Velferðarráðuneyti

1197/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 675/1994, um leigumiðlun.

1. gr.

Í stað orðsins "húsaleigubætur" í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: húsnæðisbætur.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. tölul. orðast svo: Vátryggingaratburður: atvik sem samkvæmt vátryggingarsamningi veldur því að til greiðslu bóta getur komið.
  2. 2. málsl. 3. tölul. fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. fellur brott.
  2. Í stað orðsins "500.000" í 2. mgr. kemur: 1.300.000.
  3. Í stað orðsins "tjónstilviks" í 2. mgr. kemur: vátryggingaratburðar.
  4. Í stað orðsins "1.500.000" í 2. mgr. kemur: 4.000.000.
  5. Í stað ártalsins "1994" í 3. mgr. kemur: 2018.
  6. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Að öðru leyti gilda lög um vátryggingarsamninga nr. 30/2004.

4. gr.

13. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Við 1. málsl. 14. gr. reglugerðarinnar bætist: sem lokið hafa meistaraprófi og löggiltir fasteigna­salar.

6. gr.

Reglugerð þessi sem er sett með heimild í 82. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, sbr. 74. gr. laganna, öðlast gildi 1. janúar 2019.

Velferðarráðuneytinu, 6. desember 2018.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica