Félagsmálaráðuneyti

898/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 4/1999 um húsaleigubætur, sbr. reglugerð nr. 9/2000. - Brottfallin

898/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 4/1999 um
húsaleigubætur, sbr. reglugerð nr. 9/2000.

1. gr.

3. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:
Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur á milli 20.000 – 50.000 kr.


2. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Húsaleigubætur skerðast óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 1% af árstekjum umfram 2,0 millj. kr.


3. gr.

3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:
Húsaleigubætur geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 35.000 kr. á mánuði.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 21. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur, öðlast gildi 1. janúar 2001.


Félagsmálaráðuneytinu, 7. desember 2000.

Páll Pétursson.
Óskar Páll Óskarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica