Félagsmálaráðuneyti

1034/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta, nr. 122/2003. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "a.m.k. 15 dögum" í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: eigi síðar en 10 dögum fyrir greiðsludag.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. mgr. hljóðar svo:

Sveitarfélög skulu skila umsóknum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga inn í rafrænt umsjónar- og úrvinnslukerfi sjóðsins, þar sem skrá skal kennitölu, nafn, lögheimili og aðsetur þeirra sem hafa fengið greiddar húsaleigubætur, ásamt upplýsingum um fjárhæðir bóta, tegund leiguhúsnæðis og leigufjárhæð.

b. 2. mgr. hljóðar svo:

Sveitarfélög skulu jafnframt með rafrænum hætti skila fyrir 1. nóvember ár hvert áætlun til Jöfnunarsjóðs um heildargreiðslur húsaleigubóta næsta árs miðað við grunnfjárhæðir bóta, sbr. 3. mgr. 2. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 25. október 2007.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica