Félagsmálaráðuneyti

561/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, nr. 944/2000, með síðari breytingum. - Brottfallin

561/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um bókhald og ársreikninga
sveitarfélaga, nr. 944/2000, með síðari breytingum.

1. gr.

1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Fyrir lok desembermánaðar skal sveitarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs fyrir sveitarsjóð, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins.


2. gr.

Í stað orðanna "eins mánaðar" í 11. gr. reglugerðarinnar kemur: tveggja mánaða.


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
a. 1. mgr. verður svohljóðandi:
Sveitarfélög skulu senda félagsmálaráðuneytinu fjárhagsáætlun sína fyrir næsta ár þegar hún hefur fengið afgreiðslu í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hið sama á við um þriggja ára áætlun. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun skal skila til ráðuneytisins á rafrænu formi sem uppfyllir kröfur sem ráðuneytið setur.

b. Við 3. mgr. bætist ný setning, svohljóðandi:
Auk undirritaðs ársreiknings skal skila til ráðuneytisins rafrænu eintaki á formi sem ráðuneytið samþykkir.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 67. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, staðfestist til að öðlast gildi við birtingu.


Félagsmálaráðuneytinu, 24. júní 2004.

Árni Magnússon.
Guðjón Bragason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica