Félagsmálaráðuneyti

592/1987

Reglugerð um brunavarnagjald. - Brottfallin

1. gr.

Öll tryggingarfélög og aðrir, sem annast vátryggingar, skulu árlega innheimta með iðgjöldum sínum, sérstakt brunavarnagjald fyrir Brunamálastofnun ríkisins. Brunavarnagjaldið skal nema 0.045‰ af vátryggingarfjárhæð brunatrygginga fasteigna og lausafjár svo og samsettra vátrygginga, sem fela í sér brunatryggingu.

Gildi vátrygging skemur en eitt ár, skal innheimta brunavarnagjald í hlutfalli við gildistímann.


2. gr.

Á iðgjaldakvittun tryggingarfélaga og þeirra, sem annast vátryggingar skal koma fram sundurgreining milli annars vegar fjárhæðar iðgjalds brunatryggingar og hins vegar fjárhæðar brunavarnagjaldsins.


3. gr.

Þeir aðilar, sem innheimta brunavarnagjaldið, skulu hafa staðið Brunamálastofnun ríkisins skil á gjaldinu innan þriggja mánaða frá innheimtu þess. Endanlegt uppgjör gjaldsins fyrir hvert ár fer fram, þegar ársreikningar aðilanna liggja fyrir.


4. gr.

Reglugerð þessi skal öðlast gildi hinn 1. janúar 1988.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 74/1982 um brunavarnir og brunamál með síðari breytingum.

Félagsmálaráðuneytið, 28. desember 1987.


Jóhanna Sigurðardóttir.
____________________
Húnbogi Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica