Félagsmálaráðuneyti

1196/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 973/2000. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "15. nóvember árið áður" í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 1. mars á framkvæmdaári.

2. gr.

Í stað orðanna "1. febrúar" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: 30. apríl.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 13. gr. laga um tekjustofna sveitar­félaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 29. nóvember 2007.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica