Félagsmálaráðuneyti

943/2000

Reglugerð um ábyrgðargjald atvinnurekenda árið 2001.

1. gr.

Ábyrgðargjald atvinnurekenda vegna ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skal árið 2001 vera 0,4% af gjaldstofni, sbr. 6. gr. laga um tryggingagjald nr. 113/1990, með síðari breytingum.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett skv. 2. mgr. 3. gr. laga um ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota nr. 53/1993, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 21. desember 2000.

Páll Pétursson.
Elín Blöndal.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica