Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

352/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001, með síðari breytingum. - Brottfallin

352/2005

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga, nr. 374/2001, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Afgreiði sveitarstjórn fjárhagsáætlun, ársreikning eða þriggja ára áætlun með halla skal hún senda eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga greinargerð um ástæður hallans, aðgerðir til að bæta þar úr og áætlun um framtíðarhorfur í rekstri sveitarfélagsins. Greinargerðin skal fylgja fjárhagsáætlun, ársreikningi og þriggja ára áætlun sem send er félagsmálaráðuneyti, sbr. 66. og 72. gr. sveitarstjórnarlaga.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 74. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, staðfestist til að öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 29. mars 2005.

Árni Magnússon.
Guðjón Bragason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica