Félagsmálaráðuneyti

341/2003

Reglugerð um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur. - Brottfallin

I. KAFLI
Gildissvið og markaðssetning.
1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur sem ætlaðar eru til varanlegrar notkunar í byggingum og mannvirkjum og lyftur sem fara ákveðnar leiðir, jafnvel þótt ekki sé eftir föstum brautum. Hún gildir jafnframt á sama hátt um öryggisíhluti í slíkar lyftur, sbr. viðauka IV.

Í reglugerð þessari merkir lyfta búnað sem þjónar ákveðnum hæðum, með stól sem fer eftir föstum brautum er halla meira en 15 gráður frá láréttu plani og eiga að flytja:

a. fólk,
b. fólk og vörur,
c. einungis vörur ef stóllinn er aðgengilegur, þ.e. einstaklingur getur auðveldlega farið inn í hann, og með stjórntækjum innan í eða innan seilingar fyrir þann sem stendur inni.

Reglugerð þessi gildir ekki um:

a. togbrautir, að meðtöldum togbrautum á spori, til fólksflutninga á vegum hins opinbera eða einkaaðila,
b. sérhannaðar og sérsmíðaðar lyftur fyrir her og lögreglu,
c. vindubúnað í námum,
d. sviðslyftur,
e. lyftur sem komið er fyrir í flutningatækjum,
f. lyftur tengdar vélum sem einungis er ætlað fyrir aðgengi að vinnustöðum,
g. tannhjólabrautir,
h. byggingarlyftur til fólksflutninga eða fólks- og vöruflutninga.

Sérreglur þær er gilda að hluta eða öllu leyti um hættur sem fylgja lyftum, sem um getur í þessari reglugerð, halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði þessarar reglugerðar. Enn fremur ganga nýjar sérreglur sem settar eru að hluta eða öllu leyti um hættur er fylgja lyftum, sem um getur í þessari reglugerð, framar ákvæðum þessarar reglugerðar.


2. gr.
Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að samræma reglur aðildarríkjanna innan Evrópska efnahagssvæðisins um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur í því skyni að auka öryggi að því er varðar slíkar lyftur.


3. gr.
Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

a. Sá sem annast uppsetningu lyftu: Einstaklingur eða lögaðili sem ber ábyrgð á hönnun, framleiðslu, uppsetningu og markaðssetningu lyftu, merkir hana með CE-merki og semur EB-yfirlýsingu um samræmi,
b. Markaðssetning lyftu: Telst eiga sér stað þegar sá sem annast uppsetningu lyftu hefur hana í fyrsta skipti aðgengilega fyrir notanda,
c. Öryggisíhluti: Íhluti skv. IV. viðauka,
d. Framleiðandi öryggisíhlutar: Einstaklingur eða lögaðili sem ber ábyrgð á hönnun og framleiðslu öryggisíhlutar, merkir hann með CE-merki og semur EB-yfirlýsingu um samræmi,
e. Sýnieintak lyftu: Dæmigert eintak af lyftu og skulu tækniskjöl hennar sýna á hvern hátt grunnöryggiskröfum verður fullnægt í lyftum sem eru eins og sýnieintakið, skilgreint með hlutlægum viðmiðunum, og í eru notaðir nákvæmlega eins öryggisíhlutir. Enn fremur skal tilgreina í tækniskjali allan leyfilegan mismun, m.a. hámarks- og lágmarksgildi, milli sýnieintaks og þeirra lyftna sem sýnieintakið stendur fyrir. Í því skyni að fullnægja öryggiskröfum er heimilt að sýna fram á samsvörun við búnað með útreikningi og/eða hönnunaráætlun.


4. gr.
Markaðssetning og notkun.

Einungis er heimilt að setja á markað eða taka í notkun hérlendis lyftur og/eða öryggisíhluti sem fullnægja ákvæðum reglugerðar þessarar. Sama á við um þá öryggisíhluta sem framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur lýst yfir að skuli setja í lyftu sem fellur undir reglugerð þessa.


5. gr.
Undanþága vegna vörusýninga.

Heimilt er á kaupstefnum, vörusýningum, kynningum eða á sambærilegum vettvangi að sýna lyftu eða öryggisíhlut sem fellur undir reglugerð þessa en fullnægir ekki ákvæðum hennar, svo fremi að það sé tekið skýrt fram á áberandi skilti að lyftan eða öryggisíhluturinn fullnægi ekki ákvæðum þessarar reglugerðar og sé ekki til sölu fyrr en sá sem annast uppsetningu lyftunnar, framleiðandi öryggisíhlutar eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins hafi séð til þess að lyftan eða öryggisíhluturinn fullnægi ákvæðum þessarar reglugerðar. Gera skal nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja öryggi fólks þegar lyftan eða öryggisíhluturinn er kynntur.


II. KAFLI
Öryggisráðstafanir.
6. gr.
Öryggiskröfur.

Óheimilt er að markaðssetja og taka í notkun lyftur eða öryggisíhluti, sem falla undir reglugerð þessa, nema að tryggt sé að heilsu og öryggi manna, og þar sem við á, öryggi húsdýra og eigna stafi ekki hætta af þeim lyftum, eða lyftum sem öryggisíhlutirnir eru settir í, sem settar eru upp á réttan hátt, þeim haldið við sem skyldi og notkun þeirra er í ráðgerðum tilgangi.

Lyftur og öryggisíhlutir sem falla undir reglugerð þessa skulu fullnægja grunnkröfum um heilsuvernd og öryggi samkvæmt I. viðauka. Sama á við um lyftur sem öryggisíhlutarnir eru settir í.


7. gr.
Skyldur þeirra sem annast uppsetningu lyftu og byggingaverktaka.

Byggingaverktaki sem ber ábyrgð á vinnu við byggingu eða mannvirki og sá sem annast uppsetningu lyftu skulu veita hvor öðrum nauðsynlegar upplýsingar um eðlilega starfsemi lyftunnar og örugga notkun hennar. Enn fremur ber þeim að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að lyftan starfi eðlilega og að hún sé örugg. Þeir skulu einnig gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að í lyftustokkum séu ekki önnur rör, leiðslur eða útbúnaður en þörf er á vegna starfrækslu og öryggis lyftunnar.


8. gr.
Skyldur eigenda og rekstraraðila.

Eigandi eða rekstraraðili lyftu skal tryggja að fyllsta öryggis sé gætt við notkun lyftunnar og að hún sé einungis notuð þegar búnaður hennar er í lagi.

Enn fremur skal eigandi eða rekstraraðili sjá til þess að lyftan sé ekki notuð í öðrum tilgangi en framleiðandi hennar ráðgerði né heldur hlaðin meiri byrðum en henni er ætlað að lyfta. Þá er óheimilt að flytja fólk eða vörur utan þess rýmis sem ætlað er til flutninga nema það teljist nauðsynlegt við skoðanir, eftirlit eða viðgerðir á lyftum.


9. gr.
Merkingar á lyftum.

Merkingar á lyftum sem falla undir reglugerð þessa skulu vera í samræmi við 5. lið viðauka I við reglugerð þessa.

Enn fremur skal burðargeta lyftu merkt þannig að fólk sem ætlar með lyftunni geti greinilega séð merkinguna áður en farið er inn í hana.


10. gr.
Handbók og rekstrardagbók.

Sérhverri lyftu skal fylgja handbók og rekstrardagbók í samræmi við reglur þar að lútandi í viðauka I við reglugerð þessa.


11. gr.
Skilyrði og staðlar.

Eftirfarandi lyftur og öryggisíhlutir teljast fullnægja öllum ákvæðum þessara reglna, þar á meðal ákvæðum um samræmismat skv. IV. kafla:

a. vél sem einkennd er með CE-merki, sbr. 18. gr., og henni fylgir EB-yfirlýsing um samræmi, sbr. II. viðauka,
b. öryggisíhlutur sem einkenndur er með CE-merki, sbr. 18. gr., og honum fylgir EB-yfirlýsing um samræmi, sbr. II. viðauka.

Séu samræmdir staðlar ekki til ber Vinnueftirliti ríkisins að vekja athygli hlutaðeigandi aðila á þeim landsstöðlum og tækniforskriftum sem í gildi eru og teljast mikilvæg eða viðeigandi til að rétt sé staðið að því að fullnægja grunnkröfum I. viðauka um heilsuvernd og öryggi.

Þegar ákvæði samræmds staðals eru tekin upp í landsstaðal, og vísun til hans birt í Stjórnartíðindum EB og slíkur staðall fjallar um eina eða fleiri af grunnkröfum um öryggi, skal ganga út frá því að lyfta eða öryggisíhlutur sem smíðuð eru í samræmi við þann staðal uppfylli viðeigandi grunnkröfur.


12. gr.
Breytingar á lyftum.

Þegar meiri háttar breyting er gerð á lyftu skal tilkynna það Vinnueftirliti ríkisins áður en framkvæmdir hefjast. Vinnueftirlit ríkisins skal meta í samræmi við ákvæði sérreglna og gildandi staðla hvort breytingarnar séu svo miklar að um sé að ræða uppsetningu á nýrri lyftu.

Þegar Vinnueftirlit ríkisins metur að fara skuli með lyftuna sem nýja lyftu gilda ákvæði reglugerðar þessarar. Að öðrum kosti gilda áfram þær reglur sem giltu um lyftuna fyrir breytingarnar.

Þegar öryggisíhlutir er falla undir reglugerð þessa eru settir í lyftu skal hún fullnægja grunnkröfum um heilsuvernd og öryggi skv. I. viðauka, sbr. 2. mgr. 6. gr.


III. KAFLI
Lyftuhús.
13. gr.
Aðgangur að lyftuhúsi.

Óheimilt er að nota aðgang að vélarrúmi, tækjabúnaði, strengjahjólum og lyftugöngum sem aðgang að öðru rými sem er lyftunni óviðkomandi. Í það rými sem ætlað er lyftunni og búnaði hennar er óheimilt að setja annan búnað en þann sem tilheyrir henni. Enn fremur er óheimilt að nota það rými sem geymslu fyrir annað en það sem telst tilheyra lyftunni.


14. gr.
Merkingar á lyftuhúsi.

Við inngang í lyftuhús skal vera skilti þar sem stendur: Vélarúm lyftu. Óviðkomandi stranglega bannaður aðgangur.

Skiltið skal vera með greinilegri og varanlegri áletrun.


IV. KAFLI
Reglur um samræmismat.
15. gr.
Samræmismat vegna öryggisíhluta.

Þegar um er að ræða öryggisíhlut sem talinn er upp í IV. viðauka ber framleiðanda hans eða viðurkenndum fulltrúa hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins, áður en hann er settur á markað, að:

a. leggja fram sýnieintak af öryggisíhlutanum fyrir EB-gerðarprófun skv. V. viðauka og framleiðsluprófanir skv. XI. viðauka hjá tilkynntum aðila, sbr. 17. gr.,
b. leggja fram sýnieintak af öryggisíhlutanum fyrir EB-gerðaprófun skv. V. viðauka og nota gæðastjórnunarkerfi skv. VIII. viðauka til að prófa framleiðsluvöru, eða
c. nota heildstætt gæðastjórnunarkerfi skv. IX. viðauka.

Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal einkenna hvern öryggisíhlut með CE-merki, sbr. 18. gr., og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi með upplýsingum skv. II. viðauka auk þess að taka tillit til forskrifta VIII., IX., eða XI. viðauka eftir því sem við á.

Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal varðveita afrit af EB-yfirlýsingu um samræmi í 10 ár frá þeim degi er framleiðslu öryggisíhlutarins er hætt.

Ef öryggisíhlutur fellur undir ákvæði annarra reglna sem enn fremur kveða á um að einkenna skuli öryggisíhlut með CE-merki, sbr. 18. gr., gefur þetta merki til kynna að viðkomandi öryggisíhlutur teljist einnig vera í samræmi við ákvæði þeirra reglna. Heimili ein eða fleiri þessara reglna framleiðanda að velja hvaða fyrirkomulag hann notar á aðlögunartíma skal CE-merkið einungis gefa til kynna að samræmi sé við þær reglur sem framleiðandi fer eftir. Í slíku tilviki skulu tilvísanir í þær reglur sem farið er eftir koma fram í þeim skjölum, tilkynningum eða fyrirmælum sem krafist er í þeim reglum og fylgja slíkum öryggisíhlutum.

Þegar hvorki framleiðandi né viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins fullnægja ákvæðum 1.–4. mgr. skal sá sem setur öryggisíhlutinn á markað innan Evrópska efnahagssvæðisins fullnægja þeim skyldum sem þar er kveðið á um. Ákvæðin gilda enn fremur um alla þá sem framleiða öryggisíhluti til eigin nota.


16. gr.
Samræmismat vegna lyftna.

Þegar um er að ræða lyftu sem hefur verið hönnuð í samræmi við lyftu sem er EB-gerðarprófuð skv. V. viðauka skal hún smíðuð, sett upp og prófuð áður en hún er sett á markað með því að:

a. láta fara fram lokaskoðun skv. VI. viðauka,
b. nota gæðastjórnunarkerfi skv. XII. viðauka, eða
c. nota gæðastjórnunarkerfi skv. XIV. viðauka.

Þegar um er að ræða lyftu skv. 1. mgr. er heimilt að nota sömu lyftuna að því er varðar annars vegar aðferðir við hönnun og smíði og hins vegar uppsetningu og prófun.

Þegar um er að ræða lyftu sem hefur verið hönnuð í samræmi við sýnieintak lyftu sem er EB-gerðarprófað skv. V. viðauka skal hún smíðuð, sett upp og prófuð áður en hún er sett á markað með því að:

a. láta fara fram lokaskoðun skv. VI. viðauka,
b. nota gæðastjórnunarkerfi skv. XII. viðauka, eða
c. nota gæðastjórnunarkerfi skv. XIV viðauka.

Þegar um er að ræða lyftu sem hefur verið hönnuð í samræmi við lyftu sem gæðastjórnunarkerfi skv. XIII. viðauka var komið upp fyrir, þar á meðal könnun fyrir hönnun hafi síðarnefnda lyftan ekki verið í fullu samræmi við samhæfða staðla, skal sú fyrrnefnda smíðuð, sett upp og prófuð áður en hún er sett á markað með því að:

a. láta fara fram lokaskoðun skv. VI. viðauka, eða
b. nota gæðastjórnunarkerfi skv. XII. viðauka, eða
c. nota gæðastjórnunarkerfi skv. XIV. viðauka.

Þegar ekki er um að ræða lyftur sem taldar eru upp í 1.–4. mgr. skal lyfta, áður en hún er sett á markað, annaðhvort:

a. einingarsannprófuð skv. X. viðauka hjá tilkynntum aðila, sbr. 17. gr., eða
b. metin í samræmi við gæðastjórnunarkerfi skv. XIII. viðauka, þar á meðal könnun fyrir hönnun hafi lyftan ekki verið í fullu samræmi við samhæfða staðla.

Þegar um er að ræða lyftur skv. 1.–4. mgr. skal sá sem ber ábyrgð á hönnun lyftu útvega þeim sem ber ábyrgð á smíði, uppsetningu og prófun öll nauðsynleg skjöl og upplýsingar til að hinn síðarnefndi geti gegnt hlutverki sínu af fullkomnu öryggi.

Sá sem annast uppsetningu lyftu skal einkenna lyftu skv. 1.–5. mgr. með CE-merki, sbr. 18. gr., og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi með upplýsingum skv. II. viðauka auk þess að taka tillit til forskrifta VI., X., XII., XIII. eða XIV. viðauka eftir því sem við á.

Sá sem annast uppsetningu lyftu skal varðveita afrit af EB-yfirlýsingu um samræmi í 10 ár frá þeim degi er lyftan var markaðssett. Hann skal afhenda Eftirlitsstofnun EFTA, Vinnueftirliti ríkisins og tilkynntum aðilum afritin auk skýrslna um prófanir lokaskoðunar sé þess óskað.

Ef lyfta fellur undir ákvæði annarra reglna sem enn fremur kveða á um að einkenna skuli lyftur með CE-merki, sbr. 18. gr., gefur þetta merki til kynna að viðkomandi lyfta teljist einnig vera í samræmi við ákvæði þeirra reglna. Heimili ein eða fleiri þessara reglna framleiðanda að velja hvaða fyrirkomulag hann notar á aðlögunartíma skal CE-merkið einungis gefa til kynna að samræmi sé við þær reglur sem framleiðandi fer eftir. Í slíku tilviki skulu tilvísanir í þær reglur sem farið er eftir koma fram í þeim skjölum, tilkynningum eða fyrirmælum sem krafist er í þeim reglum og fylgja slíkum lyftum.

Þegar sá sem annast uppsetningu lyftunnar fullnægir ekki ákvæðum 1.–9. mgr. skal sá sem setur lyftuna á markað innan Evrópska efnahagssvæðisins fullnægja þeim skyldum sem þar er kveðið á um. Ákvæðin gilda enn fremur um alla þá sem framleiða lyftur til eigin nota.


17. gr.
Tilkynntir aðilar.

Löggildingarstofa annast mat á þeim aðilum sem óska eftir að sjá um samræmismat samkvæmt reglugerð þessari. Þeir aðilar skulu uppfylla þau skilyrði sem eru sett fram í VII. viðauka. Aðilar sem uppfylla matsskilyrðin sem kveðið er á um í viðkomandi samræmdum stöðlum teljast enn fremur uppfylla skilyrðin í VII. viðauka.

Félagsmálaráðuneytið tilkynnir þá aðila sem Löggildingarstofa hefur viðurkennt skv. 1. mgr. til Eftirlitsstofnunar EFTA og annarra aðildarríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Uppfylli aðili ekki lengur skilyrði þau sem eru sett fram í VII. viðauka afturkallar Löggildingarstofa viðurkenningu hans skv. 1. mgr. Félagsmálaráðuneytinu ber að tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins um það án tafar.


18. gr.
CE-merki.

Á CE-samræmismerkinu skulu vera hástafirnir "CE". Útlit og lögun merkisins skal vera með þeim hætti sem mælt er fyrir um í III. viðauka.

Hver lyftustóll skal einkenndur með CE-merkinu á þann hátt að greinilegt og læsilegt sé. Enn fremur skal hver öryggisíhlutur, sbr. IV. viðauka, vera á sama hátt einkenndur með CE-merki. Þegar ekki er unnt að einkenna öryggisíhlutinn sjálfan með CE-merki skal honum fylgja skilti sem einkennt er með CE-merkinu.

Óheimilt er að einkenna lyftu eða öryggisíhlut með merki sem er til þess fallið að villa um fyrir þriðja aðila að því er varðar þýðingu, útlit og lögun CE-merkisins. Setja má hvers konar aðrar merkingar á lyftu eða öryggisíhlut að því tilskildu að þær hindri ekki að CE-merkið sjáist vel og sé vel læsilegt.


V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
19. gr.
Eftirlit Vinnueftirlits ríkisins.

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með þeim lyftum sem falla undir reglugerð þessa, sbr. sérreglur um eftirlit. Félagsmálaráðherra getur þó ákveðið að eftirlitsverkefnið verði falið annarri opinberri stofnun eða faggiltum skoðunarstofum, sbr. 82. gr. laga nr. 46/1980, með síðari breytingum.


20. gr.
Tilkynning um slys.

Eigandi eða rekstraraðili lyftu skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins án ástæðulauss dráttar um öll slys eða óhöpp sem kunna að verða vegna notkunar hennar.


21. gr.
Refsiákvæði.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða ákvæði 99. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.


22. gr.
Kæruheimild.

Um kæruheimildir á grundvelli þessarar reglugerðar fer skv. 98. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum.


VI. KAFLI
Gildistaka.
23. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr. og 34., 35., 38. og 47. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, að fengnum tillögum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og að höfðu samráði við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hvað varðar þátt Löggildingarstofu, sbr. lög nr. 155/1996 og 11. gr. laga nr. 100/1992, til innleiðingar á tilskipun nr. 95/16/EB, um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi lyftur, sem vísað er til í 5. lið III. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 29/1997.


24. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 570/2000, um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur, með síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 238/2001, um breytingar á reglugerð nr. 570/2000, um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur.


Ákvæði til bráðabirgða.

Um þær lyftur sem þegar hafa verð teknar í notkun gilda reglugerðir sem í gildi voru er þær voru teknar í notkun nema að annað leiði af ákvæðum reglugerðar þessarar.


Félagsmálaráðuneytinu, 8. maí 2003.

Páll Pétursson.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.I. VIÐAUKI
Grunnkröfur um heilsuvernd og öryggi í tengslum
við hönnun og smíði lyftna og öryggisíhluta.


Almennar athugasemdir.
1. Þær skyldur sem mælt er fyrir um í grunnkröfum um heilsuvernd og öryggi skulu einungis gilda er hættuástand skapast þegar lyftan eða öryggisíhlutinn eru notuð með þeim hætti sem sá sem annast uppsetningu lyftunnar eða framleiðandi öryggisíhlutarins gerir ráð fyrir.
2. Grunnkröfur um heilsuvernd og öryggi sem gerðar eru í reglugerð þessari eru ófrávíkjanlegar. Að teknu tilliti til núverandi tæknikunnáttu kann þó að vera að ekki sé unnt að ná markmiðum þeirra. Þegar þannig stendur á skal leitast við eins og framast er unnt að hanna og smíða lyftur eða öryggisíhluta þannig að þau komist sem næst þessum markmiðum.
3. Framleiðandi öryggisíhluta og þeir sem annast uppsetningu lyftu skulu meta áhættuna í því skyni að greina þá hættu sem tengist framleiðsluvörum þeirra; þeir skulu síðan sjá til þess að hönnun og smíði þeirra taki mið af slíku mati.
4. Þær grunnkröfur sem mælt er fyrir um í reglugerð nr. 431/1994, um viðskipti með byggingavörur og ekki er að finna í reglugerð þessari, skulu gilda um lyftur.


1. Almennt.
1.1. Framkvæmd reglna nr. 761/2001, um vélar og tæknilegan búnað.
Þegar hlutaðeigandi áhætta er fyrir hendi og ekki er fjallað um hana í þessum viðauka gilda grunnkröfur um heilsuvernd og öryggi í I. viðauka reglna um vélar og tæknilegan búnað. Grunnkrafan í lið 1.1.2. í I. viðauka reglna um vélar og tæknilegan búnað skulu gilda í öllum tilvikum.


1.2. Lyftustóll.
Lyftustólinn skal hanna og smíða þannig að rými og styrkur séu nægileg fyrir þann hámarksfjölda einstaklinga og þá skráðu burðargetu sem sá sem annast uppsetningu ákveður.
Lyftustólinn í fólkslyftum skal hanna og smíða, ef stærð leyfir, þannig að hann útiloki ekki eða hindri aðgengi fólks með fötlun og að honum megi breyta eftir þörfum til að auðvelda aðgengi þess.


1.3. Upphengjur og stoðir.
Upphengjur og/eða stoðir lyftustólsins, festingar hans og tengihlutir þeirra skal velja og hanna svo að fullnægjandi heildaröryggi sé tryggt og lágmarka líkurnar á því að lyftustóllinn falli, að teknu tilliti til notkunarskilyrða, þess efnis sem notað er og skilyrða framleiðslunnar.
Þar sem notaðir eru strengir eða keðjur til að hengja lyftustólinn upp skulu vera að minnsta kosti tveir aðskildir strengir eða keðjur, hvor á sinni festingu. Strengirnir og keðjurnar skulu ekki vera samsett eða skeytt saman nema festing eða gerð lykkju krefjist þess.


1.4. Hleðslutakmörk (þar með talin hraðastilling).
1.4.1. Lyftur skal hanna, smíða og setja upp þannig að þær fari ekki í gang með venjulegum hætti ef þær eru hlaðnar umfram skráða burðargetu.
1.4.2. Lyftur skulu búnar hraðastilli.
Þessar kröfur eiga ekki við um lyftur með drifkerfi sem kemur í veg fyrir of mikinn hraða.
1.4.3. Hraðlyftur skulu hafa búnað sem gerir kleift að fylgjast með og takmarka hraða.
1.4.4. Lyftur knúnar núningstrissum skal hanna þannig að stöðugleiki dráttarstrengjanna á trissunni sé tryggður.


1.5. Vélbúnaður.
1.5.1. Sérhver fólkslyfta skal hafa eigin lyftibúnað. Þetta skilyrði á ekki við um lyftur þar sem annar stóll er til mótvægis.
1.5.2. Sá sem annast uppsetningu lyftunnar skal tryggja að ekki sé unnt að komast að vélbúnaði hennar og tengdum búnaði nema til viðhalds og í neyðartilvikum.


1.6. Stjórntæki.
1.6.1. Stjórntæki lyftu sem ætluð eru fólki með fötlun sem er eitt á ferð skal hanna og staðsetja í samræmi við það.
1.6.2. Koma skal skýrt fram hvert hlutverk stjórntækja er.
1.6.3. Heimilt er að nota sameiginlegt kallkerfi fyrir lyftuhóp eða tengja kallkerfi þeirra saman.
1.6.4. Setja skal upp rafbúnað og tengja þannig að:
– útilokað sé að ruglast á honum og rásum sem ekki tengjast lyftunni beint,
– unnt sé að tengja/rjúfa aflgjafa þegar lyftan er hlaðin,
– hreyfingar lyftunnar velti á rafrænum öryggisbúnaði í sérstakri öryggisrafrás,
– bilun í rafkerfi skapi ekki hættu.


2. Hætta sem fólk er í utan lyftustóls.
2.1. Hanna skal lyftu og smíða þannig að rýmið sem stóllinn fer um sé óaðgengilegt nema til viðhalds eða í neyðartilvikum. Áður en farið er inn í rýmið, skal koma í veg fyrir að unnt sé að nota lyftuna á eðlilegan hátt.
2.2. Hanna skal lyftu og smíða þannig að engin hætta sé á að viðkomandi klemmist þegar stóllinn er á ystu mörkum.
Þetta er unnt með því að hafa autt rými eða afdrep utan ystu marka.
Engu að síður, í sérstökum tilvikum þar sem ekki er unnt að koma þessari lausn við, sérstaklega í byggingum sem þegar hafa verið reistar, er heimilt að grípa til annarra viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að hætta skapist. Skal þá liggja fyrir samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
2.3. Á stigapöllum þar sem gengið er inn og út úr lyftustól skulu vera palldyr með nægjanlegu kraftrænu viðnámi fyrir fyrirhugaða notkun.
Lokunarbúnaður skal við eðlilega notkun koma í veg fyrir:
að lyftustóll færist úr stað, hvort heldur sem er af ásetningi eða fyrir slysni, að því undanskildu að allar palldyr séu lokaðar og læstar,
að palldyr opnist meðan lyftustóll er á ferð og ekki við stigapall.
Þó er tilfærsla fyrir opnum palldyrum leyfileg á tilgreindum svæðum með því skilyrði að hraða sé stjórnað.


3. Hættur sem fólk er í inni í lyftustól.
3.1. Lyftustóll skal vera algerlega lokaður með veggjum í fullri hæð, þar með talið með gólfi og lofti, að undanskildu loftræstiopi, og með dyrum í fullri hæð. Dyrnar skulu hannaðar þannig og uppsettar að lyftustóllinn geti ekki færst úr stað nema að dyrnar séu lokaðar og stöðvist þegar dyrnar opnast að tilfærslu undanskilinni, sbr. 3. mgr. liðar 2.3. Stóldyr skulu haldast lokaðar og læstar ef lyftan stöðvast milli hæða þar sem hætta er á falli milli stóls og lyftustokks eða þar sem enginn lyftustokkur er.
3.2. Fari rafmagn af eða íhlutar bila skal lyftan hafa búnað sem kemur í veg fyrir frjálst fall eða stjórnlausa hreyfingu lyftustóls upp á við.
Búnaður sem kemur í veg fyrir frjálst fall lyftustóls skal ekki vera í neinum tengslum við upphengibúnað hans.
Fyrrnefndur búnaður verður að geta stöðvað lyftustól með skráða hámarksþyngd og á þeim hámarkshraða sem sá sem annast uppsetningu lyftunnar gerir ráð fyrir. Búnaðurinn má ekki hægja svo skyndilega á ferðinni að farþegar bíði skaða af, sama hver byrðin er.
3.3. Koma skal höggdeyfi fyrir milli botns lyftustokksins og stólgólfsins.
Í því tilviki skal mæla auða rýmið, sbr. lið 2.2, með höggdeyfinn í samþjappaðri stöðu.
Þetta skilyrði gildir ekki um lyftur með stól sem kemst ekki inn í auða rýmið, sbr. lið 2.2, sakir þess með hvaða hætti drifkerfi lyftunnar er hannað.
3.4. Hanna skal lyftur og smíða þannig að ekki sé unnt að koma þeim á hreyfingu nema búnaður samkvæmt lið 3.2 sé í virkri stöðu.


4. Önnur hætta.
4.1. Séu palldyr og stóldyr eða báðar þessar dyr vélbúnar skulu þær hafa búnað sem kemur í veg fyrir að fólki sé hætt við að klemmast þegar þær hreyfast.
4.2. Palldyr sem eiga að vera hluti af brunavörnum hússins, einnig þær sem eru að hluta til úr gleri, skulu nægilega eldþolnar, það er heilar og hafa einangrunareiginleika (eldur breiðist ekki út) og varna hitaútbreiðslu (hitageislun).
4.3. Mótvægi skal þannig fyrir komið að útilokað sé að það rekist í lyftustólinn eða falli á hann.
4.4. Lyftur skulu hafa búnað sem gerir kleift að hjálpa fólki sem er fast í lyftustólnum til að komast út.
4.5. Í lyftustólum skal vera kerfi sem gerir gagnkvæm samskipti möguleg og kleift að halda viðvarandi sambandi við björgunarþjónustu.
4.6. Lyftur skal hanna þannig og smíða að þær geti lokið ferð en taki ekki við nýjum skipunum fari hitinn í lyftuvél yfir það hámark sem sá er annast uppsetningu lyftunnar gerir ráð fyrir.
4.7. Lyftustóla skal hanna þannig og smíða að nægileg loftræsting sé fyrir farþega, jafnvel þó lyfta stöðvist um lengri tíma.
4.8. Nægileg lýsing skal vera í lyftustól þegar hann er í notkun eða dyr eru opnaðar; í honum skal einnig vera neyðarlýsing.
4.9. Samskiptakerfi, sbr. lið 4.5, og neyðarlýsing, sbr. lið 4.8, skulu þannig hönnuð og smíðuð að þau virki þó venjulegur straumur rofni. Þau skulu starfhæf þann tíma sem eðlilegt má telja að björgunaraðilar þurfi til að ljúka starfi sínu.
4.10. Straumrásir stjórnkerfis lyftna sem heimilt er að nota í bruna skulu þannig hannaðar og smíðaðar að unnt sé að koma í veg fyrir að lyfturnar stöðvist á ákveðnum hæðum og að björgunaraðilar geti yfirtekið stjórn lyftunnar.


5. Merkingar.
5.1. Til viðbótar lágmarksupplýsingum sem er krafist um vélar samkvæmt lið 1.7.3 í I. viðauka við reglur nr. 761/2001, um vélar og tæknilegan búnað skal í hverjum lyftustól vera áberandi skilti þar sem skráð hámarksþyngd er greinilega tilgreind í kílógrömmum og hámarksfjöldi farþega.
5.2. Ef lyftan er hönnuð á þann hátt að farþegar sem fastir eru í henni eigi að geta komist hjálparlaust úr lyftustólnum skulu leiðbeiningar þar að lútandi vera skýrar og greinilegar í stólnum.


6. Notkunarleiðbeiningar.
6.1. Öryggisíhlutum, sbr. IV. viðauka, skal fylgja handbók með leiðbeiningum á íslensku eða öðru opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins sem sá er annast uppsetningu lyftunnar samþykkir, þannig að unnt sé að koma:
samsetningu,
tengingu,
stillingu, og
viðhaldi
í verk með skilvirkum hætti og án þess að af því hljótist hætta.
6.2. Hverri lyftu skal fylgja skjal á íslensku eða öðru opinberu tungumáli (-málum) aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins sem Vinnueftirlit ríkisins samþykkir. Skjalið skal í það minnsta innihalda:
handbók með leiðbeiningum um skipulag og teikningar sem eru nauðsynlegar vegna eðlilegrar notkunar og tengjast viðhaldi, eftirliti, viðgerðum, reglubundinni skoðun og björgunaraðgerðum skv. lið 4.4,
rekstrardagbók þar sem unnt er að skrá viðgerðir og, eftir atvikum, reglubundna skoðun.II. VIÐAUKI

A. Efni EB-yfirlýsing um samræmi vegna öryggisíhluta(1)

Eftirfarandi skal koma fram í EB-yfirlýsingu um samræmi:

nafn og heimilisfang framleiðanda öryggisíhlutanna(2),
þar sem við á, nafn og heimilisfang viðurkennds fulltrúa hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins(2),
lýsing á öryggisíhlutanum, nákvæmar upplýsingar um gerð eða röð og raðnúmer (ef það er til),
öryggiseiginleikar öryggisíhlutans, ef þeir eru ekki augljósir af lýsingunni,
framleiðsluár öryggisíhlutans,
öll þau ákvæði sem öryggisíhlutinn uppfyllir,
þar sem við á, vísun í samræmda staðla sem eru notaðir,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem sá um EB-gerðarprófunina skv. a- og b-lið 1. mgr. 15. gr. reglugerðar þessarar,
þar sem við á, vísun í vottorð um EB-gerðarprófun sem tilkynnti aðilinn gaf út,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem sá um prófun á framleiðslu skv. b-lið 1. mgr. 15. gr.,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem skoðaði gæðastjórnunarkerfið sem framleiðandi notar skv. c-lið 1. mgr. 15. gr.,
auðkenni undirritunaraðila sem hefur umboð til að koma fram fyrir hönd framleiðanda öryggisíhluta eða viðurkennds fulltrúa hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins.


B. Efni EB-yfirlýsingar um samræmi vegna uppsettra lyftna(3)

Eftirfarandi skal koma fram í EB-yfirlýsingu um samræmi:

nafn og heimilisfang þess sem annast uppsetningu lyftunnar(4),
lýsing á lyftunni, nákvæmar upplýsingar um gerð eða röð, raðnúmer og heimilisfangið þar sem lyftan var sett upp,
árið sem lyftan var sett upp,
öll viðeigandi ákvæði sem lyftan uppfyllir,
þar sem við á, vísun í samræmda staðla sem eru notaðir,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem sá um EB-gerðarprófun á sýnieintaki lyftunnar í samræmi við 1.-3. mgr. 16. gr. reglugerðar þessarar,
þar sem við á, vísun í vottorð um EB-gerðarprófun,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem sá um sannprófun á lyftunni skv. a-lið 5. mgr. 16. gr. reglugerðar þessarar,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem sá um lokaskoðun á lyftunni skv. a-lið 1., 3. og 4. mgr. 16. gr. reglugerðar þessarar,
þar sem við á, nafn, heimilisfang og kenninúmer tilkynnta aðilans sem skoðaði gæðastjórnunarkerfið sem sá er annast uppsetningu notar skv. b- og c-lið 1., 3. og 4. mgr. og b-lið 5. mgr. 16. gr. reglugerðar þessarar,
auðkenni undirritunaraðila sem hefur umboð til að koma fram fyrir hönd þess sem annast uppsetningu lyftunnar.

(1) Yfirlýsingin skal vera á sama tungumáli og handbókin með leiðbeiningunum skv. lið 6.1 í I. viðauka, annaðhvort vélrituð eða prentuð.
(2) Firmanafn, fullt heimilisfang; ef um er að ræða viðurkenndan fulltrúa ber einnig að tilgreina firmanafn og heimilisfang framleiðanda öryggisíhlutanna.
(3) Þessi yfirlýsing skal vera á sama tungumáli og handbókin með leiðbeiningunum skv. lið 6.2 í I. viðauka, annaðhvort vélrituð eða prentuð.
(4) Firmanafn og fullt heimilisfang.
III. VIÐAUKI
CE-samræmismerki.

CE-samræmismerkið skal einkennt með hástöfunum "CE" með eftirfarandi útliti:Ef CE-merkið er minnkað eða stækkað skulu hlutföllin á teikningunni hér að framan haldast óbreytt. Einstakir hlutar CE-merkisins skulu, að svo miklu leyti sem unnt er, hafa sömu lóðréttu mál og mega ekki vera lægri en 5 mm.
Heimilt er að falla frá skilyrðum um lágmarksmál ef um litla öryggisíhluta er að ræða.
Á eftir CE-merkinu skal koma kenninúmer tilkynnta aðilans sem sér um
– málsmeðferð skv. b-c lið 1. mgr. 15. gr. reglugerðar þessarar,
– málsmeðferð skv. 16. gr. reglugerðar þessara.IV. VIÐAUKI
Skrá yfir öryggisíhluta, sbr. 1. mgr. 1. gr. og 15. gr.

1. Búnaður til að læsa palldyrum.
2. Búnaður til að koma í veg fyrir fall, sbr. lið 3.2 í I. viðauka, í því skyni að koma í veg fyrir að lyftustóll falli eða hreyfist stjórnlaust upp á við.
3. Hraðatakmörkunarbúnaður.
4. a) Orkusafnandi höggdeyfar:
annaðhvort ólínulegir,
eða með deyfðu endurkasti.
b) Orkudreifandi höggdeyfar.
5. Öryggisbúnaður á tjökkum í vökvakerfum ef þeir eru notaðir til að koma í veg fyrir fall.
6. Rafmagnsöryggisbúnaður notaður sem öryggisrofar með rafeindaíhlutum.V. VIÐAUKI
EB-gerðarprófun (aðferðareining B).


A. EB-gerðarprófun á öryggisíhlutum.
1. EB-gerðarprófun á öryggisíhlutum er aðferð þar sem tilkynntur aðili staðfestir og vottar að dæmigert eintak af öryggisíhluta geri það að verkum að lyfta sem hann er settur á réttan hátt í, fullnægi viðeigandi skilyrðum reglugerðar þessarar.
2. Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal sækja um EB-gerðarprófun til tilkynnts aðila að eigin vali.
Eftirfarandi skal koma fram í umsókninni:
nafn og heimilisfang framleiðanda öryggisíhluta og viðurkennds fulltrúa hans, ef sá síðarnefndi sækir um, og framleiðslustaður öryggisíhlutanna,
skrifleg yfirlýsing þess efnis að sambærileg umsókn hafi ekki verið lögð fram hjá öðrum tilkynntum aðila,
tækniskjöl,
dæmigert eintak af öryggisíhlutanum eða nákvæmar upplýsingar um hvar unnt er að skoða hann. Tilkynntum aðila er heimilt að leggja fram rökstudda beiðni um að fá fleiri eintök.
3. Tækniskjalið skal vera unnt að nýta við samræmismatið og mati á hvort öryggisíhluturinn leiði til þess að lyfta sem hann er settur á réttan hátt í fullnægi skilyrðum reglugerðar þessarar.
Eftirfarandi skal koma fram í tækniskjalinu að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt vegna samræmismats:
almenn lýsing á öryggisíhlutanum, þar á meðal hvar hann er notaður (einkum hugsanlegar takmarkanir með hliðsjón af hraða, hleðslu og afli) og skilyrðum (einkum umhverfi þar sem sprengihætta er og opið fyrir veðri og vindum),
teikningar eða skýringamyndir varðandi hönnun og framleiðslu,
grunnkrafa (-kröfur) sem tekið er tillit til og hvaða leiðir eru farnar til að fullnægja henni (þeim) (t.d. samræmdur staðall),
niðurstöður prófana eða útreikninga sem framleiðandi sér um eða ræður annan til að sjá um,
afrit af leiðbeiningum um samsetningu öryggisíhluta,
ráðstafanir sem eru gerðar á framleiðslustigi til að tryggja að fjöldaframleiddir öryggisíhlutar samræmist þeim öryggisíhluta sem var prófaður.
4. Tilkynnti aðilinn skal:
rannsaka tækniskjalið til að meta að hve miklu leyti markmiðum sem stefnt er að er fullnægt,
prófa öryggisíhluta til að kanna hvort hann sé í samræmi við tækniskjalið,
gera eða láta fara fram viðeigandi athuganir og prófanir sem eru nauðsynlegar til að kanna hvort þær lausnir sem framleiðandi öryggisíhluta hefur notað séu í samræmi við skilyrði reglugerðar þessarar og leiði til þess að öryggisíhlutinn gegni hlutverki sínu þegar honum er komið fyrir með réttum hætti.
5. Uppfylli dæmigert eintak af öryggisíhlutanum viðeigandi ákvæði reglugerðar þessarar skal tilkynnti aðilinn gefa út vottorð um EB-gerðarprófun handa umsækjanda. Í vottorðið skal skrá nafn og heimilisfang framleiðanda öryggisíhlutans, niðurstöður athugunar, öll skilyrði fyrir gildi vottorðsins og nauðsynlegar upplýsingar til að bera kennsl á viðurkenndu gerðina.
Eftirlitsstofnun EFTA, aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og öðrum tilkynntum aðilum er heimilt að fá afrit af vottorðinu og, eftir að hafa lagt fram rökstudda beiðni, afrit af tækniskjölunum og skýrslum um prófanir, útreikninga og athuganir sem gerð hafa verið. Synji tilkynnti aðilinn um útgáfu vottorðs um EB-gerðarprófun fyrir framleiðandann skal hann færa ítarleg rök fyrir synjuninni. Heimilt er að kæra synjun tilkynnta aðilans til Vinnueftirlits ríkisins. Að öðu leyti gildir ákvæði 22. gr. reglugerðar þessarar.
6. Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal upplýsa tilkynnta aðilann um allar breytingar, jafnvel þær smávægilegu, sem hann hefur látið gera eða hyggst gera á viðurkenndum öryggisíhluta, að meðtöldum nýjum viðbótum og afbrigðum sem eru ekki tilgreind í upprunalega tækniskjalinu (sjá fyrsta undirlið í 3. lið). Tilkynnti aðilinn skal skoða breytingarnar og tilkynna umsækjanda um hvort EB-gerðarprófunin gildi áfram(1).
7. Sérhver tilkynntur aðili skal senda aðildarríkjunum viðeigandi upplýsingar um:
þau vottorð um EB-gerðarviðurkenningu sem hafa verið gefin út,
þau vottorð um EB-gerðarviðurkenningu sem hafa verið afturkölluð.
Sérhver tilkynntur aðili skal einnig senda öðrum tilkynntum aðilum viðeigandi upplýsingar um vottorðin um EB-gerðarprófun sem hann hefur afturkallað.
8. Vottorð um EB-gerðarprófun og skjöl og bréfaskipti er varða málsmeðferð við EB-gerðarprófun skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.
9. Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans skal varðveita með tækniskjölum afrit af vottorðum um EB-gerðarprófun og viðbótum við þau í 10 ár frá þeim degi að framleiðslu öryggisíhlutanna er hætt.
Ef hvorki framleiðandi öryggisíhluta né viðurkenndur fulltrúi hans hefur staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal sá er markaðssetur öryggisíhlutann innan Evrópska efnahagssvæðisins varðveita tækniskjölin.

(1) Tilkynntum aðila er heimilt að gefa út viðbót við vottorð um EB-gerðarprófun eða fara fram á að ný umsókn sé lögð fram telji hann það nauðsynlegt.


B. EB-gerðarprófun á lyftum.

1. EB-gerðarprófun á lyftum er aðferð þar sem tilkynntur aðili staðfestir og vottar gerð lyftu eða að lyftur þar sem ekki er gert ráð fyrir viðbót eða afbrigðum fullnægi skilyrðum reglugerðar þessarar.
2. Sá sem annast uppsetningu lyftunnar skal sækja um EB-gerðarprófun til tilkynnts aðila að eigin vali.
Eftirfarandi skal koma fram í umsókninni:
nafn og heimilisfang þess sem annast uppsetningu lyftunnar,
skrifleg yfirlýsing þess efnis að sambærileg umsókn hafi ekki verið lögð fram hjá öðrum tilkynntum aðila,
tækniskjöl,
upplýsingar um staðinn þar sem setja á lyftuna upp. Sýnieintaki lyftunnar sem lagt er fram til prófunar skal fylgja tengibúnaður og henni skal ætlað að komast milli þriggja hæða (efstu, mið og neðstu hæðar).
3. Tækniskjalið skal vera unnt að nýta við mat á hvort lyftan sé í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar og til að skilja hvernig hún er smíðuð og starfar.
Eftirfarandi skal koma fram í tækniskjalinu að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt vegna samræmismats:
almenn lýsing á dæmigerðu eintaki lyftu. Í tækniskjalinu skal gefa greinargóða lýsingu á hugsanlegum viðbótum við hið dæmigerða eintak lyftunnar sem verið er að prófa (sjá 3. gr.),
teikningar eða skýringamyndir varðandi hönnun og framleiðslu,
grunnkröfur sem tekið er tillit til og hvaða leiðir eru farnar til að fullnægja þeim (t.d. samræmdur staðall),
eintak af EB-yfirlýsingum um samræmi fyrir öryggisíhluta sem eru notaðir við framleiðslu lyftunnar,
niðurstöður prófana eða útreikninga sem framleiðandi sér um eða ræður annan til að sjá um,
afrit af leiðbeiningum um notkun lyftunnar,
ráðstafanir sem eru gerðar við uppsetningu til að tryggja að fjöldaframleiddar lyftur uppfylli ákvæði reglugerðar þessarar.
4. Tilkynnti aðilinn skal:
rannsaka tækniskjalið til að meta að hve miklu leyti þeim markmiðum sem stefnt er að er fullnægt,
prófa dæmigert eintak af lyftunni til að kanna hvort hún sé framleidd í samræmi við tækniskjalið,
gera eða láta fara fram viðeigandi athuganir og nauðsynlegar prófanir til að kanna hvort þær lausnir sem sá sem annast uppsetningu lyftunnar hefur notað séu í samræmi við skilyrði reglugerðar þessarar og leiði til þess að lyftan sé í samræmi við þau.
5. Uppfylli sýnieintak lyftunnar viðeigandi ákvæði reglugerðar þessarar skal tilkynnti aðilinn gefa út vottorð um EB-gerðarprófun handa umsækjanda. Í vottorðið skal skrá nafn og heimilisfang þess sem annast uppsetningu lyftunnar, niðurstöður athugunar, öll skilyrði fyrir gildi vottorðsins og nauðsynlegar upplýsingar til að bera kennsl á viðurkenndu gerðina.
Eftirlitsstofnun EFTA, aðildarríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og öðrum tilkynntum aðilum er heimilt að fá afrit af vottorðinu og, eftir að hafa lagt fram rökstudda beiðni, afrit af tækniskýrslunni og skýrslum um prófanir, útreikninga og athuganir sem gerð hafa verið.
Synji tilkynnti aðilinn um útgáfu vottorðs um EB-gerðarprófun fyrir framleiðandann skal hann færa ítarleg rök fyrir synjuninni. Heimilt er að kæra synjun tilkynnta aðilans til Vinnueftirlits ríkisins. Að öðru leyti gildir 22. gr. reglugerðar þessarar.
6. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal upplýsa tilkynnta aðilann um allar breytingar, jafnvel þær smávægilegu, sem hann hefur látið gera eða hyggst gera á viðurkenndri lyftu, að meðtöldum nýjum viðbótum og afbrigðum sem eru ekki tilgreind í upprunalega tækniskjalinu (sjá fyrsta undirlið í 3. lið). Tilkynnti aðilinn skal skoða breytingarnar og tilkynna umsækjanda um hvort vottorðið um EB-gerðarprófun gildi áfram(1).
7. Sérhver tilkynntur aðili skal senda aðildarríkjunum viðeigandi upplýsingar um:
þau vottorð um EB-gerðarviðurkenningu sem hafa verið gefin út,
þau vottorð um EB-gerðarviðurkenningu sem hafa verið afturkölluð.
Sérhver tilkynntur aðili skal einnig senda öðrum tilkynntum aðilum viðeigandi upplýsingar um vottorðin um EB-gerðarprófun sem hann hefur afturkallað.
8. Vottorð um EB-gerðarprófun og skjöl og bréfaskipti er varða málsmeðferð við EB-gerðarprófun skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.
9. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal varðveita með tækniskjölum afrit af vottorðum um EB-gerðarprófun og viðbótum við þau í 10 ár eftir að framleiðslu lyftna sem eru framleiddar í samræmi við dæmigert eintak af lyftunni er hætt.

(1) Tilkynntum aðila er heimilt að gefa út viðbót við vottorð um EB-gerðarprófun eða fara fram á að ný umsókn sé lögð fram telji hann það nauðsynlegt.


VI. VIÐAUKI
Lokaskoðun.

1. Lokaskoðun er aðferð þar sem sá er annast uppsetningu lyftunnar og uppfyllir skilyrði 2. liðar skal ganga úr skugga um og lýsa því yfir að lyftan sem verið er að markaðssetja fullnægi skilyrðum reglugerðar þessarar. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal festa CE-merki á lyftustól hverrar lyftu og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi.
2. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að lyfta sem verið er að markaðssetja sé í samræmi við sýnieintak lyftunnar sem er lýst í vottorði um EB-gerðarprófun og kröfur um heilsuvernd og öryggi sem gilda um hana.
3. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal varðveita afrit af EB-yfirlýsingu um samræmi og vottorði um lokaskoðun, sbr. 6. lið, í tíu ár frá þeim degi sem lyftan var markaðssett.
4. Tilkynntur aðili, sem sá er annast uppsetningu lyftunnar velur, skal sjá um eða sjá til þess að lokaskoðun fari fram á lyftu sem til stendur að markaðssetja. Viðeigandi prófanir og athuganir, sem eru skilgreindar í viðeigandi staðli (stöðlum), sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, eða jafngildar prófanir, skulu gerðar til þess að tryggja að lyftan sé í samræmi við viðeigandi skilyrði reglugerðar þessarar.
Þessar athuganir og prófanir skulu einkum fela í sér:
a. athugun skjala til að kanna hvort lyftan sé í samræmi við sýnieintak lyftunnar sem var samþykkt í samræmi við B-hluta V. viðauka;
b. athugun á því hvernig lyftan virkar, bæði tóm og fullhlaðin, til að tryggt sé að öryggisbúnaður sé settur upp á réttan hátt og virki eðlilega (stöðvunarbúnaður á endum, læsingar o.s.frv.),
c. athugun á því hvernig lyftan virkar fullhlaðin og tóm til að tryggt sé að öryggisbúnaður virki eðlilega ef straumur rofnar,
d. stöðuprófun með álagi sem er 1,25 sinnum meira en nafnálag.
Nafnálag er það álag sem um getur í 5. lið I. viðauka.
Að þessum prófunum loknum skal tilkynnti aðilinn ganga úr skugga um að ekkert hafi aflagast eða skaði hafi orðið sem gæti komið í veg fyrir notkun lyftunnar.
5. Eftirtalin skjöl skulu afhent tilkynnta aðilanum:
a. skipulagsuppdráttur af allri lyftunni,
b. nauðsynlegir skipulagsuppdrættir og teikningar fyrir lokaskoðun, einkum teikningar af straumrásum stjórnkerfa,
c. eintak af handbók með leiðbeiningum, sbr. lið 6.2 í I. viðauka.
Tilkynnta aðilanum er óheimilt að krefjast nákvæmra skipulagsuppdrátta eða nákvæmra upplýsinga sem teljast ekki nauðsynleg til að sannreyna að lyfta sem til stendur að markaðssetja sé í samræmi við sýnieintak lyftu sem lýst er í EB-yfirlýsingu um gerðarprófun.
6. Ef lyftan uppfyllir ákvæði reglugerðar þessarar skal tilkynnti aðilinn festa eða láta festa kenninúmer sitt við hlið CE-merkisins, sbr. III. viðauka, og gefa út vottorð um lokaskoðun þar sem getið er þeirra athugana og prófana sem fóru fram.
Tilkynnti aðilinn skal fylla út viðeigandi blaðsíður í rekstrardagbók, sbr. lið 6.2 í I. viðauka.
Synji tilkynnti aðilinn um útgáfu vottorðs um lokaskoðun skal hann færa ítarleg rök fyrir synjuninni og benda á leiðir sem geta leitt til þess að unnt sé að veita samþykki. Sæki sá sem annast uppsetningu lyftunnar um lokaskoðun á ný ber honum að senda sama tilkynnta aðila umsókn.
7. Vottorð um lokaskoðun, skjöl og bréfaskipti er varða samþykkið skulu útbúin á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.


VII. VIÐAUKI
Lágmarksskilyrði sem aðildarríkin skulu taka tillit til
þegar aðilar eru tilkynntir.

1. Tilkynnti aðilinn, forstjóri hans og þeir starfsmenn sem sjá um sannprófanir skulu hvorki vera hönnuðir, húsbyggjendur, birgjar, framleiðendur öryggisíhluta eða vinna við uppsetningu lyftna sem þeir skoða né vera viðurkenndir fulltrúar þessara aðila. Á sama hátt er tilkynnta aðilanum, forstjóra hans eða starfsmönnum hans sem annast eftirlit með gæðastjórnunarkerfum skv. 15. og 16. gr. reglugerðar þessarar óheimilt að vera hönnuðir, húsbyggjendur, birgjar, framleiðendur öryggisíhluta eða vinna við uppsetningu lyftnanna sem þeir skoða eða vera viðurkenndir fulltrúar þessara aðila. Þeir skulu hvorki taka beinan þátt í hönnun, smíði, markaðssetningu eða viðhaldi öryggisíhluta eða uppsetningu lyftnanna né vera viðurkenndir fulltrúar aðila sem taka þátt í þessari starfsemi. Þetta útilokar ekki hugsanleg skipti á tæknilegum upplýsingum milli framleiðanda og tilkynnts aðila.
2. Tilkynnti aðilinn og starfsmenn hans skulu annast skoðun eða eftirlit með faglegu sjálfstæði og tæknikunnáttu á hæsta stigi og vera lausir við allan þrýsting og hvatningu, einkum fjárhagslega, sem kynni að hafa áhrif á mat þeirra og niðurstöður skoðunar, einkum frá einstaklingum eða hópum einstaklinga sem eiga hagsmuna að gæta varðandi niðurstöður úr sannprófunum.
3. Tilkynnti aðilinn skal hafa yfir að ráða nauðsynlegu starfsfólki og hafa nauðsynlega aðstöðu til að geta framkvæmt á réttan hátt þau stjórnunarlegu og tæknilegu störf sem tengjast skoðun og eftirliti. Hann skal einnig hafa aðgang að þeim tækjum sem þörf er á fyrir sérstakar sannprófanir.
4. Starfsfólk sem annast skoðun skal hafa:
haldgóða tækni- og fagkunnáttu,
viðunandi þekkingu á þeim reglum er gilda um þær prófanir sem það gerir og næga reynslu af slíkum prófunum,
getu til þess að rita vottorð, skrár og skýrslur sem þarf til að sýna að prófin hafi verið gerð.
5. Hlutleysi skoðunarmanna skal tryggt. Þóknun þeirra skal hvorki vera háð fjölda prófa sem framkvæmd eru né niðurstöðum úr þeim.
6. Tilkynnti aðilinn skal hafa ábyrgðartryggingu nema ríkið sé bótaskylt samkvæmt landslögum eða aðildarríkið sjálft beri beina ábyrgð á prófunum.
7. Starfsmönnum tilkynnta aðilans er skylt að fara með allar upplýsingar, sem þeir fá í starfi sínu samkvæmt reglugerð þessari eða hverju því ákvæði landslaga sem sett er í tilefni af þeim, sem trúnaðarmál (nema gagnvart lögbærum stjórnvöldum í ríkinu þar sem starfsemin fer fram).


VIII. VIÐAUKI
Gæðastjórnun vöru (aðferðareining E).

1. Gæðastjórnun vöru er aðferð þar sem framleiðandi öryggisíhluta, sem fullnægir skilyrðum 2. liðar, gengur úr skugga um og lýsir því yfir að öryggisíhlutarnir séu í samræmi við gerðina sem er lýst í vottorðinu um EB-gerðarprófun og fullnægi þeim skilyrðum reglugerðar þessarar sem gilda um þá og sér til þess og lýsir því yfir að öryggisíhlutinn, sem er komið fyrir með réttum hætti í lyftu, leiði til þess að hún fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar.
Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal festa CE-merkið á hvern öryggisíhluta og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilkynnta aðilans sem annast eftirlitið, sbr. 4. lið.
2. Framleiðandi skal nota viðurkennt gæðastjórnunarkerfi við lokaskoðun á öryggisíhluta og prófun á honum, sbr. 3. lið, og vera háður eftirliti, sbr. 4. lið.
3. Gæðastjórnunarkerfi.
3.1. Framleiðandi öryggisíhluta skal sækja um mat á gæðastjórnunarkerfi sínu fyrir þá öryggisíhluta sem um ræðir til tilkynnts aðila að eigin vali.
Í umsókninni skal koma fram:
a. allar upplýsingar sem máli skipta um þá öryggisíhluta sem um er að ræða,
b. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
c. tækniskjöl um hina viðurkenndu öryggisíhluta og afrit af vottorðinu um EB-gerðarprófun.
3.2. Athuga skal alla öryggisíhluta samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu og framkvæma réttar prófanir í samræmi við viðeigandi staðla, sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, eða jafngildar prófanir, til þess að tryggja að þeir séu í samræmi við viðeigandi skilyrði reglugerðar þessarar.
Alla þá þætti, skilyrði og ákvæði sem framleiðandi öryggisíhluta hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt í skriflegri greinargerð um ráðstafanir, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðastjórnunarkerfið skulu vera með þeim hætti að gæðaáætlanir, -skipulag, -handbækur og -skrár séu ávallt túlkuð með sama hætti.
Gögnin skulu einkum fela í sér fullnægjandi lýsingu á:
a. gæðamarkmiðum;
b. skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til gæða öryggisíhluta;
c. þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða að framleiðslu lokinni;
d. því með hvaða hætti sannreynt sé að gæðastjórnunarkerfið sé skilvirkt;
e. gæðaskýrslum, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
3.3. Tilkynnti aðilinn skal meta gæðastjórnunarkerfið til þess að ákveða hvort það fullnægi skilyrðum skv. lið 3.2. Honum ber að líta svo á að skilyrðunum sé fullnægt hafi viðeigandi samræmdum staðli verið beitt í gæðastjórnunarkerfum(1).
Í úttektarhópnum skal vera að minnsta kost einn reyndur matsmaður í þeirri tækni sem lyftan byggir á. Matið skal fela í sér heimsókn til framleiðanda öryggisíhlutar.
Tilkynna skal ákvörðunina til framleiðanda öryggisíhlutanna. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4. Framleiðandi öryggisíhluta skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðastjórnunarkerfið leggur honum á herðar, eins og það var viðurkennt, og viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal upplýsa þann tilkynnta aðila sem viðurkenndi gæðastjórnunarkerfið um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
Tilkynnti aðilinn skal meta þær breytingar sem lagðar eru til og ákveða hvort breytt gæðastjórnunarkerfi fullnægi enn skilyrðum skv. lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna framleiðandanum um ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans.
4.1. Tilgangur með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi öryggisíhluta ræki þær skyldur sem hið viðurkennda gæðastjórnunarkerfi leggur honum á herðar.
4.2. Framleiðandinn skal veita tilkynnta aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að þeim stöðum þar sem eftirlit og prófun fara fram og að geymslustöðum og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
a. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
b. tækniskjöl,
c. gæðaskýrslur, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
4.3. Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi öryggisíhluta viðhaldi gæðastjórnunarkerfinu og noti það og skal hann gefa framleiðanda öryggisíhluta skýrslu um úttektina.
4.4. Að auki er tilkynnta aðilanum heimilt að heimsækja framleiðanda öryggisíhluta fyrirvaralaust.
Í slíkum heimsóknum er tilkynnta aðilanum heimilt, ef nauðsyn krefur, að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðastjórnunarkerfið starfi rétt. Hann skal gefa framleiðanda öryggisíhlutanna skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
5. Framleiðandinn skal varðveita og hafa tiltæk fyrir Vinnueftirlit ríkisins í að minnsta kosti 10 ár eftir að framleiðslu öryggisíhlutanna er hætt:
a. skjölin skv. c-lið 2. mgr. liðar 3.1,
b. gögn um breytingar skv. 2. mgr. liðar 3.4,
c. ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum skv. 4. mgr. liðar 3.4, lið 4.3 og 2. mgr. liðar 4.4.
6. Sérhver tilkynntur aðili skal veita öðrum tilkynntum aðilum upplýsingar sem máli skipta varðandi viðurkenningar á gæðastjórnunarkerfum og afturkallanir.

(1) Þessi samræmdi staðall er EN 29 003 með viðbótum ef með þarf til að gera ráð fyrir sérstökum eiginleikum öryggisíhluta.


IX. VIÐAUKI
Heildstæð gæðastjórnun (aðferðareining H).

1. Heildstæð gæðastjórnun er aðferð þar sem framleiðandi öryggisíhluta, sem fullnægir skilyrðum 2. liðar, gengur úr skugga um og lýsir því yfir að öryggisíhlutarnir fullnægi þeim skilyrðum reglugerðar þessarar sem um þá gilda og sér til þess og lýsir því yfir að öryggisíhlutinn, sem er komið fyrir með réttum hætti í lyftu, leiði til þess að hún fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar.
Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal festa CE-merkið á sérhvern öryggisíhluta og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilkynnta aðilans sem annast eftirlitið, sbr. 4. lið.
2. Framleiðandi skal nota viðurkennt gæðastjórnunarkerfi við lokaskoðun, hönnun, framleiðslu og prófun á þeim, sbr. 3. lið, og skal vera háður eftirliti, sbr. 4. lið.
3. Gæðastjórnunarkerfi.
3.1. Framleiðandinn skal leggja inn umsókn um mat á gæðastjórnunarkerfi sínu til tilkynnts aðila. Í umsókninni skal koma fram:
a. allar upplýsingar sem máli skipta um öryggisíhluta,
b. gögn um gæðastjórnunarkerfið.
3.2. Gæðastjórnunarkerfið skal tryggja að öryggisíhlutarnir séu í samræmi við þau skilyrði reglugerðar þessarar sem gilda um þá og leiði til þess að lyftur, sem þeim er komið fyrir í með réttum hætti, fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar.
Alla þá þætti, skilyrði og ákvæði sem framleiðandi hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt í skriflegri greinargerð um ráðstafanir, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðastjórnunarkerfið skulu vera með þeim hætti að gæðastefnur og aðferðir, svo sem gæðaáætlanir, -skipulag, -handbækur og –skrár, séu ávallt túlkuð með sama hætti.
Gögnin skulu einkum fela í sér fullnægjandi lýsingu á:
a. gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til hönnunar og gæða öryggisíhluta,
b. þeim tæknilegu hönnunarforskriftum, þar með töldum stöðlum, sem beita skal og, í þeim tilvikum sem stöðlunum, sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, verður ekki beitt að fullu, þeim aðferðum sem notaðar verða til að tryggja að þær grunnkröfur reglugerðar þessarar sem gilda um öryggisíhlutana verði uppfylltar,
c. þeirri tækni til stjórnunar og sannprófunar á hönnun og þeim aðferðum og kerfisbundnu aðgerðum sem beitt verður við hönnun öryggisíhlutanna,
d. samsvarandi aðferðum, ferlum og kerfisbundnum aðgerðum sem nota á við samsetningu, uppsetningu og gæðastjórnun,
e. þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, við og eftir framleiðslu, og hversu oft þær verða gerðar,
f. gæðaskýrslum, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.,
g. því með hvaða hætti fylgst er með því að tilskilin hönnunar- og vörugæði hafi náðst og að gæðastjórnunarkerfið sé skilvirkt.
3.3. Tilkynnti aðilinn skal meta gæðastjórnunarkerfið til þess að ákveða hvort það fullnægi skilyrðum skv. lið 3.2. Honum ber að líta svo á að skilyrðunum sé fullnægt hafi viðeigandi samræmdum staðli verið beitt í gæðastjórnunarkerfinu(1).
Í úttektarhópnum skal vera að minnsta kost einn reyndur matsmaður í þeirri tækni sem lyftan byggir á. Matið skal fela í sér heimsókn til framleiðandans.
Tilkynna skal ákvörðunina til framleiðanda öryggisíhlutanna. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4. Framleiðandi öryggisíhluta skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðastjórnunarkerfið leggur honum á herðar, eins og það var viðurkennt, og viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal upplýsa þann tilkynnta aðila sem viðurkenndi gæðastjórnunarkerfið um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
Tilkynnti aðilinn skal meta þær breytingar sem lagðar eru til og ákveða hvort breytt gæðastjórnunarkerfi fullnægi enn skilyrðum skv. lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna framleiðandanum um ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans.
4.1. Tilgangur með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi öryggisíhluta ræki þær skyldur sem hið viðurkennda gæðastjórnunarkerfi leggur honum á herðar.
4.2. Framleiðandi öryggisíhlutanna skal veita tilkynnta aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að stöðum þar sem hönnun, framleiðsla, eftirlit og prófun fer fram og að geymslustöðum og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
a. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
b. gæðaskýrslur sem kveðið er á um í hönnunarhluta gæðakerfisins, svo sem niðurstöður greininga, útreikninga, prófana o.s.frv.,
c. gæðaskýrslur sem kveðið er á um í framleiðsluhluta gæðastjórnunarkerfisins, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
4.3. Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi öryggisíhluta viðhaldi gæðastjórnunarkerfinu og noti það og skal hann gefa framleiðanda öryggisíhluta skýrslu um úttektina.
4.4. Að auki er tilkynnta aðilanum heimilt að heimsækja framleiðanda öryggisíhluta fyrirvaralaust. Í slíkum heimsóknum er tilkynnta aðilanum heimilt, ef nauðsyn krefur, að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðastjórnunarkerfið starfi rétt. Hann skal gefa framleiðanda öryggisíhlutans skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
5. Framleiðandi öryggisíhlutanna eða viðurkenndur fulltrúi hans skal varðveita og hafa tiltæk fyrir Vinnueftirlit ríkisins í að minnsta kosti 10 ár eftir að framleiðslu öryggisíhlutanna er hætt:
a. skjölin skv. b-lið 2. mgr. liðar 3.1,
b. gögn um breytingar skv. 2. mgr. liðar 3.4,
c. ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum skv. 4. mgr. liðar 3.4, liði 4.3 og 4.4.
Ef hvorki framleiðandi öryggisíhluta né viðurkenndur fulltrúi hans hefur staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal sá er markaðssetur öryggisíhlutann innan Evrópska efnahagssvæðisins hafa tækniskjöl tiltæk.
6. Sérhver tilkynntur aðili skal veita öðrum tilkynntum aðilum upplýsingar sem máli skipta varðandi viðurkenningar á gæðastjórnunarkerfum og afturkallanir.
7. Skjöl og bréfaskipti er varða heildstæða gæðastjórnun skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.

(1) Þessi samhæfði staðall er EN 29 001 með viðbótum ef með þarf til að gera ráð fyrir sérstökum eiginleikum öryggisíhluta.


X. VIÐAUKI
Einingarsannprófun (aðferðareining G).

1. Einingarsannprófun er aðferð þar sem sá er annast uppsetningu lyftu gengur úr skugga um og lýsir yfir að lyfta sem verið er að setja á markað og fengið hefur vottorð um samræmi, sbr. 4. lið, fullnægi skilyrðum reglugerðar þessarar. Sá er annast uppsetningu lyftu skal festa CE-merkið á lyftustólinn og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi.
2. Sá er annast uppsetningu lyftu skal sækja um einingarsannprófun til tilkynnts aðila að eigin vali.
Eftirfarandi skal koma fram í umsókninni:
nafn og heimilisfang þess sem annast uppsetningu lyftunnar og upplýsingar um hvar lyftan er sett upp,
skrifleg yfirlýsing þess efnis að sambærileg umsókn hafi ekki verið lögð fram hjá öðrum tilkynntum aðila,
tækniskjöl.
3. Tækniskjalið skal vera unnt að nýta við mat á samræmi lyftunnar við skilyrði reglugerðar þessarar og til að öðlast upplýsingar um hönnun, framleiðslu og notkun lyftunnar.
Eftirfarandi skal koma fram í tækniskjölunum, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir samræmismatið:
a. almenn lýsing á lyftunni,
b. teikningar og skýringamyndir varðandi hönnun og framleiðslu,
c. grunnkröfur sem tekið er tillit til og hvaða leiðir eru farnar til að fullnægja þeim (t.d. samræmdur staðall),
d. niðurstöður prófana eða útreikninga sem sá er annast uppsetningu lyftunnar sér um eða ræður annan til að sjá um,
e. afrit af leiðbeiningum um notkun lyftunnar,
f. afrit af vottorði um EB-gerðarprófun fyrir þá öryggisíhluta sem eru notaðir.
4. Tilkynnti aðilinn skal rannsaka tækniskjölin og lyftuna og gera viðeigandi prófanir sem eru skilgreindar í viðeigandi staðli (stöðlum), sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, eða jafngildar prófanir, til þess að tryggja að hún sé í samræmi við viðeigandi skilyrði reglugerðar þessarar.
Uppfylli lyftan skilyrði reglugerðar þessarar skal tilkynnti aðilinn festa eða láta festa kenninúmer sitt við hlið CE-merkisins, sbr. III. viðauka, og gefa út samræmisvottorð vegna þeirra prófana sem voru gerðar.
Tilkynnti aðilinn skal fylla út viðeigandi blaðsíður í rekstrardagbókinni, sbr. lið 6.2 í I. viðauka.
Synji tilkynnti aðilinn um útgáfu vottorðs um samræmi skal hann færa ítarleg rök fyrir synjuninni og benda á leiðir svo unnt sé að koma á samræmi. Sæki sá er annast uppsetningu lyftunnar um sannprófun á ný ber honum að senda sama tilkynnta aðila umsókn.
5. Vottorð um samræmi, skjöl og bréfaskipti er varða aðferðir við einingarsannprófun skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.
6. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal varðveita með tækniskjölum afrit af vottorðinu um samræmi í 10 ár frá þeim degi sem lyftan er markaðssett.


XI. VIÐAUKI
Samræmi við gerð kannað með slembiathugun (aðferðareining C).

1. Samræmi við gerð er aðferð þar sem framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins gengur úr skugga um og lýsir því yfir að öryggisíhlutarnir séu í samræmi við þá gerð sem er lýst á EB-gerðarvottorðinu og fullnægi skilyrðum reglugerðar þessarar er um þá gilda og leiði til þess að lyftur, sem þeim er komið fyrir í með réttum hætti, fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar um heilsuvernd og öryggi.
Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal festa CE-merkið á hvern öryggisíhluta og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi.
2. Framleiðandi öryggisíhluta skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að framleiðsluferlið tryggi samræmi framleiddra öryggisíhluta við þá gerð sem er lýst í vottorði um EB-gerðarprófun og við þau skilyrði reglugerðar þessarar sem um þá gilda.
3. Framleiðandi öryggisíhluta eða viðurkenndur fulltrúi hans skulu varðveita afrit af EB-yfirlýsingu um samræmi í 10 ár eftir að framleiðslu öryggisíhlutanna er hætt.
Ef hvorki framleiðandi öryggisíhluta né viðurkenndur fulltrúi hans hefur staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal sá er markaðssetur öryggisíhlutann innan Evrópska efnahagssvæðisins hafa tækniskjöl tiltæk.
4. Tilkynntum aðila sem framleiðandi velur skal gera eða láta fara fram slembiathuganir á öryggisíhlutum. Fullnægjandi úrtak fullunninna öryggisíhluta, sem tilkynnti aðilinn tekur á staðnum, skal rannsakað og prófað á viðeigandi hátt skv. viðeigandi staðli (stöðlum), sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, eða jafngildar prófanir, til að ganga úr skugga um að vörurnar fullnægi viðeigandi skilyrðum reglugerðar þessarar. Ef einn öryggisíhluti eða fleiri eru ekki í samræmi við skilyrðin skal tilkynnti aðilinn gera viðeigandi ráðstafanir.
Þau atriði sem taka ber tillit til þegar öryggisíhlutar eru athugaðir skulu skilgreind í samningi sem tilkynntir aðilar, sem bera ábyrgð á þessari aðferð, gera sín á milli að teknu tilliti til frumeinkenna öryggisíhlutanna skv. IV. viðauka.
Framleiðandinn skal festa kenninúmer tilkynnta aðilans á ábyrgð þess síðarnefnda meðan á framleiðslu stendur.
5. Skjöl og bréfaskipti er varða aðferðir sem er beitt við slembiathuganir skv. 4. lið skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.


XII. VIÐAUKI
Gæðastjórnun vöru fyrir lyftur (aðferðareining E).

1. Gæðastjórnun vöru er aðferð þar sem sá er annast uppsetningu lyftu og fullnægir skilyrðum 2. liðar gengur úr skugga um og lýsir því yfir að uppsettar lyftur séu í samræmi við gerðina sem er lýst í vottorðinu um EB-gerðarprófun og fullnægi þeim skilyrðum reglugerðar þessarar sem gilda um þær.
Sá er annast uppsetningu lyftu skal festa CE-merkið á hverja lyftu og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilkynnta aðilans sem annast eftirlitið, sbr. 4. lið.
2. Sá sem annast uppsetningu lyftu skal nota viðurkennt gæðastjórnunarkerfi við lokaskoðun og prófun á lyftunni, sbr. 3. lið, og vera háður eftirliti, sbr. 4. lið.
3. Gæðastjórnunarkerfi
3.1. Sá sem annast uppsetningu lyftu skal sækja um mat á gæðastjórnunarkerfi sínu fyrir þær lyftur sem um ræðir til tilkynnts aðila að eigin vali.
Eftirfarandi skal koma fram í umsókninni:
a. allar upplýsingar sem máli skipta um þær lyftur sem um er að ræða,
b. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
c. tækniskjöl um hinar viðurkenndu lyftur og afrit af vottorðum um EB-gerðarprófun.
3.2. Samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu er sérhver lyfta athuguð og gerðar viðeigandi prófanir í samræmi við hlutaðeigandi staðal (staðla), sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, eða jafngildar prófanir, til þess að tryggja að varan sé í samræmi við viðeigandi skilyrði reglugerðar þessarar.
Alla þá þætti, skilyrði og ákvæði sem sá er annast uppsetningu lyftu hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt í skriflegri greinargerð um ráðstafanir, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðastjórnunarkerfið skulu vera með þeim hætti að gæðaáætlanir, -skipulag, -handbækur og -skrár séu ávallt túlkuð með sama hætti.
Gögnin skulu einkum fela í sér fullnægjandi lýsingu á:
a. gæðamarkmiðum;
b. skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til gæða lyftna;
c. þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða áður en markaðssetning fer fram, þar á meðal í það minnsta prófunum skv. b-lið 4. liðar í VI. viðauka;
d. því með hvaða hætti sannreynt er að gæðastjórnunarkerfið sé skilvirkt;
e. gæðaskýrslum, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
3.3. Tilkynnti aðilinn skal meta gæðastjórnunarkerfið til þess að ákveða hvort það fullnægi skilyrðum skv. lið 3.2. Honum ber að líta svo á að skilyrðunum sé fullnægt hafi viðeigandi samræmdum staðli verið beitt í gæðastjórnunarkerfum(1).
Í úttektarhópnum skal vera að minnsta kost einn reyndur matsmaður í þeirri tækni sem lyftan byggir á. Matið skal fela í sér heimsókn til þess er setur upp lyftuna og þangað sem lyftan er sett upp.
Tilkynna skal ákvörðunina til þess er annast uppsetningu lyftunnar. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðastjórnunarkerfið leggur honum á herðar, eins og það var viðurkennt, og viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Sá sem annast uppsetningu lyftunnar skal upplýsa þann tilkynnta aðila sem hefur viðurkennt gæðastjórnunarkerfið um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
Tilkynnti aðilinn skal meta þær breytingar sem lagðar eru til og ákveða hvort breytt gæðastjórnunarkerfi fullnægi enn skilyrðum skv. lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna þeim er annast uppsetningu lyftunnar um ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans.
4.1. Tilgangur með eftirlitinu er að tryggja að sá sem annast uppsetningu lyftunnar ræki þær skyldur sem hið viðurkennda gæðastjórnunarkerfi leggur honum á herðar.
4.2. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal veita tilkynnta aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að þeim stöðum þar sem eftirlit og prófun fer fram og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
a. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
b. tækniskjöl,
c. gæðaskýrslur, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
4.3. Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort sá sem annast uppsetningu lyftunnar viðhaldi gæðastjórnunarkerfinu og noti það og skal hann gefa þeim er setur upp lyftuna skýrslu um úttektina.
4.4. Að auki er tilkynnta aðilanum heimilt að heimsækja staðinn þar sem verið er að setja lyftuna upp fyrirvaralaust.
Í slíkum heimsóknum er tilkynnta aðilanum heimilt, ef nauðsyn krefur, að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðastjórnunarkerfið og lyftan starfi rétt. Hann skal gefa þeim sem annast uppsetningu lyftunnar skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
5. Sá er annast uppsetningu lyftu skal varðveita og hafa tiltæk fyrir Vinnueftirlit ríkisins í að minnsta kosti 10 ár eftir að framleiðslu lyftunnar er hætt:
a. skjölin skv. c-lið 2. mgr. liðar 3.1,
b. gögn um breytingar skv. 2. mgr. liðar 3.4,
c. ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum skv. 4. mgr. liðar 3.4, lið 4.3 og 2. mgr. 4.4.
6. Sérhver tilkynntur aðili skal veita öðrum tilkynntum aðilum upplýsingar sem máli skipta varðandi viðurkenningar á gæðastjórnunarkerfum og afturkallanir.

(1) Þessi samhæfði staðall er EN 29 003 með viðbótum ef með þarf til að gera ráð fyrir sérstökum eiginleikum lyftna.


XIII. VIÐAUKI
Heildstæð gæðastjórnun lyftna (aðferðareining H).

1. Heildstæð gæðastjórnun lyftna er aðferð þar sem sá er annast uppsetningu lyftna og fullnægir skilyrðum 2. liðar gengur úr skugga um og lýsir því yfir að lyfturnar fullnægi þeim skilyrðum reglugerðar þessarar sem gilda um þær.
Sá er annast uppsetningu lyftu skal festa CE-merkið á hverja lyftu og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilkynnta aðilans sem annast eftirlitið, sbr. 4. lið.
2. Sá er annast uppsetningu lyftu skal nota viðurkennt gæðastjórnunarkerfi við hönnun, framleiðslu, samsetningu, uppsetningu og lokaskoðun á lyftunum og við prófanir, sbr. 3. lið, og vera háður eftirliti, sbr. 4. lið.
3. Gæðastjórnunarkerfi.
3.1. Sá er annast uppsetningu lyftu skal leggja inn umsókn um mat á gæðastjórnunarkerfi sínu hjá tilkynntum aðila.
Eftirfarandi skal koma fram í umsókninni:
a. allar upplýsingar sem máli skipta um lyfturnar, einkum upplýsingar sem gera kleift að skilja tengsl milli hönnunar og starfsemi lyftunnar þannig að skilyrðum reglugerðar þessarar sé fullnægt,
b. gögn um gæðastjórnunarkerfið.
3.2. Gæðastjórnunarkerfið skal tryggja að lyfturnar séu í samræmi við þau skilyrði reglugerðar þessarar sem við þær eiga.
Alla þá þætti, skilyrði og ákvæði sem sá er annast uppsetningu lyftunnar hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt í skriflegri greinargerð um ráðstafanir, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðastjórnunarkerfið skulu vera með þeim hætti að aðferðirnar séu túlkaðar með sama hætti, svo sem gæðaáætlanir, -skipulag, -handbækur og –skrár.
Gögnin skulu einkum fela í sér fullnægjandi lýsingu á:
a. gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til hönnunar og gæða lyftnanna,
b. þeim tæknilegu hönnunarforskriftum, þar með töldum stöðlum, sem beita skal og, í þeim tilvikum sem stöðlum, sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar, verður ekki að fullu beitt, þeim aðferðum sem notaðar verða til að tryggja að þau skilyrði reglugerðar þessarar sem gilda um lyfturnar verði uppfylltar,
c. þeirri tækni til stýringar og sannprófunar á hönnun og þeim aðferðum og kerfisbundnu aðgerðum sem beitt verður við hönnun lyftnanna,
d. þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða við viðtöku birgða af efnum, íhlutum og hlutasamsetningum,
e. samsvarandi aðferðum, ferlum og kerfisbundnum aðgerðum sem nota á við samsetningu, uppsetningu og gæðastjórnun,
f. þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða fyrir (skoðun á aðstæðum við uppsetningu: lyftustokkur, vélarhús o.s.frv.), við og eftir uppsetningu (þar á meðal í það minnsta prófunum skv. b-lið 4. liðar í VI. viðauka),
g. gæðaskýrslum, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.,
h. því með hvaða hætti fylgst er með því að tilskilin hönnunar- og vörugæði hafi náðst og að gæðastjórnunarkerfið sé skilvirkt.
3.3. Eftirlit með hönnun.
Ef hönnun er ekki að öllu leyti í samræmi við samræmda staðla skal tilkynnti aðilinn ganga úr skugga um hvort hönnunin sé í samræmi við ákvæði reglugerðar þessar og, ef svo er, gefa út "vottorð um EB-hönnunarprófun" til handa þeim sem annast uppsetningu, þar sem fram koma takmarkanir á gildi vottorðsins og nauðsynlegar upplýsingar til að unnt sé að bera kennsl á hönnunina sem hefur verið viðurkennd.
3.4. Mat á gæðastjórnunarkerfinu.
Tilkynnti aðilinn skal meta gæðastjórnunarkerfið til þess að ákveða hvort það fullnægi skilyrðum skv. lið 3.2. Honum ber að líta svo á að skilyrðunum sé fullnægt hafi viðeigandi samræmdum staðli verið beitt í gæðastjórnunarkerfinu(1).
Í úttektarhópnum skal vera að minnsta kost einn reyndur matsmaður í þeirri tækni sem lyftan byggir á. Matið skal fela í sér heimsókn til þess er setur upp lyftuna og þangað sem lyftan er sett upp.
Tilkynna skal ákvörðunina þeim er annast uppsetningu lyftunnar. Í tilkynningunni skal koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.5. Sá er annast uppsetningu lyftu skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðastjórnunarkerfið leggur honum á herðar, eins og það var viðurkennt, og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Sá er annast uppsetningu lyftu skal upplýsa þann tilkynnta aðila sem hefur viðurkennt gæðastjórnunarkerfið um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
Tilkynnti aðilinn skal meta þær breytingar sem lagðar eru til og ákveða hvort breytt gæðastjórnunarkerfi fullnægi enn skilyrðum skv. lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna þeim er annast uppsetningu lyftunnar um ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans.
4.1. Tilgangur með eftirlitinu er að tryggja að sá sem annast uppsetningu lyftunnar ræki þær skyldur sem hið viðurkennda gæðastjórnunarkerfi leggur honum á herðar.
4.2. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal veita tilkynnta aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að þeim stöðum þar sem hönnun, framleiðsla, samsetning, uppsetning, eftirlit og prófun fer fram og að geymslustöðum og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
a. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
b. gæðaskýrslur sem kveðið er á um í hönnunarhluta gæðastjórnunarkerfisins, svo sem niðurstöður greininga, útreikninga, prófana o.s.frv.,
c. gæðaskýrslur sem kveðið er á um í framleiðsluhluta gæðastjórnunarkerfisins, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
4.3. Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort sá sem annast uppsetningu lyftunnar viðhaldi gæðastjórnunarkerfinu og noti það og skal hann gefa þeim sem annast uppsetningu lyftu skýrslu um úttektina.
4.4. Að auki er tilkynnta aðilanum heimilt að heimsækja staðinn þar sem verið er að setja lyftuna upp eða hún sett saman fyrirvaralaust. Í slíkum heimsóknum er tilkynnta aðilanum heimilt, ef nauðsyn krefur, að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðastjórnunarkerfið starfi rétt.
Hann skal gefa þeim sem annast uppsetningu lyftunnar skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
5. Sá er annast uppsetningu lyftu skal varðveita og hafa tiltæk fyrir Vinnueftirlit ríkisins í að minnsta kosti 10 ár eftir að lyftan er markaðssett:
a. skjölin skv. b-lið liðar 3.1,
b. gögn um breytingar skv. 2. mgr. liðar 3.5,
c. ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum skv. 4. mgr. liðar 3.5, lið 4.3 og 2. mgr. liðar 4.4.
Ef sá er annast uppsetninguna hefur ekki staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal tilkynnti aðilinn efna þessar kvaðir.
6. Sérhver tilkynntur aðili skal veita öðrum tilkynntum aðilum upplýsingar sem máli skipta varðandi viðurkenningar á gæðastjórnunarkerfinu og afturkallanir.
7. Skjöl og bréfaskipti er varða heildstæða gæðastjórnun skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.

(1) Þessi samhæfði staðall er EN 29 001 með viðbótum ef með þarf til að gera ráð fyrir sérstökum eiginleikum lyftna.


XIV. VIÐAUKI
Gæðastjórnun í framleiðslu (aðferðareining D).

1. Gæðastjórnun í framleiðslu er aðferð þar sem sá er annast uppsetningu lyftna og fullnægir skilyrðum 2. liðar gengur úr skugga um og lýsir því yfir að lyfturnar fullnægi þeim skilyrðum reglugerðar þessarar er um þær gilda. Sá er annast uppsetningu lyftu skal festa CE-merkið á sérhverja lyftu og gefa út EB-yfirlýsingu um samræmi. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilkynnta aðilans sem annast eftirlitið, sbr. 4. lið.
2. Sá sem annast uppsetningu lyftu skal nota viðurkennt gæðastjórnunarkerfi við framleiðslu, uppsetningu, lokaskoðun og prófun á lyftunni, sbr. 3. lið, og vera háður eftirliti, sbr. 4. lið.
3. Gæðastjórnunarkerfi.
3.1. Sá er annast uppsetningu lyftu skal sækja um mat á gæðastjórnunarkerfi sínu til tilkynnts aðila að eigin vali.
Eftirfarandi skal koma fram í umsókninni:
a. allar upplýsingar sem máli skipta um lyfturnar,
b. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
c. tækniskjöl um hinar viðurkenndu lyftur og afrit af vottorðum um EB-gerðarprófun.
3.2. Gæðastjórnunarkerfið skal tryggja að lyfturnar séu í samræmi við viðeigandi skilyrði reglugerðar þessarar.
Alla þá þætti, skilyrði og ákvæði sem sá sem annast uppsetningu lyftu hefur tekið tillit til skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt í skriflegri greinargerð um ráðstafanir, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðastjórnunarkerfið skulu vera með þeim hætti að gæðaáætlanir, -skipulag, -handbækur og -skrár séu ávallt túlkuð með sama hætti.
Gögnin skulu einkum fela í sér fullnægjandi lýsingu á:
a. gæðamarkmiðum og skipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til lyftnanna,
b. aðferðum, ferlum og kerfisbundnum aðgerðum sem nota á við framleiðslu, gæðastýringu og gæðastjórnun,
c. þeim athugunum og prófunum sem gerðar verða fyrir, við og eftir uppsetningu(1),
d. gæðaskýrslum, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.,
e. því með hvaða hætti fylgst er með því að tilskilin gæði lyftu hafi náðst og að gæðastjórnunarkerfið sé skilvirkt.
3.3. Tilkynnti aðilinn skal meta gæðastjórnunarkerfið til þess að ákveða hvort það fullnægi skilyrðum skv. lið 3.2. Honum ber að líta svo á að skilyrðunum sé fullnægt hafi viðeigandi samræmdum staðli verið beitt í gæðastjórnunarkerfinu(2).
Í úttektarhópnum skal vera að minnsta kost einn reyndur matsmaður í þeirri tækni sem lyftan byggir á. Matið skal fela í sér heimsókn til þess sem annast uppsetningu lyftunnar.
Tilkynna skal ákvörðunina til þess sem annast uppsetningu lyftunnar. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun varðandi matið.
3.4. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal skuldbinda sig til að rækja þær skyldur sem gæðastjórnunarkerfið leggur honum á herðar, eins og það var viðurkennt, og viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.
Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal upplýsa þann tilkynnta aðila sem hefur viðurkennt gæðastjórnunarkerfi um allar fyrirhugaðar breytingar á því.
Tilkynnti aðilinn skal meta þær breytingar sem lagðar eru til og ákveða hvort breytt gæðastjórnunarkerfi fullnægi enn skilyrðunum skv. lið 3.2 eða hvort nýtt mat þurfi að fara fram.
Hann skal tilkynna þeim sem annast uppsetningu lyftunnar um ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.
4. Eftirlit á ábyrgð tilkynnta aðilans.
4.1. Tilgangur með eftirlitinu er að tryggja að sá sem annast uppsetningu lyftunnar ræki þær skyldur sem hið viðurkennda gæðastjórnunarkerfi leggur honum á herðar.
4.2. Sá er annast uppsetningu lyftunnar skal veita tilkynnta aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að þeim stöðum þar sem framleiðsla, eftirlit, samsetning, uppsetning og prófun fer fram og að geymslustöðum og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
a. gögn um gæðastjórnunarkerfið,
b. gæðaskýrslur, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólksins o.s.frv.
4.3. Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort sá sem annast uppsetningu lyftunnar viðhaldi gæðastjórnunarkerfinu og noti það og skal gefa þeim er annast uppsetningu lyftu skýrslu um úttektina.
4.4. Að auki er tilkynnta aðilanum heimilt að heimsækja staðinn þar sem verið er að setja lyftuna upp fyrirvaralaust. Í slíkum heimsóknum er tilkynnta aðilanum heimilt, ef nauðsyn krefur, að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðastjórnunarkerfið starfi rétt. Hann skal gefa þeim sem annast uppsetningu lyftunnar skýrslu um heimsóknina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
5. Sá er annast uppsetningu lyftu skal varðveita og hafa tiltæk fyrir Vinnueftirlit ríkisins í að minnsta kosti 10 ár eftir að framleiðslu lyftunnar er hætt:
a. skjölin skv. b-lið 2. mgr. liðar 3.1,
b. gögn um breytingar skv. 2. mgr. liðar 3.5,
c. ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum skv. 4. mgr. liðar 3.4, liðum 4.3 og 4.4.
6. Sérhver tilkynntur aðili skal veita öðrum tilkynntum aðilum upplýsingar sem máli skipta varðandi viðurkenningar á gæðastjórnunarkerfum og afturköllunum.
7. Skjölin og bréfaskipti er varða aðferðir við gæðastjórnun í framleiðslu skulu höfð á opinberu tungumáli aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem tilkynnti aðilinn hefur staðfestu eða á því tungumáli sem hann samþykkir.

(1) Til þessara prófana teljast í það minnsta prófanir skv. b-lið 4. liðar VI. viðauka.
(2) Þessi samhæfði staðall er EN 29002 með viðbótum ef með þarf til að gera ráð fyrir sérstökum eiginleikum lyftna.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica