Fara beint í efnið

Prentað þann 20. apríl 2024

Breytingareglugerð

923/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 47/2003, um starfsemi Jafnréttisstofu.

1. gr.

Á eftir orðinu viðmið í 16. gr. reglugerðarinnar kemur: venja.

2. gr.

Á eftir 16. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 17. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn og breytist greinartala samkvæmt því:

Áreitni byggð á kynferði.

Áreitni byggð á kynferði er ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun sem tengist kynferði þess sem fyrir henni verður og er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.

Áreitni skv. 1. mgr. telst til mismununar eftir kynferði, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 3. gr. og 30. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, til innleiðingar á tilskipun nr. 2002/73/EB, um breytingu á tilskipun ráðsins 76/207/EBE, um framkvæmd meginreglunnar um jafnrétti karla og kvenna varðandi aðgang að störfum, starfsþjálfun og stöðuhækkunum, sem og varðandi starfskjör, sem vísað er til í 18. lið XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 112/2004, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 9. nóvember 2006.

Magnús Stefánsson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.