Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

539/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522/2004, um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. málsl. 7. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætast orðin: en slík breyting er þó ekki heimil ef lántaki hefur undirritað yfirlýsingu skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar þessarar.

2. gr.

Í stað tölunnar "90" í 3. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar kemur: 80.

3. gr.

21. gr. reglugerðarinnar, sem hefur fyrirsögnina fjöldi íbúða, verður svohljóðandi:

Lánafyrirgreiðsla Íbúðalánasjóðs til íbúðarkaupenda og húsbyggjenda takmarkast við að sami aðili geti ekki á sama tíma átt fleiri en eina íbúð sem á hvíla lán frá sjóðnum og skal lántaki taka fram í lánsumsókn að íbúð sé ætluð til eigin nota.

Í undantekningartilvikum getur Íbúðalánasjóður þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. veitt lán út á aðra íbúð enda sé um að ræða sérstakar aðstæður lántaka eða fjölskyldu hans. Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um skilyrði þessarar undanþágu.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 2006.

Félagsmálaráðuneytinu, 27. júní 2006.

Magnús Stefánsson.

Guðjón Bragason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica