Félagsmálaráðuneyti

906/2000

Reglugerð um holræsagjald í Reykjavík.

1. gr.

Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, sem liggja við götur eða opin svæði, sem holræsi hefur verið lagt í, skal greiða árlegt holræsagjald til borgarsjóðs Reykjavíkur.

 

2. gr.

Upphæð holræsagjalds skv. 1. gr. skal vera 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum.  Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald.

 

3. gr.

Heimilt er að lækka eða fella niður holræsagjald, sem tekjulitlum elli- eða örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skv. reglugerð þessari, í samræmi við nánari ákvörðun þar um.

 

4. gr.

Holræsagjald hvers árs fellur í gjalddaga 15. janúar og skal það innheimt með sama hætti og fasteignaskattar.

 

5. gr.

Holræsagjald greiðist af hús- eða íbúðareiganda, lóðareiganda, ef um eignarlóð er að ræða, en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins.  Holræsagjaldið má innheimta með aðför í hinni gjaldskyldu eign án tillits til eigendaskipta.  Nýtur holræsagjaldið lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

 

6. gr.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur, staðfestist hér með samkvæmt X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um holræsagjald í Reykjavíkurborg nr. 658/1994.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 5. desember 2000.

 

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Guðjón Bragason.

 

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica