Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

422/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útgáfu húsbréfa á árinu 2001 fyrir Íbúðalánasjóð nr. 231/2001.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður:
Reglugerð um útgáfu húsbréfa á árunum 2001, 2002 og 2003 fyrir Íbúðalánasjóð.

2. gr.

3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Samanlögð fjárhæð samþykktra skuldabréfaskipta úr 1. og 2. flokki 2001 ásamt 1. og 2. flokki 1998 skal ekki fara umfram 92.300 milljónir króna á árunum 2001, 2002 og 2003 m.v. reiknað markaðsvirði húsbréfanna.

3. gr.

Í stað orðanna "vaxtalögum nr. 25/1987" í 1. málsl. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

4. gr.

3. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Húsbréfaflokkunum skal lokað eigi síðar en 15. september 2004.

5. gr.

Í stað orðanna "laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981" í 9. gr. reglugerðarinnar kemur: laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 90/2003.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 24. gr. og 29. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 6. júní 2003.

Árni Magnússon.

Óskar Páll Óskarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.