Félagsmálaráðuneyti

418/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gatnagerðargjöld í Reykjavik, nr. 206/1984 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott og í stað hennar komi þrjár nýjar máls­greinar er hljóði svo:

Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Í íbúðarhúsum skal við ákvörðun gatnagerðargjalds reikna rúmmál með því að margfalda gólfflatarmál með 2,7 m. Í öðru húsnæði en íbúðarhúsnæði skal rúmmál bygginga, þar sem lofthæð (hæð yfir gólfplötu) er yfir 5,5 metrum, ekki teljast með við ákvörðun gatnagerðargjalds. Bílgeymslur og önn­ur útihús skal telja með við útreikning á rúmmáli húsa.

Gatnagerðargjald skal lækkað eða fellt niður þegar svo stendur á, sem í 1.-4. tl. þess­arar málsgreinar segir:

  1. Af kjallararýmum íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er að grafa út grunn en fylla harm upp, skal greiða 25% of venjulegu rúmmetragjaldi, enda sé húsrýmið gluggalaust og aðeins gengt í það innanfrá.
  2. Af sameiginlegum bifreiðageymslum fyrir þrjár eða fleiri bifreiðar, sem byggðar eru samkvæmt skipulagsskilmálum og koma í stað bifreiðastæða, skal greiða 25% of rúmmetragjaldi þeirra húsa, sem þær eiga að þjóna.
  3. Af yfirbyggðum göngugötum eða léttum tengibyggingum í eða á milli verslunar­ og/eða skrifstofuhúsa, sem teljast til sameignar viðkomandi húss (húsa) og eru til almenningsnota á afgreiðslutíma viðkomandi verslana/skrifstofa, skal greiða 25% of venjulegu rúmmetragjaldi verslunar- og skrifstofuhúsa. Skilyrði þessa er þó að hús, sem yfirbygging eða tengibygging er byggð við, sé svo sjálfstætt, að það fullnægi kröfum byggingarlaga og -reglugerðar án hennar og jafnframt að yfirbyggingin eða tengibyggingin sé þannig úr garði gerð, að hún fullnægi ekki ein sér kröfum bygg­ingarlaga og -reglugerðar.
  4. Af auknu rúmmáli íbúðarhúsa 15 ára og eldri, sem leiðir of endurbótum á þeim, t.d. með byggingu kvista, anddyris, hækkun þaks, yfirbyggingu svala, glerskálum o.þ.h., skal ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi stækkunin ekki meiru en 1/3 hluta of rúmmáli íbúðarinnar og aldrei meiru en 100 m3 á hverja íbúð. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss, skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Við ákvörðun gatnagerðargjalds samkv. þessum tölulið skal meta í einu lagi þær stækkanir, sem samþykktar hafa verið á sama húsi á næstu 5 árum á undan. `

Samþykki byggingarnefnd breytingar á húsnæði eða notkun húsnæðis, sem undan­þágur samkv. 1., 2. eða 3. tl. 3. mgr. þessarar greinar taka til, þannig að það uppfyllir ekki lengur skilyrði til lækkunar gatnagerðargjalda, skal greiða gatnagerðargjald of því húsnæði samkvæmt gildandi gjaldskrá, að teknu tilliti til þess sem áður hefur verið greitt vegna sama húsnæðis. Ef veitt er undanþága frá greiðslu gatnagerðargjalds samkv. 1., 2. eða 3. tl. 3. mgr. skal þinglýsa yfirlýsingu á viðkomandi eign um að breytt notkun húsnæðisins geti leitt til greiðslu gatnagerðargjalda.

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt of borgarstjórn Reykjavíkurborgar stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld, sbr. lög nr. 31/1975, til þess að öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytið, 7. júlí 1995.

F. h. r.

Berglind Ásgeirsdóttir.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica