Félagsmálaráðuneyti

300/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522/2004, um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

2. gr.

Orðin "og brunabótamati íbúðarinnar" í 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar falla brott.

3. gr.

Við 2. mgr. 30. gr. reglugerðarinnar bætast orðin: að viðbættu fasteignamati lóðar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 19. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 12. apríl 2006.

Jón Kristjánsson.

Lárus Bollason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica