Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Stofnreglugerð

343/2001

Reglugerð um holræsagjald í Garðabæ.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Garðabæjar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt holræsagjald til bæjarsjóðs Garðabæjar.

2. gr.

Fjárhæð holræsagjalds skv. 1. gr. skal vera 0,07% af fasteignamati allra húsa og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald.

3. gr.

Heimilt er að lækka eða fella niður holræsagjald, sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða samkvæmt reglugerð þessari, í samræmi við nánari ákvörðun þar um.

4. gr.

Holræsagjald hvers árs fellur í gjalddaga 15. janúar og skal innheimta með sama hætti og fasteignaskatt.

5. gr.

Húseigandi og lóðarhafi, lóðareigandi ef um eignarlóð er að ræða, bera ábyrgð á greiðslu holræsagjalds og er gjaldið tryggt með lögveði í lóð og mannvirkjum.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Garðabæjar, staðfestist hér með skv. X. kafla vatnalaga nr. 15, 20. júní 1923, til að öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um holræsagjald í Garðabæ nr. 159/1993, sbr. reglugerð nr. 154/1995.

Félagsmálaráðuneytinu, 27. apríl 2001.

F. h. r.
Berglind Ásgeirsdóttir.

Guðjón Bragason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.