánveitingu þegar staðfesting um lok framkvæmda skv. 2. mgr. liggur fyrir.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  Lánstími ÍLS-veðbréfs samkvæmt þessum kafla getur verið 5, 10, 15, 20, 30 og 40 ár.
  Um hámarkslánshlutfall og fjárhæðir lána fer eftir reglugerð um lánshlutfall og fjárhæðir ÍLS-veðbréfa.
 2. Fyrirsögnin verður Hámarkslánshlutfall, fjárhæðir og lánstími.

5. gr.

2. og 3. mgr. 30. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Íbúðalánasjóði er heimilt að synja um lánveitingu ef:

 1. kaupverð telst vera í verulegu ósamræmi við markaðsverð eða fasteignamat íbúðar eða
 2. hluti kaupverðs íbúðar er framlag seljanda til kaupanda.

Í þeim tilvikum sem um getur í a-b-lið 2. mgr. getur Íbúðalánasjóður þó falið sérstökum trúnaðarmönnum að meta markaðsverð íbúðar og byggt á því mati.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 20., 21. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. apríl 2009.

Ásta R. Jóhannesdóttir.

Óskar Páll Óskarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica