1. gr.
B-liður 4. gr. skal hljóða svo:
Þrátt fyrir ákvæði A-liðar skal Jöfnunarsjóður greiða Reykjavíkurborg, á grundvelli samnings þar um, grunnframlag sem nemur 898 m.kr. vegna ársins 2012. Grunnframlagið tekur sömu hlutfallslegu breytingum milli ára og verða á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólans er nema 0,77% af útsvarsstofni. Taka skal mið af hlutfallslegum breytingum milli tveggja næstliðinna tekjuára, í fyrsta sinn á árinu 2013.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 17. desember 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.