Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

754/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um varasjóð húsnæðismála nr. 656/2002.

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Til að standa undir tjóni Íbúðalánasjóðs skal sveitarfélag greiða 4% af viðbótarláni sem veitt er út á hverja íbúð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 45. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Lækkun framlaga sveitarfélaga í varasjóð húsnæðismála skv. 1. gr. þessarar reglugerðar skal taka til allra viðbótarlána sem afgreidd eru af Íbúðalánasjóði eftir gildistöku reglugerðarinnar.

Félagsmálaráðuneytinu, 9. október 2003.

Árni Magnússon.

Guðjón Bragason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.