Félagsmálaráðuneyti

510/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 668/2002, um togbrautarbúnað til fólksflutninga. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað "2. mgr." í 2. mgr. kemur: 1. mgr. þessa ákvæðis eða 17. gr.
b. 3. mgr. verður svohljóðandi: Félagsmálaráðuneytið skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um aðgerðir sem grípa þarf til skv. 1. mgr. þessa ákvæðis eða 17. gr.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 25. júní 2003.

F. h. r.
Sesselja Árnadóttir.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica