1. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
Orðin "árin 2002-2006" í 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar falla brott.
4. gr.
Við 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður er hljóðar svo:
Einungis skal reikna rekstrarframlag samkvæmt þessari grein til sveitarfélaga sem fullnýta heimild til útsvarsálagningar fyrir yfirstandandi tekjuár.
5. gr.
Orðin "fyrir árin 2002-2006" í 3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar falla brott.
6. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 13. gr. reglugerðarinnar:
7. gr.
17. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Varasjóður húsnæðismála bætir einstök tjón sem Íbúðalánasjóður verður fyrir vegna útlánatapa á viðbótarlánum og vegna kostnaðar við uppboðsmeðferð eigna sem á hvíla viðbótarlán.
8. gr.
Á eftir VII. kafla reglugerðarinnar bætist nýr kafli er nefnist Sértækar aðgerðir á árunum 2005-2007 og hljóðar svo:
(32. gr.)
Á árunum 2005-2007 ráðstafar ráðgjafarnefnd varasjóðsins allt að 280 milljónum króna árlega af eigin fé varasjóðs viðbótarlána, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 5. gr., til eftirtalinna verkefna:
Við ráðstöfun fjármuna skv. 1. tölul. 1. mgr. er ráðgjafarnefnd heimilt að leggja til að framlög til sveitarfélaga verði umfram hámarkshlutfall af útreiknuðum mismun, sbr. 9. og 10. gr. Einungis skal greiða rekstrarframlag samkvæmt þessari grein til sveitarfélaga sem fullnýta heimild til útsvarsálagningar fyrir það tekjuár sem framlag reiknast vegna.
Þegar ráðgjafarnefnd tekur ákvörðun um greiðsluþátttöku, sbr. 3. tölul. 1. mgr., skal miða við að stuðningur varasjóðsins nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af áhvílandi lánum. Ráðgjafarnefnd er heimilt að taka tillit til fjárhagsstöðu hlutaðeigandi sveitarfélags þegar hlutfallið er ákveðið.
9. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 44., 45. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Ákvæði 4. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en við úthlutun rekstrarframlaga, sbr. III. kafla, fyrir árið 2006.
Félagsmálaráðuneytinu, 29. desember 2005.
F. h. r.
Ragnhildur Arnljótsdóttir.
Guðjón Bragason.