Félagsmálaráðuneyti

744/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 6/1996 um útgáfu húsbréfa á árinu 1996 fyrir Byggingarsjóð ríkisins, húsbréfadeild, sbr. reglugerð nr. 169/1997.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, orðast svo:
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, á grundvelli laga um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993, með síðari breytingum, að Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild, gefi út 1., 2. og 3. flokk húsbréfa 1996. Samanlögð fjárhæð húsbréfa í flokkunum, skal vera að hámarki 28.500 milljónir króna á árinu 1996 og 1997. Húsbréfin í 1. og 3. flokki skulu gefin út í þremur undirflokkum A, B og C en í 2. flokki skulu húsbréfin gefin út í fjórum undirflokkum A, B, C og D. Í undirflokki A skal hvert húsbréf vera að fjárhæð 1.000.000 kr., í undirflokki B 100.000 kr., í undirflokki C 10.000 kr. og í undirflokki D 1 kr. Vextir í 1., 2. og 3. flokki 1996 eru 4,75% á ári. Lánstími bréfa í 1. flokki skal vera 15 ár, í 2. flokki 25 ár og í 3. flokki 40 ár.

Bréf í undirflokki D í 2. flokki 1996 skulu vera rafrænt eignarskráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og skulu notuð í skiptum fyrir bréf úr undirflokkum A, B og C í 2. flokki 1996 við rafræna eignarskráningu þeirra. Við skiptin skal skrá jafn margar einingar af undirflokki D og sem nemur nafnverði þeirra húsbréfa í undirflokki A, B og/eða C sem afhent eru til rafrænnar eignarskráningar.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 29. og 52. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál og I. ákvæði til bráðabirgða þeirra laga. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 3. október 2001.

Páll Pétursson.
Óskar Páll Óskarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica