Félags- og tryggingamálaráðuneyti

56/2009

Regugerð um breytingu á reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 31. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Heimild til veðlánaflutnings milli leiguíbúða.

Íbúðalánasjóður getur heimilað veðlánaflutning láns til leiguíbúða milli leiguíbúða í eigu sama lántaka; félags, félagasamtaka eða sveitarfélags. Skilyrði fyrir veðlánaflutningi er að veðstaða láns eftir veðlánaflutning uppfylli reglur sjóðsins um lánveitingar til leiguíbúða eða uppfylli frekari skilyrði samkvæmt reglum sem stjórn Íbúðalánasjóðs kann að setja. Einnig að starfsemi falli að öllu leyti að ákvæðum laga og reglna sem um hana gilda.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 34. gr., 3. mgr. 35. gr., 1. og 3. mgr. 37. gr., 5. mgr. 38. gr., 39. gr. og 50. gr. laga um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. janúar 2009.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Geir Ágústsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica